Reykjavík síðdegis: „Þetta er eins og aðfangadagur“ Þorgeir Ástvaldsson og Kristófer Helgason skrifar 31. maí 2014 16:54 S. Björn Blöndal í veðurblíðunni á Austurstræti. Mynd/Kristófer Helgason „Mér er náttúrulega alveg ofboðslega heitt,“ segir S. Björn Blöndal, oddviti Bjartrar framtíðar í Reykjavík, þegar Reykjavík síðdegis náði tali af honum í veðurblíðunni á Austurstræti fyrr í dag. „Nei nei, þetta er alveg ágætt. Þessi dagur leggst rosa vel í mig. Þetta er eins og aðfangadagur, svo veit maður ekkert hvað verður í pakkanum.“ Hann segist vera mjög bjartsýnn fyrir því sem koma skal. „Já, ég er það. Við erum auðvitað að koma að þessu úr svolítið skringilegri átt. Við erum bæði ný og gömul. Svo er einhvern veginn ekkert sjálfsagt að maður eins og ég, með minn bakgrunn, sé að leiða eitthvað framboð í Reykjavík sem er með tuttugu prósent fylgi. Mér finnst þetta bara svolítið geggjað. Þannig að ég er mjög bjartsýnn, ég get ekki tapað.“ Björn starfaði á síðasta kjötímabili sem aðstoðarmaður Jóns Gnarr. Það er því ekki úr vegi að spyrja hann, verður Jón aðstoðarmaður Björns ef sá síðarnefndi verður borgarstjóri? „Ég hef nefnt þetta við hann, hann hefur ekki útilokað það. Við erum samt sammála um að það væri sennilega mjög vond hugmynd,“ segir Björn og hlær. Hann segir að fjölmiðlar hafi að miklu leyti fjallað vel um málefnin en geti þó gert betur. „Ég held að það sem fjölmiðlar þurfi að vinna meira með er fjöldi framboða. Þetta er alltaf svolítið miðað út frá fjórum flokkum. Og ef þeir eru allt í einu orðnir átta, þá kannski gengur það ekki jafn vel upp. Það er svona áskorunin fyrir næstu kosningar. Það þarf að finna form sem hentar betur þessum fjölda, því ég held að framboðunum sé ekki að fara að fækka. Björt framtíð er að gera svolítið merkilega tilraun, bæði hér og úti á landi. Við erum að reka kosningabaráttu fyrir frekar lítinn pening en samt að ná alvöru árangri. Við erum með fimmtán til tuttugu prósent víða um land og við erum að eyða, svo maður tali á sjómannamáli, skít og kanil.“Reykjavík síðdegis er búið að vera á flakki í Reykjavík í dag. Sjá má viðtöl við aðra oddvita í borginni hér fyrir neðan. Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Tengdar fréttir RS á kjörstað: „Nú er bara að bíða og sjá“ Sóley Tómasdóttir segir að málefni og áherslur Vinstri grænna eigi fullt erindi inn í borgarstjórn á næsta kjörtímabili. 31. maí 2014 12:42 Reykjavík síðdegis: „Er þetta það sem konur mega eiga von á?“ Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir segir mjög leiðinlegt að hafa séð sig teiknaða í Fréttablaðinu. 31. maí 2014 16:12 Reykjavík Síðdegis á kjörstað: Lítið talað um öryrkja, aldraða og fátæka Þorleifur Gunnlaugsson er sáttur með vinnu Dögunar og segir mjög góðan hóp fólks í flokknum. 31. maí 2014 15:28 RS á kjörstað: „Þetta er nú bara gott fótboltaveður“ Dagur B. Eggertsson hvetur alla til að mæta og kjósa í Reykjavík síðdegis. 31. maí 2014 10:30 Reykjavík síðdegis á kjörstað: "Ég hef grun um að mér muni líka þetta vel“ Halldór Auðar Svansson, oddviti Pírata í Reykjavík, segir að fyrir almenningi hafi kosningabaráttan í raun hafist fyrir stuttu. 31. maí 2014 14:34 RS á kjörstað: „Kjördagur leggst alltaf vel í mig“ Halldór Halldórsson kveðst ósáttur með að ýmis mál hafi ekki verið rædd nægilega í aðdraganda kosninganna. 31. maí 2014 11:30 Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Fleiri fréttir Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Sjá meira
