Gunnar Einarsson verður áfram bæjarstjóri Kjartan Atli Kjartansson skrifar 2. júní 2014 13:48 Gunnar Einarsson hefur verið bæjarstjóri í níu ár. Gunnar Einarsson mun halda áfram sem bæjarstjóri Garðabæjar, eftir að Sjálfstæðisflokkurinn þar í bæ fékk hreinan meirihluta. Gunnar var í áttunda sæti lista Sjálfstæðisflokksins, en flokkurinn fékk sjö bæjarfulltrúa af ellefu. Þetta voru fyrstu kosningarnar eftir sameiningu Garðabæjar og Álftaness. Í síðustu kosningum fékk Sjálfstæðisflokkurinn í Garðabæ 63,5% og 47,2% á Álftanesi. Í nýafstöðnum kosningum fékk flokkurinn 58,8%. „Já, ef við skoðum úrslitin í samræmi við gengi flokkanna í báðum sveitarfélögum kemur í ljós að við höldum okkar fylgi,“ segir Gunnar. Gunnar rifjar upp erfið mál á síðasta kjörtímabili, til dæmis sameiningu sveitarfélaganna tveggja og staðsetningu nýs Álftanesvegar. Hann telur það fínan árangur að hafa haldið því fylgi sem flokkurinn var með í sveitarfélögunum tveimur. „Það er greinilegt að meirihluti Garðbæinga var ánægður með störf okkar og við erum þakklát fyrir það. Við ætlum því bara að halda áfram okkar góða starfi. Við gáfum út 90 fyrirheit fyrir kosningar. Við byrjum strax á því að vinna í að efna þau. Fyrsti bæjarstjórnarfundur verður 19. júní og við erum bara tilbúin.“ Gunnar tók áttunda sætið á lista Sjálfstæðisflokksins til þess að stilla til friðar innan flokksins. Uppstillingarnefnd flokksins setti hann upphaflega í efsta sætið á nokkuð umdeildum lista. Þrír reyndir bæjarfulltrúar voru neðarlega á lista og voru ósáttir við það. Þeir Páll Hilmarsson og Stefán Konráðsson þáðu ekki tuttugasta og tuttugasta og fyrsta sæti listans, enda sóttust þeir eftir því að halda starfi sínu í bæjarstjórn áfram. Sturla Þorsteinsson átti upphaflega að vera í áttunda sæti listans, en Gunnar bauðst til þess að fara í það sæti og var Sturlu boðið sjöunda sætið á listanum sem hann þáði og komst inn í bæjarstjórn. Gunnar hefur gegnt embætti bæjarstjóra í níu ár og hefur ekki áður tekið þátt í framboði á vegum sjálfstæðismanna síðan hann var ráðinn bæjarstjóri þann 24. maí árið 2005. Gunnar hefur starfað hjá Garðabæ frá árinu 1980, fyrst sem íþrótta- og tómstundafulltrúi og síðar sem forstöðumaður fræðslu- og menningarsviðs. Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki Sjá meira
Gunnar Einarsson mun halda áfram sem bæjarstjóri Garðabæjar, eftir að Sjálfstæðisflokkurinn þar í bæ fékk hreinan meirihluta. Gunnar var í áttunda sæti lista Sjálfstæðisflokksins, en flokkurinn fékk sjö bæjarfulltrúa af ellefu. Þetta voru fyrstu kosningarnar eftir sameiningu Garðabæjar og Álftaness. Í síðustu kosningum fékk Sjálfstæðisflokkurinn í Garðabæ 63,5% og 47,2% á Álftanesi. Í nýafstöðnum kosningum fékk flokkurinn 58,8%. „Já, ef við skoðum úrslitin í samræmi við gengi flokkanna í báðum sveitarfélögum kemur í ljós að við höldum okkar fylgi,“ segir Gunnar. Gunnar rifjar upp erfið mál á síðasta kjörtímabili, til dæmis sameiningu sveitarfélaganna tveggja og staðsetningu nýs Álftanesvegar. Hann telur það fínan árangur að hafa haldið því fylgi sem flokkurinn var með í sveitarfélögunum tveimur. „Það er greinilegt að meirihluti Garðbæinga var ánægður með störf okkar og við erum þakklát fyrir það. Við ætlum því bara að halda áfram okkar góða starfi. Við gáfum út 90 fyrirheit fyrir kosningar. Við byrjum strax á því að vinna í að efna þau. Fyrsti bæjarstjórnarfundur verður 19. júní og við erum bara tilbúin.“ Gunnar tók áttunda sætið á lista Sjálfstæðisflokksins til þess að stilla til friðar innan flokksins. Uppstillingarnefnd flokksins setti hann upphaflega í efsta sætið á nokkuð umdeildum lista. Þrír reyndir bæjarfulltrúar voru neðarlega á lista og voru ósáttir við það. Þeir Páll Hilmarsson og Stefán Konráðsson þáðu ekki tuttugasta og tuttugasta og fyrsta sæti listans, enda sóttust þeir eftir því að halda starfi sínu í bæjarstjórn áfram. Sturla Þorsteinsson átti upphaflega að vera í áttunda sæti listans, en Gunnar bauðst til þess að fara í það sæti og var Sturlu boðið sjöunda sætið á listanum sem hann þáði og komst inn í bæjarstjórn. Gunnar hefur gegnt embætti bæjarstjóra í níu ár og hefur ekki áður tekið þátt í framboði á vegum sjálfstæðismanna síðan hann var ráðinn bæjarstjóri þann 24. maí árið 2005. Gunnar hefur starfað hjá Garðabæ frá árinu 1980, fyrst sem íþrótta- og tómstundafulltrúi og síðar sem forstöðumaður fræðslu- og menningarsviðs.
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent