Daniel Ricciardo vann í Kanada Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 8. júní 2014 19:47 Daniel Ricciardo ók vel í dag og fangaði sínum fyrsta sigri í Formúlu 1. Vísir/Getty Daniel Ricciardo vann gríðarlega spennandi kappakstur í Kanada. Nico Rosberg á Mercedes varð annar og Sebastian Vettel varð þriðji. Ricciardo varð fyrsti ökumaðurinn sem ekur ekki fyrir Mercedes til að vinna í ár. Keppnin hófst eins og aðrar á þessu tímabili, Mercedes ökumennirnir byggðu upp forskot sem enginn virtist geta ógnað. Svo komu í ljós bilanir í rafkerfi hjá þeim. Sú bilun leiddi til að Lewis Hamilton hætti keppni. Rosberg tókst að keyra í kringum vandamálið. Massa ók aftan á Sergio Perez á síðasta hring og báðir enduðu á öryggisvegg og keppninni lauk undir stjórn öryggisbílsins. Öryggisbíllinn kom út þegar Max Chilton missti stjórn á bíl sínum á fyrsta hring og lenti á liðsfélaga sínum Jules Bianchi. Marussia liðið sem náði í sín fyrstu stig í síðustu keppni, tóskt ekki að ljúka fyrsta hrignum í Kanada. Öryggisbíllinn kom svo inn aftur á 7. hring.Massa og Perez lentu saman og sluppu með skrekkinn, en hraðinn var mikill og skemmdirnar miklar.Vísir/AFPVandamál Mercedes liðsins hófust á 37. hring. „Ég hef misst aflið, ég hef misst aflið,“ sagði Hamilton í talstöðina. Rosberg staðfesti svo sama vandamál skömmu seinna. Vandamálið var það að kerfið sem aðstoðar við hemlun og breytir þeirri orku sem myndast við hemlun í rafmang til að knýja bílinn, bilaði og hætti því að aðstoða við hemlun. Bremsurnar ofhitnuðu í kjölfarið og það er afar óheppilegt á kappakstursbíl.Felipe Massa varð á 45. hring fyrsti maðurinn fyrir utan Mercedes ökumennina til að leiða hring í keppni á tímabilinu. Massa þurfti svo að taka annað þjónustuhlé sem olli því að hann tapaði fyrsta sætinu. Mercedes virtist takast að laga bíl Rosberg því hann náði að halda fyrsta sætinu í dágóðan tíma. Hann stóðst þó ekki áhlaup Ricciardo á endasprettinum. „Ótrúleg tilfinning“ sagði Ricciardo um sinn fyrsta sigur. „Þetta var barátta í gegn, ég átti ekki góða ræsingu. Ég reyndi virkilega að berjast við Daniel en ég gat það ekki í lokin,“ sagði Rosberg. „Fyrsti sigur Daniel svo til hamingju með það. Fyrsti sigur fyrir Renault vélar eftir þessar breytingar,“ sagði Vettel.Niðurstaða keppninnar: 1. Daniel Ricciardo - Red Bull - 25 stig 2. Nico Rosberg - Mercedes - 18 stig 3. Sebastian Vettel - Red Bull - 15 stig 4. Jenson Button - McLaren - 12 stig 5. Nico Hulkenberg - Force India - 10 stig 6. Fernando Alonso - Ferrari - 8 stig 7. Valtteri Bottas - Williams - 6 stig 8. Jean-Eric Vergne - Toro Rosso - 4 stig 9. Kevin Magnussen - McLaren - 2 stig 10. Kimi Raikkonen - Ferrari - 1 stig 11. Sergio Perez - Force India 12. Felipe Massa - Williams 13. Adrian Sutil - Sauber 14. Esteban Gutierrez - Sauber Þessir duttu úr keppni: Daniil Kvyat - Toro Rosso Lewis Hamilton - Mercedes Kamui Kobayashi - Caterham Pastor Maldonado - Lotus Marcus Ericsson - Caterham Max Chilton - Marussia Jules Bianchi - Marussia Formúla Tengdar fréttir Mercedes á meira inni Sam Bird, fyrrverandi þróunarökumaður Mercedes liðsins í Formúlu 1, telur að liðið eigi enn eftir að sýna fulla hæfni W05 bílsins. 5. júní 2014 19:00 Rosberg á ráspól í Kanada Mercedes menn halda áfram að drottna í Formúlu 1. Nico Rosberg hafði betur gegn liðsfélaga sínum Lewis Hamilton hjá Mercedes í tímatökunni fyrir kanadíska kappaksturinn. Sebastian Vettel varð þriðji og Williams mennirnir Valtteri Bottas og Felipe Massa fylgdu Vettel fast á eftir. 7. júní 2014 18:07 Alonso og Hamilton fljótastir Tvær æfingar fyrir kanadíska kappaksturinn fóru fram í gær. Fernando Alonso á Ferrari var fljótastur á fyrri æfingu dagsins en Lewis Hamilton á Mercedes á þeirri seinni. 7. júní 2014 11:45 Renault loksins með fullt afl í Kanada Franski bílaframleiðandinn telur að vélar sínar séu nú lausar við vandamálin sem hrjáðu þær í byrjun tímabilsins. 4. júní 2014 09:00 Mest lesið Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Handbolti Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september Enski boltinn Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti Ekkert mark í grannaslagnum Enski boltinn Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Íslenski boltinn „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Golf Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Handbolti Tveir létust í hjólreiðakeppni Sport „Ég er 100% pirraður“ Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira
Daniel Ricciardo vann gríðarlega spennandi kappakstur í Kanada. Nico Rosberg á Mercedes varð annar og Sebastian Vettel varð þriðji. Ricciardo varð fyrsti ökumaðurinn sem ekur ekki fyrir Mercedes til að vinna í ár. Keppnin hófst eins og aðrar á þessu tímabili, Mercedes ökumennirnir byggðu upp forskot sem enginn virtist geta ógnað. Svo komu í ljós bilanir í rafkerfi hjá þeim. Sú bilun leiddi til að Lewis Hamilton hætti keppni. Rosberg tókst að keyra í kringum vandamálið. Massa ók aftan á Sergio Perez á síðasta hring og báðir enduðu á öryggisvegg og keppninni lauk undir stjórn öryggisbílsins. Öryggisbíllinn kom út þegar Max Chilton missti stjórn á bíl sínum á fyrsta hring og lenti á liðsfélaga sínum Jules Bianchi. Marussia liðið sem náði í sín fyrstu stig í síðustu keppni, tóskt ekki að ljúka fyrsta hrignum í Kanada. Öryggisbíllinn kom svo inn aftur á 7. hring.Massa og Perez lentu saman og sluppu með skrekkinn, en hraðinn var mikill og skemmdirnar miklar.Vísir/AFPVandamál Mercedes liðsins hófust á 37. hring. „Ég hef misst aflið, ég hef misst aflið,“ sagði Hamilton í talstöðina. Rosberg staðfesti svo sama vandamál skömmu seinna. Vandamálið var það að kerfið sem aðstoðar við hemlun og breytir þeirri orku sem myndast við hemlun í rafmang til að knýja bílinn, bilaði og hætti því að aðstoða við hemlun. Bremsurnar ofhitnuðu í kjölfarið og það er afar óheppilegt á kappakstursbíl.Felipe Massa varð á 45. hring fyrsti maðurinn fyrir utan Mercedes ökumennina til að leiða hring í keppni á tímabilinu. Massa þurfti svo að taka annað þjónustuhlé sem olli því að hann tapaði fyrsta sætinu. Mercedes virtist takast að laga bíl Rosberg því hann náði að halda fyrsta sætinu í dágóðan tíma. Hann stóðst þó ekki áhlaup Ricciardo á endasprettinum. „Ótrúleg tilfinning“ sagði Ricciardo um sinn fyrsta sigur. „Þetta var barátta í gegn, ég átti ekki góða ræsingu. Ég reyndi virkilega að berjast við Daniel en ég gat það ekki í lokin,“ sagði Rosberg. „Fyrsti