RS á kjörstað: „Kjördagur leggst alltaf vel í mig“ ÞORGEIR ÁSTVALDSSON OG KRISTÓFER HELGASON skrifar 31. maí 2014 11:30 Halldór greiddi atkvæði sitt í Laugardalshöllinni fyrr í dag. Vísir/Pjetur „Kjördagur leggst alltaf vel í mig,“ segir Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. „Alveg sama hverjar niðurstöðurnar verða, þá eru svo mikil forréttindi að búa í frjálsu samfélagi þar sem við útkljáum málin reglulega með kosningum.“ Hann segir að þrátt fyrir snarpa innkomu sína í kosningabaráttuna sé ekki margt sem hann hefði viljað gera öðruvísi. „Ég held að það sé alltaf eitthvað,“ segir Halldór. „En í heildina tekið held ég að við höfum gert flestallt rétt. Við unnum með aðkomu mjög margra góða stefnu. Frjálslynda, hægrisinnaða stefnu. Það má segja að kosningarnar hefðu kannski mátt snúast meira um öll stefnumál. Kosningar vilja stundum þróast út í að snúast um eitt eða tvö mál og það hefur svolítið gerst í þessari kosningabaráttu.“ Hann kveðst ósáttur með að ýmis mál hafi ekki verið rædd nægilega í aðdraganda kosninganna. „Mér finnst vanta frá meðframbjóðendum okkar að þau hafi verið rædd nógu mikið, velt fram og til baka, hverjir eru kostir og gallar þessara hugmynda? Eins og við höfum verið að segja að það eru ekki góðar hugmyndir í húsnæðismálum hjá Samfylkingunni og Bjartri framtíð. Það eru raunar mjög vondar hugmyndir. Ég hefði viljað fá til baka meiri rökstuðning frá þeim. Svo finnst mér alveg vanta inn í þessa kosningabaráttu umræðu um málefni aldra.“ Hann segist ekki telja að veðrið í dag setji strik í reikninginn í kosningunum. „Þetta er nú ekki þannig veður held ég,“ segir hann. „Á svo ekki að lagast þegar það líður á daginn? Ég vona það að kjörsókn verði góð og við njótum bara dagsins.“Reykjavík síðdegis verður áfram á flakki um borgina í dag. Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Fleiri fréttir Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Sjá meira
„Kjördagur leggst alltaf vel í mig,“ segir Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. „Alveg sama hverjar niðurstöðurnar verða, þá eru svo mikil forréttindi að búa í frjálsu samfélagi þar sem við útkljáum málin reglulega með kosningum.“ Hann segir að þrátt fyrir snarpa innkomu sína í kosningabaráttuna sé ekki margt sem hann hefði viljað gera öðruvísi. „Ég held að það sé alltaf eitthvað,“ segir Halldór. „En í heildina tekið held ég að við höfum gert flestallt rétt. Við unnum með aðkomu mjög margra góða stefnu. Frjálslynda, hægrisinnaða stefnu. Það má segja að kosningarnar hefðu kannski mátt snúast meira um öll stefnumál. Kosningar vilja stundum þróast út í að snúast um eitt eða tvö mál og það hefur svolítið gerst í þessari kosningabaráttu.“ Hann kveðst ósáttur með að ýmis mál hafi ekki verið rædd nægilega í aðdraganda kosninganna. „Mér finnst vanta frá meðframbjóðendum okkar að þau hafi verið rædd nógu mikið, velt fram og til baka, hverjir eru kostir og gallar þessara hugmynda? Eins og við höfum verið að segja að það eru ekki góðar hugmyndir í húsnæðismálum hjá Samfylkingunni og Bjartri framtíð. Það eru raunar mjög vondar hugmyndir. Ég hefði viljað fá til baka meiri rökstuðning frá þeim. Svo finnst mér alveg vanta inn í þessa kosningabaráttu umræðu um málefni aldra.“ Hann segist ekki telja að veðrið í dag setji strik í reikninginn í kosningunum. „Þetta er nú ekki þannig veður held ég,“ segir hann. „Á svo ekki að lagast þegar það líður á daginn? Ég vona það að kjörsókn verði góð og við njótum bara dagsins.“Reykjavík síðdegis verður áfram á flakki um borgina í dag.
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Fleiri fréttir Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Sjá meira