Viðskipti erlent

Facebook gerir aðra atlögu að Snapchat

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/AFP
Facebook hefur gefið út forritið Slingshot, sem gerir notendum kleyft að dreifa myndum og myndböndum með vinum sínum. Ólíkt Snapchat geta notendur þó ekki skoðað myndir og myndbönd sem þeir fá send, án þess að senda myndir eða myndbönd til baka.

Þannig hyggst Facebook nýta sér eðlislega forvitni mannsins, eins og það segir á síðu tæknimiðilsins Techcrunch.

Notendur geta skrifað og teiknað á myndir sem þeir senda, eins og hægt er með Snapchat. Þó munu myndir og myndbönd ekki hverfa eftir fyrstu skoðun eins og í Snapchat, en þegar þau eru færð af aðalskjánum hverfa þau þó fyrir fullt og allt.

Facebook hefur áður gefið frá sér smáforritið Poke, sem nú hefur verið tekið úr umferð, en því var vægast sagt ekki tekið vel af snjallsímaeigendum.

Enn sem komið er Slingshot eingöngu aðgengilegt á fáum mörkuðum og gæti því enn verið í þróun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×