Mat sérstaks saksóknara rangt – dómarnir áfall Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 6. júní 2014 10:06 Kristín Edwald, hæstaréttarlögmaður, gagnrýnir embætti sérstaks saksóknara í kjölfar dómsuppkvaðningar í Aurum-málinu svokallaða. Dómur var kveðinn upp í málinu í gær. Eins og kunnugt er voru allir ákærðu sýknaðir. „Dómarnir hljóta að vera áfall fyrir embætti sérstaks saksóknara. Það á ekki að gefa út ákæru í máli nema saksóknari, eða sá sem gefur út ákæruna, telji að það sem fram sé komið sé nægjanlegt og líklegt til sakfellis,“ segir Kristín. „Af þessum dómur tveimur verður ráðið, og það verður glöggt ráðið af þeim,“ ítrekar hún, „að það mat sérstaks saksóknara hafi verið rangt í þessum málum.“ Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, var ekki viðstaddur dómsuppkvaðningarnar í gær þar sem hann var erlendis en Arnþrúður Þórarinsdóttir, saksóknari hjá embættinu, segir að ákæruvaldið muni nú leggjast yfir dómana og taka ákvörðun um hvort að niðurstöðunum verði áfrýjað til Hæstaréttar. „Þetta var ekki það sem var lagt upp með þannig að við getum ekki tjáð okkur um það,“ segir Arnþrúður. „En þetta er ekki það sem við fórum af stað með í málunum.“ Hún segir matið í þessum málum ekki hafa verið öðruvísi en gengur og gerist í sakamálum almennt. „Við vissulega tökum bara það mat sem er gert í öðrum sakamálum hvort það sé líklegt til sakfellis. Þess vegna förum við af stað með þau, í þessum tilvikum eru niðurstöðurnar ekki í samræmi við þetta mat.“ Í málinu voru þeir Lárus Welding, Jón Ásgeir Jóhannesson, fjárfestir, Magnús Arnar Arngrímsson og Bjarni Jóhannesson, sem báðir voru starfsmenn Glitnis, ákærðir fyrir umboðssvik vegna sex milljarða króna láns sem Glitnir veitti félaginu FS38 ehf. sem var í eigu Pálma Haraldssonar, vegna kaupa á félaginu Aurum Holdings Ltd. Einn þriggja dómara skilaði sérákvæði og taldi að sakfella ætti Lárus, Magnús Arnar og Jón Ásgeir fyrir umboðssvik og hlutdeild í þeim. Aurum Holding málið Tengdar fréttir Segja Jón Ásgeir ætla aftur á smásölumarkað í Bretlandi Heimildarmaður Telegraph segir að endurkoma Jóns Ásgeirs í Bretlandi kæmi ekki á óvart. 5. júní 2014 22:57 Allir sýknaðir í Aurum-málinu Dómsuppsaga í Aurum-málinu var í morgun í Héraðsdómi Reykjavíkur en allir ákærðu voru sýknaðir. Ríkið þarf að greiða verjendunum samtals um 45 milljónir í lögmannskostnað vegna málsins. 5. júní 2014 09:35 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Innlent Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Innlent Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Innlent Fleiri fréttir Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Sjá meira
Kristín Edwald, hæstaréttarlögmaður, gagnrýnir embætti sérstaks saksóknara í kjölfar dómsuppkvaðningar í Aurum-málinu svokallaða. Dómur var kveðinn upp í málinu í gær. Eins og kunnugt er voru allir ákærðu sýknaðir. „Dómarnir hljóta að vera áfall fyrir embætti sérstaks saksóknara. Það á ekki að gefa út ákæru í máli nema saksóknari, eða sá sem gefur út ákæruna, telji að það sem fram sé komið sé nægjanlegt og líklegt til sakfellis,“ segir Kristín. „Af þessum dómur tveimur verður ráðið, og það verður glöggt ráðið af þeim,“ ítrekar hún, „að það mat sérstaks saksóknara hafi verið rangt í þessum málum.“ Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, var ekki viðstaddur dómsuppkvaðningarnar í gær þar sem hann var erlendis en Arnþrúður Þórarinsdóttir, saksóknari hjá embættinu, segir að ákæruvaldið muni nú leggjast yfir dómana og taka ákvörðun um hvort að niðurstöðunum verði áfrýjað til Hæstaréttar. „Þetta var ekki það sem var lagt upp með þannig að við getum ekki tjáð okkur um það,“ segir Arnþrúður. „En þetta er ekki það sem við fórum af stað með í málunum.“ Hún segir matið í þessum málum ekki hafa verið öðruvísi en gengur og gerist í sakamálum almennt. „Við vissulega tökum bara það mat sem er gert í öðrum sakamálum hvort það sé líklegt til sakfellis. Þess vegna förum við af stað með þau, í þessum tilvikum eru niðurstöðurnar ekki í samræmi við þetta mat.“ Í málinu voru þeir Lárus Welding, Jón Ásgeir Jóhannesson, fjárfestir, Magnús Arnar Arngrímsson og Bjarni Jóhannesson, sem báðir voru starfsmenn Glitnis, ákærðir fyrir umboðssvik vegna sex milljarða króna láns sem Glitnir veitti félaginu FS38 ehf. sem var í eigu Pálma Haraldssonar, vegna kaupa á félaginu Aurum Holdings Ltd. Einn þriggja dómara skilaði sérákvæði og taldi að sakfella ætti Lárus, Magnús Arnar og Jón Ásgeir fyrir umboðssvik og hlutdeild í þeim.
Aurum Holding málið Tengdar fréttir Segja Jón Ásgeir ætla aftur á smásölumarkað í Bretlandi Heimildarmaður Telegraph segir að endurkoma Jóns Ásgeirs í Bretlandi kæmi ekki á óvart. 5. júní 2014 22:57 Allir sýknaðir í Aurum-málinu Dómsuppsaga í Aurum-málinu var í morgun í Héraðsdómi Reykjavíkur en allir ákærðu voru sýknaðir. Ríkið þarf að greiða verjendunum samtals um 45 milljónir í lögmannskostnað vegna málsins. 5. júní 2014 09:35 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Innlent Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Innlent Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Innlent Fleiri fréttir Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Sjá meira
Segja Jón Ásgeir ætla aftur á smásölumarkað í Bretlandi Heimildarmaður Telegraph segir að endurkoma Jóns Ásgeirs í Bretlandi kæmi ekki á óvart. 5. júní 2014 22:57
Allir sýknaðir í Aurum-málinu Dómsuppsaga í Aurum-málinu var í morgun í Héraðsdómi Reykjavíkur en allir ákærðu voru sýknaðir. Ríkið þarf að greiða verjendunum samtals um 45 milljónir í lögmannskostnað vegna málsins. 5. júní 2014 09:35