„Mér er náttúrulega alveg ofboðslega heitt,“ segir S. Björn Blöndal, oddviti Bjartrar framtíðar í Reykjavík, þegar Reykjavík síðdegis náði tali af honum í veðurblíðunni á Austurstræti fyrr í dag. „Nei nei, þetta er alveg ágætt. Þessi dagur leggst rosa vel í mig. Þetta er eins og aðfangadagur, svo veit maður ekkert hvað verður í pakkanum.“ Hann segist vera mjög bjartsýnn fyrir því sem koma skal. „Já, ég er það. Við erum auðvitað að koma að þessu úr svolítið skringilegri átt. Við erum bæði ný og gömul. Svo er einhvern veginn ekkert sjálfsagt að maður eins og ég, með minn bakgrunn, sé að leiða eitthvað framboð í Reykjavík sem er með tuttugu prósent fylgi. Mér finnst þetta bara svolítið geggjað. Þannig að ég er mjög bjartsýnn, ég get ekki tapað.“ Björn starfaði á síðasta kjötímabili sem aðstoðarmaður Jóns Gnarr. Það er því ekki úr vegi að spyrja hann, verður Jón aðstoðarmaður Björns ef sá síðarnefndi verður borgarstjóri? „Ég hef nefnt þetta við hann, hann hefur ekki útilokað það. Við erum samt sammála um að það væri sennilega mjög vond hugmynd,“ segir Björn og hlær. Hann segir að fjölmiðlar hafi að miklu leyti fjallað vel um málefnin en geti þó gert betur. „Ég held að það sem fjölmiðlar þurfi að vinna meira með er fjöldi framboða. Þetta er alltaf svolítið miðað út frá fjórum flokkum. Og ef þeir eru allt í einu orðnir átta, þá kannski gengur það ekki jafn vel upp. Það er svona áskorunin fyrir næstu kosningar. Það þarf að finna form sem hentar betur þessum fjölda, því ég held að framboðunum sé ekki að fara að fækka. Björt framtíð er að gera svolítið merkilega tilraun, bæði hér og úti á landi. Við erum að reka kosningabaráttu fyrir frekar lítinn pening en samt að ná alvöru árangri. Við erum með fimmtán til tuttugu prósent víða um land og við erum að eyða, svo maður tali á sjómannamáli, skít og kanil.“Reykjavík síðdegis er búið að vera á flakki í Reykjavík í dag. Sjá má viðtöl við aðra oddvita í borginni hér fyrir neðan.
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Tengdar fréttir RS á kjörstað: „Nú er bara að bíða og sjá“ Sóley Tómasdóttir segir að málefni og áherslur Vinstri grænna eigi fullt erindi inn í borgarstjórn á næsta kjörtímabili. 31. maí 2014 12:42 Reykjavík síðdegis: „Er þetta það sem konur mega eiga von á?“ Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir segir mjög leiðinlegt að hafa séð sig teiknaða í Fréttablaðinu. 31. maí 2014 16:12 Reykjavík Síðdegis á kjörstað: Lítið talað um öryrkja, aldraða og fátæka Þorleifur Gunnlaugsson er sáttur með vinnu Dögunar og segir mjög góðan hóp fólks í flokknum. 31. maí 2014 15:28 RS á kjörstað: „Þetta er nú bara gott fótboltaveður“ Dagur B. Eggertsson hvetur alla til að mæta og kjósa í Reykjavík síðdegis. 31. maí 2014 10:30 Reykjavík síðdegis á kjörstað: "Ég hef grun um að mér muni líka þetta vel“ Halldór Auðar Svansson, oddviti Pírata í Reykjavík, segir að fyrir almenningi hafi kosningabaráttan í raun hafist fyrir stuttu. 31. maí 2014 14:34 RS á kjörstað: „Kjördagur leggst alltaf vel í mig“ Halldór Halldórsson kveðst ósáttur með að ýmis mál hafi ekki verið rædd nægilega í aðdraganda kosninganna. 31. maí 2014 11:30 Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Fleiri fréttir Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Sjá meira
RS á kjörstað: „Nú er bara að bíða og sjá“ Sóley Tómasdóttir segir að málefni og áherslur Vinstri grænna eigi fullt erindi inn í borgarstjórn á næsta kjörtímabili. 31. maí 2014 12:42
Reykjavík síðdegis: „Er þetta það sem konur mega eiga von á?“ Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir segir mjög leiðinlegt að hafa séð sig teiknaða í Fréttablaðinu. 31. maí 2014 16:12
Reykjavík Síðdegis á kjörstað: Lítið talað um öryrkja, aldraða og fátæka Þorleifur Gunnlaugsson er sáttur með vinnu Dögunar og segir mjög góðan hóp fólks í flokknum. 31. maí 2014 15:28
RS á kjörstað: „Þetta er nú bara gott fótboltaveður“ Dagur B. Eggertsson hvetur alla til að mæta og kjósa í Reykjavík síðdegis. 31. maí 2014 10:30
Reykjavík síðdegis á kjörstað: "Ég hef grun um að mér muni líka þetta vel“ Halldór Auðar Svansson, oddviti Pírata í Reykjavík, segir að fyrir almenningi hafi kosningabaráttan í raun hafist fyrir stuttu. 31. maí 2014 14:34
RS á kjörstað: „Kjördagur leggst alltaf vel í mig“ Halldór Halldórsson kveðst ósáttur með að ýmis mál hafi ekki verið rædd nægilega í aðdraganda kosninganna. 31. maí 2014 11:30