Saksóknari vissi ekki af ættartengslum dómara í Aurum-máli Þorbjörn Þórðarson skrifar 8. júní 2014 13:22 Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari Sverrir Ólafsson, sem var sérfróður meðdómsmaður í Aurum-málinu, er bróðir Ólafs Ólafssonar kaupsýslumanns sem kenndur er við Samskip. Ólafur var ákærður af sérstökum saksóknara og síðar dæmdur í Al-Thani málinu. Sérstakur saksóknari hafði ekki upplýsingar um ætterni Sverris og segir að hann hefði hreyft mótmælum hefði það legið fyrir. Í Aurum-málinu voru Lárus Welding og tveir aðrir fyrrverandi starfsmenn Glitnis, Magnús Arnar Ásgrímsson og Bjarni Jóhanneson ákærðir fyrir umboðssvik og hlutdeild í umboðssvikum vegna láns til félagsins FS38 ehf. þá var Jón Ásgeir Jóhannesson sem var hluthafi í Glitni ákærður fyrir hlutdeild í brotum Lárusar Welding og Magnúsar Arnars, en hlutdeild samkvæmt hegningarlögum er liðsinni í orði eða verki, fortölur eða hvatning um að afbrot sé framið. Allir ákærðu voru sýknaðir en einn dómari, Arngrímur Ísberg, skilaði séráliti og taldi sannað að umboðssvik hefðu átt sér stað og vildi sakfella Lárus Welding og Magnús Arnar Ásgrímsson. Þá vildi hann sakfella Jón Ásgeir fyrir hlutdeild í brotum Lárusar og Magnúsar Arnars. Meirihluti dómara, Guðjón Marteinsson og Sverrir Ólafsson prófessor í verkfræði, sem var sérfróður meðdómsmaður í málinu, vildi sýkna ákærðu. Sverrir er eins og framan greinir bróðir Ólafs Ólafssonar kaupsýslumanns sem var annar stærsti hluthafi Kaupþings fyrir hrunið. Ólafur var ákærður af sérstökum saksóknara og dæmdur í fangelsi í Al-Thani málinu, en því hefur verið áfrýjað til Hæstaréttar. Í Aurum-málinu var sakarefnið umboðssvik, en það sakarefni var m.a. undir í Al-Thani málinu.Í g-lið 6. gr. laga um meðferð sakamála er ákvæði um sérstakt hæfi dómara en þar segir að dómarar séu vanhæfir ef fyrir hendi séu „önnur atvik eða aðstæður sem séu til þess fallin að draga óhlutdrægni þeirra með réttu í efa." Dómarar huga sjálfir að hæfi sínu og úrskurða raunar sjálfir um eigið hæfi sé það dregið í efa. Ólafur Þór Hauksson sérstakur saksóknari flutti málið sjálfur fyrir héraðsdómi. Hefði mótmælt skipun SverrisVissi embætti sérstaks saksóknara af því að Sverrir Ólafsson væri bróðir Ólafs Ólafssonar? „Nei, slíkar upplýsingar komu ekki fram undir rekstri málsins fyrir dómi eða fyrir aðalmeðferðina,“ segir Ólafur Þór Hauksson. Hefðir þú sem saksóknari í málinu hreyft mótmælum við tilnefningu hans hefðir þú haft þessar upplýsingar? „Já, ég hefði talið að það væri tilefni til að gera athugasemdir við það.“Getur dómari litið hlutlaust á málatilbúnað ákæruvaldsins ef ákæruvaldið er saksóknaraembætti sem hefur áður ákært bróður hans? „Það er allavega vert að gefa því sérstakan gaum og taka það til skoðunar og velta því upp hvort viðkomandi sé hæfur til að taka sæti í dómi undir slíkum kringumstæðum.“ Tekin hefur verið ákvörðun um að áfrýja dómnum í Aurum-málinu til Hæstaréttar. Ólafur Þór segir að það verði mat ríkissaksóknara hvort vakin verði athygli á þessu fyrir Hæstarétti eða hvort krafist verði ómerkingar héraðsdóms á þessum forsendum. „Þetta lá ekki fyrir þegar málið var rekið fyrir héraði og ég hefði talið eðlilegt að þetta hefði komið fram áður en viðkomandi aðili hefði tekið sæti í dómnum,“ segir Ólafur Þór. Aurum Holding málið Tengdar fréttir Aurum málið: Býst við sýknu allra sakborninganna Málflutningi er lokið í Aurum málinu og telur Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, sérstakan saksóknara ekki hafa tekist að sanna sekt sakborninganna fjögurra. 16. maí 2014 19:36 Allir sýknaðir í Aurum-málinu Dómsuppsaga í Aurum-málinu var í morgun í Héraðsdómi Reykjavíkur en allir ákærðu voru sýknaðir. Ríkið þarf að greiða verjendunum samtals um 45 milljónir í lögmannskostnað vegna málsins. 5. júní 2014 09:35 Framhald aðalmeðferðar í Aurum-málinu Framhald aðalmeðferðar í Aurum Holding-málinu svokallaða heldur áfram í dag. 14. maí 2014 09:46 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Fleiri fréttir Suðurstrandarvegi lokað eftir árekstur „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Sjá meira
Sverrir Ólafsson, sem var sérfróður meðdómsmaður í Aurum-málinu, er bróðir Ólafs Ólafssonar kaupsýslumanns sem kenndur er við Samskip. Ólafur var ákærður af sérstökum saksóknara og síðar dæmdur í Al-Thani málinu. Sérstakur saksóknari hafði ekki upplýsingar um ætterni Sverris og segir að hann hefði hreyft mótmælum hefði það legið fyrir. Í Aurum-málinu voru Lárus Welding og tveir aðrir fyrrverandi starfsmenn Glitnis, Magnús Arnar Ásgrímsson og Bjarni Jóhanneson ákærðir fyrir umboðssvik og hlutdeild í umboðssvikum vegna láns til félagsins FS38 ehf. þá var Jón Ásgeir Jóhannesson sem var hluthafi í Glitni ákærður fyrir hlutdeild í brotum Lárusar Welding og Magnúsar Arnars, en hlutdeild samkvæmt hegningarlögum er liðsinni í orði eða verki, fortölur eða hvatning um að afbrot sé framið. Allir ákærðu voru sýknaðir en einn dómari, Arngrímur Ísberg, skilaði séráliti og taldi sannað að umboðssvik hefðu átt sér stað og vildi sakfella Lárus Welding og Magnús Arnar Ásgrímsson. Þá vildi hann sakfella Jón Ásgeir fyrir hlutdeild í brotum Lárusar og Magnúsar Arnars. Meirihluti dómara, Guðjón Marteinsson og Sverrir Ólafsson prófessor í verkfræði, sem var sérfróður meðdómsmaður í málinu, vildi sýkna ákærðu. Sverrir er eins og framan greinir bróðir Ólafs Ólafssonar kaupsýslumanns sem var annar stærsti hluthafi Kaupþings fyrir hrunið. Ólafur var ákærður af sérstökum saksóknara og dæmdur í fangelsi í Al-Thani málinu, en því hefur verið áfrýjað til Hæstaréttar. Í Aurum-málinu var sakarefnið umboðssvik, en það sakarefni var m.a. undir í Al-Thani málinu.Í g-lið 6. gr. laga um meðferð sakamála er ákvæði um sérstakt hæfi dómara en þar segir að dómarar séu vanhæfir ef fyrir hendi séu „önnur atvik eða aðstæður sem séu til þess fallin að draga óhlutdrægni þeirra með réttu í efa." Dómarar huga sjálfir að hæfi sínu og úrskurða raunar sjálfir um eigið hæfi sé það dregið í efa. Ólafur Þór Hauksson sérstakur saksóknari flutti málið sjálfur fyrir héraðsdómi. Hefði mótmælt skipun SverrisVissi embætti sérstaks saksóknara af því að Sverrir Ólafsson væri bróðir Ólafs Ólafssonar? „Nei, slíkar upplýsingar komu ekki fram undir rekstri málsins fyrir dómi eða fyrir aðalmeðferðina,“ segir Ólafur Þór Hauksson. Hefðir þú sem saksóknari í málinu hreyft mótmælum við tilnefningu hans hefðir þú haft þessar upplýsingar? „Já, ég hefði talið að það væri tilefni til að gera athugasemdir við það.“Getur dómari litið hlutlaust á málatilbúnað ákæruvaldsins ef ákæruvaldið er saksóknaraembætti sem hefur áður ákært bróður hans? „Það er allavega vert að gefa því sérstakan gaum og taka það til skoðunar og velta því upp hvort viðkomandi sé hæfur til að taka sæti í dómi undir slíkum kringumstæðum.“ Tekin hefur verið ákvörðun um að áfrýja dómnum í Aurum-málinu til Hæstaréttar. Ólafur Þór segir að það verði mat ríkissaksóknara hvort vakin verði athygli á þessu fyrir Hæstarétti eða hvort krafist verði ómerkingar héraðsdóms á þessum forsendum. „Þetta lá ekki fyrir þegar málið var rekið fyrir héraði og ég hefði talið eðlilegt að þetta hefði komið fram áður en viðkomandi aðili hefði tekið sæti í dómnum,“ segir Ólafur Þór.
Aurum Holding málið Tengdar fréttir Aurum málið: Býst við sýknu allra sakborninganna Málflutningi er lokið í Aurum málinu og telur Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, sérstakan saksóknara ekki hafa tekist að sanna sekt sakborninganna fjögurra. 16. maí 2014 19:36 Allir sýknaðir í Aurum-málinu Dómsuppsaga í Aurum-málinu var í morgun í Héraðsdómi Reykjavíkur en allir ákærðu voru sýknaðir. Ríkið þarf að greiða verjendunum samtals um 45 milljónir í lögmannskostnað vegna málsins. 5. júní 2014 09:35 Framhald aðalmeðferðar í Aurum-málinu Framhald aðalmeðferðar í Aurum Holding-málinu svokallaða heldur áfram í dag. 14. maí 2014 09:46 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Fleiri fréttir Suðurstrandarvegi lokað eftir árekstur „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Sjá meira
Aurum málið: Býst við sýknu allra sakborninganna Málflutningi er lokið í Aurum málinu og telur Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, sérstakan saksóknara ekki hafa tekist að sanna sekt sakborninganna fjögurra. 16. maí 2014 19:36
Allir sýknaðir í Aurum-málinu Dómsuppsaga í Aurum-málinu var í morgun í Héraðsdómi Reykjavíkur en allir ákærðu voru sýknaðir. Ríkið þarf að greiða verjendunum samtals um 45 milljónir í lögmannskostnað vegna málsins. 5. júní 2014 09:35
Framhald aðalmeðferðar í Aurum-málinu Framhald aðalmeðferðar í Aurum Holding-málinu svokallaða heldur áfram í dag. 14. maí 2014 09:46