sigur Daniel svo til hamingju með það. Fyrsti sigur fyrir Renault vélar eftir þessar breytingar,“ sagði Vettel.Niðurstaða keppninnar: 1. Daniel Ricciardo - Red Bull - 25 stig 2. Nico Rosberg - Mercedes - 18 stig 3. Sebastian Vettel - Red Bull - 15 stig 4. Jenson Button - McLaren - 12 stig 5. Nico Hulkenberg - Force India - 10 stig 6. Fernando Alonso - Ferrari - 8 stig 7. Valtteri Bottas - Williams - 6 stig 8. Jean-Eric Vergne - Toro Rosso - 4 stig 9. Kevin Magnussen - McLaren - 2 stig 10. Kimi Raikkonen - Ferrari - 1 stig 11. Sergio Perez - Force India 12. Felipe Massa - Williams 13. Adrian Sutil - Sauber 14. Esteban Gutierrez - Sauber Þessir duttu úr keppni: Daniil Kvyat - Toro Rosso Lewis Hamilton - Mercedes Kamui Kobayashi - Caterham Pastor Maldonado - Lotus Marcus Ericsson - Caterham Max Chilton - Marussia Jules Bianchi - Marussia
Formúla Tengdar fréttir Mercedes á meira inni Sam Bird, fyrrverandi þróunarökumaður Mercedes liðsins í Formúlu 1, telur að liðið eigi enn eftir að sýna fulla hæfni W05 bílsins. 5. júní 2014 19:00 Rosberg á ráspól í Kanada Mercedes menn halda áfram að drottna í Formúlu 1. Nico Rosberg hafði betur gegn liðsfélaga sínum Lewis Hamilton hjá Mercedes í tímatökunni fyrir kanadíska kappaksturinn. Sebastian Vettel varð þriðji og Williams mennirnir Valtteri Bottas og Felipe Massa fylgdu Vettel fast á eftir. 7. júní 2014 18:07 Alonso og Hamilton fljótastir Tvær æfingar fyrir kanadíska kappaksturinn fóru fram í gær. Fernando Alonso á Ferrari var fljótastur á fyrri æfingu dagsins en Lewis Hamilton á Mercedes á þeirri seinni. 7. júní 2014 11:45 Renault loksins með fullt afl í Kanada Franski bílaframleiðandinn telur að vélar sínar séu nú lausar við vandamálin sem hrjáðu þær í byrjun tímabilsins. 4. júní 2014 09:00 Mest lesið Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Handbolti Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september Enski boltinn Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti Ekkert mark í grannaslagnum Enski boltinn Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Íslenski boltinn „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Golf Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Handbolti Tveir létust í hjólreiðakeppni Sport „Ég er 100% pirraður“ Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira
Mercedes á meira inni Sam Bird, fyrrverandi þróunarökumaður Mercedes liðsins í Formúlu 1, telur að liðið eigi enn eftir að sýna fulla hæfni W05 bílsins. 5. júní 2014 19:00
Rosberg á ráspól í Kanada Mercedes menn halda áfram að drottna í Formúlu 1. Nico Rosberg hafði betur gegn liðsfélaga sínum Lewis Hamilton hjá Mercedes í tímatökunni fyrir kanadíska kappaksturinn. Sebastian Vettel varð þriðji og Williams mennirnir Valtteri Bottas og Felipe Massa fylgdu Vettel fast á eftir. 7. júní 2014 18:07
Alonso og Hamilton fljótastir Tvær æfingar fyrir kanadíska kappaksturinn fóru fram í gær. Fernando Alonso á Ferrari var fljótastur á fyrri æfingu dagsins en Lewis Hamilton á Mercedes á þeirri seinni. 7. júní 2014 11:45
Renault loksins með fullt afl í Kanada Franski bílaframleiðandinn telur að vélar sínar séu nú lausar við vandamálin sem hrjáðu þær í byrjun tímabilsins. 4. júní 2014 09:00