Aðför að réttarríkinu að beita sönnunargögnum sem aflað er ólöglega Þorbjörn Þórðarson skrifar 6. júní 2014 20:00 Ragnar Aðalsteinsson sem hefur sinnt verjendastörfum í sakamálum í meira en hálfa öld og sérhæft sig í mannréttindum segir það aðför að réttarríkinu þegar ákæruvaldið notar sönnunargögn sem aflað er með ólögmætum hætti. Sérstakur saksóknari braut lög þegar hann hleraði samtöl verjenda og skjólastæðinga í Ímon-málinu. Í Ímon-málinu voru þau Sigurjón Þ. Árnason og Elín Sigfúsdóttir sýknuð en Steinþór Gunnarsson fyrrverandi forstöðumaður verðbréfamiðlunar Landsbankans dæmdur í 9 mánaða fangelsi en þar af eru 6 mánuðir skilorðsbundnir. Í Aurum-málinu voru allir ákærðu sýknaðir en niðurstaðan þykir áfall fyrir embætti sérstaks saksóknara, enda var reitt hátt til höggs. Sá kafli dómsins í Imon-málinu sem fjallar um hleranir sérstaks saksóknara á símtölum verjenda og sakborninga, hefur vakið athygli en í dómnum segir: „Með vísan til 1. mgr. 36. gr. laga um meðferð sakamála bar rannsakanda að láta af símhlustun og stöðva upptöku þegar ljóst var að um var að ræða samtal milli ákærðu og verjenda þeirra. Samkvæmt lokamálslið 1. mgr. 85. gr. sömu laga bar jafnframt að farga upptökum símtalanna þegar í stað. Hvorugt var gert og fólu framangreindar rannsóknaraðgerðir, eins og að þeim var staðið, í sér brot gegn tilvitnuðum ákvæðum laga um meðferð sakamála.Ergo, starfsmenn sérstaks saksóknara brutu lög.“ Ragnar Aðalsteinsson hefur verið lögmaður og verjandi í sakamálum í meira en hálfa öld. Réttindi sakbornings til þess að geta átt samskipti í trúnaði við verjanda, eru varin af stjórnarskránni og Mannréttindasáttamála Evrópu en trúnaðarsamband verjanda og sakbornings fellur undir réttinn til að njóta réttlátrar málsmeðferðar. Bæði á rannsóknarstigi og fyrir dómi. Ragnar segir það hættulegt fyrir réttarríkið ef dómstólar dæma á grundvelli sönnunargagna sem aflað er með ólögmætum hætti. Ragnar segir að hluti af réttindum sakbornings sé að njóta þess sem kallað er „raunhæf vörn.“ Til að ná þessu markmiði þurfi sakborningur að geta átt í samskipti í trúnaði við verjanda sinn. Hann nefnir í þessu samhengi að ákæruvaldið geti ekki lesið bréf sakborninga til verjenda, sem send eru í gæsluvarðhaldi. Þá segir hann það mjög alvarlegan hlut að lögregla hlusti á samtöl verjanda og sakbornings. Rætt var við Ragnar í kvöldfréttum Stöðvar 2 en viðtalið má sjá í meðfylgjandi myndskeiði. Aurum Holding málið Mest lesið Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Fleiri fréttir „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Sjá meira
Ragnar Aðalsteinsson sem hefur sinnt verjendastörfum í sakamálum í meira en hálfa öld og sérhæft sig í mannréttindum segir það aðför að réttarríkinu þegar ákæruvaldið notar sönnunargögn sem aflað er með ólögmætum hætti. Sérstakur saksóknari braut lög þegar hann hleraði samtöl verjenda og skjólastæðinga í Ímon-málinu. Í Ímon-málinu voru þau Sigurjón Þ. Árnason og Elín Sigfúsdóttir sýknuð en Steinþór Gunnarsson fyrrverandi forstöðumaður verðbréfamiðlunar Landsbankans dæmdur í 9 mánaða fangelsi en þar af eru 6 mánuðir skilorðsbundnir. Í Aurum-málinu voru allir ákærðu sýknaðir en niðurstaðan þykir áfall fyrir embætti sérstaks saksóknara, enda var reitt hátt til höggs. Sá kafli dómsins í Imon-málinu sem fjallar um hleranir sérstaks saksóknara á símtölum verjenda og sakborninga, hefur vakið athygli en í dómnum segir: „Með vísan til 1. mgr. 36. gr. laga um meðferð sakamála bar rannsakanda að láta af símhlustun og stöðva upptöku þegar ljóst var að um var að ræða samtal milli ákærðu og verjenda þeirra. Samkvæmt lokamálslið 1. mgr. 85. gr. sömu laga bar jafnframt að farga upptökum símtalanna þegar í stað. Hvorugt var gert og fólu framangreindar rannsóknaraðgerðir, eins og að þeim var staðið, í sér brot gegn tilvitnuðum ákvæðum laga um meðferð sakamála.Ergo, starfsmenn sérstaks saksóknara brutu lög.“ Ragnar Aðalsteinsson hefur verið lögmaður og verjandi í sakamálum í meira en hálfa öld. Réttindi sakbornings til þess að geta átt samskipti í trúnaði við verjanda, eru varin af stjórnarskránni og Mannréttindasáttamála Evrópu en trúnaðarsamband verjanda og sakbornings fellur undir réttinn til að njóta réttlátrar málsmeðferðar. Bæði á rannsóknarstigi og fyrir dómi. Ragnar segir það hættulegt fyrir réttarríkið ef dómstólar dæma á grundvelli sönnunargagna sem aflað er með ólögmætum hætti. Ragnar segir að hluti af réttindum sakbornings sé að njóta þess sem kallað er „raunhæf vörn.“ Til að ná þessu markmiði þurfi sakborningur að geta átt í samskipti í trúnaði við verjanda sinn. Hann nefnir í þessu samhengi að ákæruvaldið geti ekki lesið bréf sakborninga til verjenda, sem send eru í gæsluvarðhaldi. Þá segir hann það mjög alvarlegan hlut að lögregla hlusti á samtöl verjanda og sakbornings. Rætt var við Ragnar í kvöldfréttum Stöðvar 2 en viðtalið má sjá í meðfylgjandi myndskeiði.
Aurum Holding málið Mest lesið Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Fleiri fréttir „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Sjá meira