Nýtt stýrikerfi Apple getur gagnast sykursjúkum Randver Kári Randversson skrifar 3. júní 2014 12:15 Frá kynningu nýja stýrikerfisins í San Francisco í gær. Mynd/AFP Apple kynnti í gær nýjar útgáfur af stýrikerfunum iOS, fyrir iPhone, og OS X, fyrir tölvur fyrirtækisins. Með iOS 8 og OS X Yosemite, sem væntanleg eru í haust, verður hægt að framkvæma enn fleiri aðgerðir í Mac-tölvu, eða iPad, með iPhone-síma. Sigurður Helgi Ellertsson hjá Macland telur stærstu breytinguna felast í því að iPhone-síminn og Apple tölvur vinna nú enn betur saman en áður hefur verið. Þá munu notendur geta tekið á móti símtölum og sent smáskilaboð úr tölvunni sinni í android-síma, sem hingað til hefur aðeins verið mögulegt ef hinn aðilinn er líka Apple notandi. Af þeim nýju forritum sem iOS 8 býður upp á má helst nefna heilsuappið Health, en það mælir lífsmörk notenda s.s. blópþrýsting og púls, og getur sent þær upplýsingar með sjálfvirkum hætti til læknis viðkomandi notanda. Einnig getur appið gagnast sykursjúkum, en með hjálp sérstaks aukabúnaðar getur það mælt blóðsykur notandans og safnað upplýsingum um blóðsykurssveiflur. Eins og fjallað var um á Vísi í gær verður iPhone 4s elsta útgáfan af iPhone sem mun styðja nýja stýrikerfið. Sigurður telur það vera eðlilegt þegar um slíkar uppfærslur á hugbúnaði er að ræða og í takt við þróunina hjá Apple. Til að mynda hafi iPhone 3GS ekki getað keyrt iOS 7, sem er sú útgáfa stýrikerfisins sem nú er á markaði. Eldri útgáfur hafi einfaldlega ekki vélbúnað til að geta keyrt þennan nýja hugbúnað. Ennfremur segir Sigurður margt benda til að ný útgáfa af iPhone verði kynnt í haust, sem muni notast við iOS 8, en það hljóta að teljast gleðitíðindi fyrir aðdáendur iPhone. Mest lesið Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Viðskipti innlent Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Apple kynnti í gær nýjar útgáfur af stýrikerfunum iOS, fyrir iPhone, og OS X, fyrir tölvur fyrirtækisins. Með iOS 8 og OS X Yosemite, sem væntanleg eru í haust, verður hægt að framkvæma enn fleiri aðgerðir í Mac-tölvu, eða iPad, með iPhone-síma. Sigurður Helgi Ellertsson hjá Macland telur stærstu breytinguna felast í því að iPhone-síminn og Apple tölvur vinna nú enn betur saman en áður hefur verið. Þá munu notendur geta tekið á móti símtölum og sent smáskilaboð úr tölvunni sinni í android-síma, sem hingað til hefur aðeins verið mögulegt ef hinn aðilinn er líka Apple notandi. Af þeim nýju forritum sem iOS 8 býður upp á má helst nefna heilsuappið Health, en það mælir lífsmörk notenda s.s. blópþrýsting og púls, og getur sent þær upplýsingar með sjálfvirkum hætti til læknis viðkomandi notanda. Einnig getur appið gagnast sykursjúkum, en með hjálp sérstaks aukabúnaðar getur það mælt blóðsykur notandans og safnað upplýsingum um blóðsykurssveiflur. Eins og fjallað var um á Vísi í gær verður iPhone 4s elsta útgáfan af iPhone sem mun styðja nýja stýrikerfið. Sigurður telur það vera eðlilegt þegar um slíkar uppfærslur á hugbúnaði er að ræða og í takt við þróunina hjá Apple. Til að mynda hafi iPhone 3GS ekki getað keyrt iOS 7, sem er sú útgáfa stýrikerfisins sem nú er á markaði. Eldri útgáfur hafi einfaldlega ekki vélbúnað til að geta keyrt þennan nýja hugbúnað. Ennfremur segir Sigurður margt benda til að ný útgáfa af iPhone verði kynnt í haust, sem muni notast við iOS 8, en það hljóta að teljast gleðitíðindi fyrir aðdáendur iPhone.
Mest lesið Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Viðskipti innlent Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent
Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent