„Fari svo, eru kosningarnar ógildar“ Samúel Karl Ólason skrifar 2. júní 2014 18:37 Vísir/Pjetur „Já ég er að skoða þetta í fullri alvöru og hef tíma fram á föstudag,“ segir Björgvin E. Vídalín, formaður Dögunar. Hann hyggst kæra framboð Framsóknarflokksins í Reykjavík. Á föstudaginn rennur ákærufrestur vegna kosninganna út. Sagt var frá því á Vísi fyrir helgi að Þjóðskrá hefði lögheimilisskráningu Sveinbjargar Birnu Sveinbjarnardóttur, oddvita framsóknarmanna í Reykjavík, til athugunar. Sveinbjörg er með lögheimili skráð í Reykjavík, en hefur sagst búa í Kópavogi. DV sagði frá því fyrr í dag að Björgvin hefði hug á að kæra framboðið. „Ég ráðfæri mig við ýmsa menn, en það verður af þessu. Í mínum huga er þetta þannig mál að nauðsynlegt sé að fá úr því skorið,“ segir Björgvin. „Búseta er samkvæmt lögum þar sem búslóð er og þar sem manneskjan dvelur meiri part ársins, auk fleiri atriða.“ „Þó hún hafi afdrep í Reykjavík, er það ekki næg ástæða til að hún sé kjörgeng að mínu mati.“ Eins og áður hefur komið fram hefur Þjóðskrá lögheimilisskráningu Sveinbjargar til athugunar. Mál Sigurbjargar er í hefðbundinni málsmeðferð hjá Þjóðskrá, en að henni lokinni verður ákvörðun tekin um hvort lögheimilisskráning skuli vera óbreytt, eða viðkomandi skuli skráður til lögheimilis annarsstaðar. „Fari svo, þá eru kosningarnar ógildar, að mínu mati. Það væri ekki bara hægt að færa næstu manneskju upp, heldur er kosningin ógild og kjósa þarf upp á nýtt,“ segir Björgvin. Björgvin hefur þó ekki lagt fram kæru enn. „Það er verið að skoða þetta, en það mun verða að þessu.“ Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Sjá meira
„Já ég er að skoða þetta í fullri alvöru og hef tíma fram á föstudag,“ segir Björgvin E. Vídalín, formaður Dögunar. Hann hyggst kæra framboð Framsóknarflokksins í Reykjavík. Á föstudaginn rennur ákærufrestur vegna kosninganna út. Sagt var frá því á Vísi fyrir helgi að Þjóðskrá hefði lögheimilisskráningu Sveinbjargar Birnu Sveinbjarnardóttur, oddvita framsóknarmanna í Reykjavík, til athugunar. Sveinbjörg er með lögheimili skráð í Reykjavík, en hefur sagst búa í Kópavogi. DV sagði frá því fyrr í dag að Björgvin hefði hug á að kæra framboðið. „Ég ráðfæri mig við ýmsa menn, en það verður af þessu. Í mínum huga er þetta þannig mál að nauðsynlegt sé að fá úr því skorið,“ segir Björgvin. „Búseta er samkvæmt lögum þar sem búslóð er og þar sem manneskjan dvelur meiri part ársins, auk fleiri atriða.“ „Þó hún hafi afdrep í Reykjavík, er það ekki næg ástæða til að hún sé kjörgeng að mínu mati.“ Eins og áður hefur komið fram hefur Þjóðskrá lögheimilisskráningu Sveinbjargar til athugunar. Mál Sigurbjargar er í hefðbundinni málsmeðferð hjá Þjóðskrá, en að henni lokinni verður ákvörðun tekin um hvort lögheimilisskráning skuli vera óbreytt, eða viðkomandi skuli skráður til lögheimilis annarsstaðar. „Fari svo, þá eru kosningarnar ógildar, að mínu mati. Það væri ekki bara hægt að færa næstu manneskju upp, heldur er kosningin ógild og kjósa þarf upp á nýtt,“ segir Björgvin. Björgvin hefur þó ekki lagt fram kæru enn. „Það er verið að skoða þetta, en það mun verða að þessu.“
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Sjá meira