Kjörsókn hamfarir fyrir lýðræðið í landinu Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 1. júní 2014 01:51 Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur. „Þetta eru mjög dramatískar kosningar, þær eru allt öðruvísi heldur en við áttum von á. Kjörsóknin er auðvitað eitthvað það magnaðasta fall sem við höfum nokkurn tímann séð og lýsir einhverju óþoli sem við höfum aldrei nokkurn tímann upplifað áður í stjórnmálum á Íslandi,“ segir Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur í viðtali við Vísi um stöðuna eftir síðustu tölur í Reykjavík.Hamfarir fyrir lýðræðið Eiríkur segir fallið í kjörsókninni hreinar hamfarir fyrir lýðræðið í landinu. „Ég held að það sé ekkert ofsagt að segja það. Við höfum aldrei séð svona áður, bara aldrei nokkurn tímann á Íslandi séð svona lagað í almennum kosningum.“ „Svo sjáum við náttúrulega að línurnar eru mjög breyttar frá skoðanakönnunum og það hefur auðvitað eitthvað með kjörsóknina að gera,“ segir Eiríkur.Framsókn á pari við popúlíska flokka „Framsóknarflokkurinn geysist fram á grundvelli andstöðunnar við múslima og bænahús þeirra, það er ekki neitt annað sem getur útskýrt þann uppgang. Í rauninni hefur framsóknarflokkurinn keypt þessi sæti því verði að vera álitinn flokkur á pari við svona suma þá popúlísku flokka sem að hafa náð álíka árangri í Evrópu.“ Hann sgir Samfylkinguna auðvitað vinna mikinn sigur en hún sé ekki að innleysa þann sigur sem stefndi í. „Sjálfstæðisflokkurinn er að vinna einhvers kona varnarsigur og það er líka mjög merkilegt að sjá Píratana falla - en það er auðvitað kosningaþátttakan sem útskýrir það.“„Maður var búinn að sjá það í könnunum í aðdraganda kosninga að þeir væru á mjög hraðri leið niður. Það kemur mér ekkert óvart að sjá það og það er ekkert úr takti við stjórnmálasögu íslands hvernig svona framboð þróast,“ segir Eiríkur um gengi flokkanna.Hvað gerist næst?„Ég myndi nú halda að augljósast yrði að meirihlutinn verði útvíkkaður til Vinstri grænna, held að það hljóti að verða svona fyrsta skref þannig að í sjálfu sér er ekki víst að þessar niðurstöður breyti endilega stjórninni í borginni mjög mikið en ég horfi fyrst og fremst á þátttökuna, mér finnst hún vera stóra fréttin í þessu máli. Við höfum aldrei séð svona áður, bara aldrei nokkurn tímann á Íslandi séð svona lagað í almennum kosningum. Af hverju: vantraust og óþol í garð stjórnmálamanna í landinu, stjórnmálamenn hafa ekki úthald, það náttúrulega var engin kosningabarátta, hún snerist um mál sem að menn hafa ekki mikinn áhuga á, ég hef ekki hitt marga sem hafa mikinn áhuga á staðsetningu bænahúsa, samt snerist kosningabaráttan um það. Menn ná einhvern veginn ekki út, held það hafi með margt að gera, fjölmiðlaflóran er svo ótrúlega breytt, erum í miklu margbreytilegri flóru heldur en var í eina tíð. Fyrir einhverju gátu menn sagt eitthvað í sjónvarpsviðtölum sem menn heyrðu af en núna er það fámennur hópur sem fylgist með. Ætli þetta séu ekki bara Netflix áhrifin einhvern veginn,“ segir Eiríkur að lokum. Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki Sjá meira
„Þetta eru mjög dramatískar kosningar, þær eru allt öðruvísi heldur en við áttum von á. Kjörsóknin er auðvitað eitthvað það magnaðasta fall sem við höfum nokkurn tímann séð og lýsir einhverju óþoli sem við höfum aldrei nokkurn tímann upplifað áður í stjórnmálum á Íslandi,“ segir Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur í viðtali við Vísi um stöðuna eftir síðustu tölur í Reykjavík.Hamfarir fyrir lýðræðið Eiríkur segir fallið í kjörsókninni hreinar hamfarir fyrir lýðræðið í landinu. „Ég held að það sé ekkert ofsagt að segja það. Við höfum aldrei séð svona áður, bara aldrei nokkurn tímann á Íslandi séð svona lagað í almennum kosningum.“ „Svo sjáum við náttúrulega að línurnar eru mjög breyttar frá skoðanakönnunum og það hefur auðvitað eitthvað með kjörsóknina að gera,“ segir Eiríkur.Framsókn á pari við popúlíska flokka „Framsóknarflokkurinn geysist fram á grundvelli andstöðunnar við múslima og bænahús þeirra, það er ekki neitt annað sem getur útskýrt þann uppgang. Í rauninni hefur framsóknarflokkurinn keypt þessi sæti því verði að vera álitinn flokkur á pari við svona suma þá popúlísku flokka sem að hafa náð álíka árangri í Evrópu.“ Hann sgir Samfylkinguna auðvitað vinna mikinn sigur en hún sé ekki að innleysa þann sigur sem stefndi í. „Sjálfstæðisflokkurinn er að vinna einhvers kona varnarsigur og það er líka mjög merkilegt að sjá Píratana falla - en það er auðvitað kosningaþátttakan sem útskýrir það.“„Maður var búinn að sjá það í könnunum í aðdraganda kosninga að þeir væru á mjög hraðri leið niður. Það kemur mér ekkert óvart að sjá það og það er ekkert úr takti við stjórnmálasögu íslands hvernig svona framboð þróast,“ segir Eiríkur um gengi flokkanna.Hvað gerist næst?„Ég myndi nú halda að augljósast yrði að meirihlutinn verði útvíkkaður til Vinstri grænna, held að það hljóti að verða svona fyrsta skref þannig að í sjálfu sér er ekki víst að þessar niðurstöður breyti endilega stjórninni í borginni mjög mikið en ég horfi fyrst og fremst á þátttökuna, mér finnst hún vera stóra fréttin í þessu máli. Við höfum aldrei séð svona áður, bara aldrei nokkurn tímann á Íslandi séð svona lagað í almennum kosningum. Af hverju: vantraust og óþol í garð stjórnmálamanna í landinu, stjórnmálamenn hafa ekki úthald, það náttúrulega var engin kosningabarátta, hún snerist um mál sem að menn hafa ekki mikinn áhuga á, ég hef ekki hitt marga sem hafa mikinn áhuga á staðsetningu bænahúsa, samt snerist kosningabaráttan um það. Menn ná einhvern veginn ekki út, held það hafi með margt að gera, fjölmiðlaflóran er svo ótrúlega breytt, erum í miklu margbreytilegri flóru heldur en var í eina tíð. Fyrir einhverju gátu menn sagt eitthvað í sjónvarpsviðtölum sem menn heyrðu af en núna er það fámennur hópur sem fylgist með. Ætli þetta séu ekki bara Netflix áhrifin einhvern veginn,“ segir Eiríkur að lokum.
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent