Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Kjartan Kjartansson skrifar 19. nóvember 2025 13:30 Brim gaf Viðreisn hámarksupphæð sem lögaðilar mega gefa stjórnmálaflokkum í fyrra. Þegar flokkurinn komst í ríkisstjórn fékk hann samþykkt hækkun veiðigjalda. Vísir Sjávarútvegsfyrirtækin Brim og Síldarvinnslan voru á meðal stærstu fjárhagslegu bakhjarla Viðreisnar í fyrra. Ráðherra flokksins lagði fram frumvarp um hækkun veiðigjalds sem varð að lögum undir hörðum mótmælum hagsmunaaðila í sjávarútvegi fyrr á þessu ári. Brim hf. styrkti Viðreisn um 550.000 krónur í fyrra en það er hámarksupphæð sem lögaðilar mega gefa stjórnmálasamtökum á ári. Síldarvinnslan hf. gaf hálfa milljón króna í sjóði flokksins samkvæmt ársreikningi Viðreisnar sem Ríkisendurskoðun hefur yfirfarið og samþykkt. Ríkisstjórnin sem Viðreisn á sæti í átti í vök að verjast gagnvart hagsmunaðilum í sjávarútvegi vegna frumvarps um hækkun veiðigjalda á vorþingi. Hanna Katrín Friðriksson, atvinnuvegaráðherra úr röðum Viðreisnar, lagði frumvarpið fram. Frumvarpið varð ekki að lögum fyrr en eftir langvarandi málþóf stjórnarandstöðunnar á Alþingi sem lauk ekki fyrr en forseti Alþingi beitti lítt notuðu ákvæði stjórnarskrár til þess að binda enda á það. Rúmar fimmtán milljónir frá lögaðilum Lögaðilar gáfu Viðreisn samtals rúma 15,1 milljón króna í fyrra. Auk Brims gáfu sex þeirra hámarksupphæð til flokksins. Tvö þeirra eru í eigu Egils Þórs Sigurðssonar; annars vegar Egilsson ehf. sem á ritfangaverslunina A4, og eignarhaldsfélagið Sigtún. HS orka rekur meðal annars jarðvarmavirkjunina í Svartsengi.Vísir/Vilhelm Hin fjögur félögin voru Almenningsvagnar Kynnisferða, HS orka, fiskeldisfyrirtækið Kaldvík og Hofgarðar í eigu Helga Magnússonar. Stærstu eigendur Kynnisferða er fjölskylda Bjarna Benediktssonar, fyrrverandi formanns Sjálfstæðisflokksins. Ísfélagið er stór hluthafi í móðurfélagi Kaldvíkur. Þá gáfu Arion banki og Stoðir hf. hálfa milljón króna hvor ásamt Síldarvinnslunni. Þingmenn og forystan gefur sitt Einstaklingar létu rúmar 14,2 milljónir króna af hendi rakna til Viðreisnar í fyrra. Bárður G. Halldórsson og Gunnlaugur A. Jónsson gáfu hámarksupphæð sem leyfileg er. Forystusveit flokksins og þingmenn létu heldur ekki sitt eftir liggja. Pawel Bartoszek, þingmaður flokksins, gaf honum 465 þúsund krónur, og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður, 365 þúsund. Pawel Bartoszek er formaður utanríkismálanefndar Alþingis. Hann gaf flokki sínum hátt í hálfa milljón króna í fyrra.Vísir/Arnar Þingmennirnir Sigmar Guðmundsson, Þorbjörg Gunnlaugsdóttir, Guðbrandur Einarsson og Theódóra S. Þorsteinsdóttir, gáfu einnig á bilinu 300 til 360 þúsund krónur hver. Hátt í sjötíu milljónir í þingkosningarnar Afkoma viðreisnar var neikvæð um 15,2 milljónir króna í fyrra sem skýrist að mestu af kostnaði við alþingiskosningarnar fyrir ári. Kostnaður við kosningarnar nam rúmum 67 milljónum króna, tæpum tuttugu milljónum krónum minna en við kosningarnar árið 2021. Eigið fé flokksins nam tæpum átta milljónum króna við lok síðasta árs og lækkaði það um 23 milljónir frá upphafi ársins. Viðreisn Alþingi Styrkir til stjórnmálasamtaka Uppgjör og ársreikningar Mest lesið Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd Erlent Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Innlent „Nú er nóg komið“ Erlent Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Innlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent Fleiri fréttir Feikivinsæll og bóngóður galdrakarl kveður Nýr veruleiki ætli Bandaríkin að taka Grænland Segir of mikla fyrirhöfn að stöðva áfengissendingar Ekki hægt að útiloka að Bandaríkin beiti valdi á Grænlandi Færri sem greinast með inflúensu og innlögnum að fækka Fjögur þyrluútköll á einum sólarhring Utanríkismálanefnd fundaði í morgun og Rodríguez sver embættiseið Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Vara við gróðureldum vegna flugelda Bæjarstjórinn vill leiða Framsókn í Hafnarfirði Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Enn kvikusöfnun og landris og líkur á eldgosi Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Örn sækist eftir fjórða sæti í Hafnarfirði Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Jón Gnarr biðst afsökunar Dýpra samtal og samvinna við Evrópusambandið „lykilbreyta“ „Ísland stendur þétt með vinum sínum“ Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Sjá meira
Brim hf. styrkti Viðreisn um 550.000 krónur í fyrra en það er hámarksupphæð sem lögaðilar mega gefa stjórnmálasamtökum á ári. Síldarvinnslan hf. gaf hálfa milljón króna í sjóði flokksins samkvæmt ársreikningi Viðreisnar sem Ríkisendurskoðun hefur yfirfarið og samþykkt. Ríkisstjórnin sem Viðreisn á sæti í átti í vök að verjast gagnvart hagsmunaðilum í sjávarútvegi vegna frumvarps um hækkun veiðigjalda á vorþingi. Hanna Katrín Friðriksson, atvinnuvegaráðherra úr röðum Viðreisnar, lagði frumvarpið fram. Frumvarpið varð ekki að lögum fyrr en eftir langvarandi málþóf stjórnarandstöðunnar á Alþingi sem lauk ekki fyrr en forseti Alþingi beitti lítt notuðu ákvæði stjórnarskrár til þess að binda enda á það. Rúmar fimmtán milljónir frá lögaðilum Lögaðilar gáfu Viðreisn samtals rúma 15,1 milljón króna í fyrra. Auk Brims gáfu sex þeirra hámarksupphæð til flokksins. Tvö þeirra eru í eigu Egils Þórs Sigurðssonar; annars vegar Egilsson ehf. sem á ritfangaverslunina A4, og eignarhaldsfélagið Sigtún. HS orka rekur meðal annars jarðvarmavirkjunina í Svartsengi.Vísir/Vilhelm Hin fjögur félögin voru Almenningsvagnar Kynnisferða, HS orka, fiskeldisfyrirtækið Kaldvík og Hofgarðar í eigu Helga Magnússonar. Stærstu eigendur Kynnisferða er fjölskylda Bjarna Benediktssonar, fyrrverandi formanns Sjálfstæðisflokksins. Ísfélagið er stór hluthafi í móðurfélagi Kaldvíkur. Þá gáfu Arion banki og Stoðir hf. hálfa milljón króna hvor ásamt Síldarvinnslunni. Þingmenn og forystan gefur sitt Einstaklingar létu rúmar 14,2 milljónir króna af hendi rakna til Viðreisnar í fyrra. Bárður G. Halldórsson og Gunnlaugur A. Jónsson gáfu hámarksupphæð sem leyfileg er. Forystusveit flokksins og þingmenn létu heldur ekki sitt eftir liggja. Pawel Bartoszek, þingmaður flokksins, gaf honum 465 þúsund krónur, og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður, 365 þúsund. Pawel Bartoszek er formaður utanríkismálanefndar Alþingis. Hann gaf flokki sínum hátt í hálfa milljón króna í fyrra.Vísir/Arnar Þingmennirnir Sigmar Guðmundsson, Þorbjörg Gunnlaugsdóttir, Guðbrandur Einarsson og Theódóra S. Þorsteinsdóttir, gáfu einnig á bilinu 300 til 360 þúsund krónur hver. Hátt í sjötíu milljónir í þingkosningarnar Afkoma viðreisnar var neikvæð um 15,2 milljónir króna í fyrra sem skýrist að mestu af kostnaði við alþingiskosningarnar fyrir ári. Kostnaður við kosningarnar nam rúmum 67 milljónum króna, tæpum tuttugu milljónum krónum minna en við kosningarnar árið 2021. Eigið fé flokksins nam tæpum átta milljónum króna við lok síðasta árs og lækkaði það um 23 milljónir frá upphafi ársins.
Viðreisn Alþingi Styrkir til stjórnmálasamtaka Uppgjör og ársreikningar Mest lesið Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd Erlent Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Innlent „Nú er nóg komið“ Erlent Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Innlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent Fleiri fréttir Feikivinsæll og bóngóður galdrakarl kveður Nýr veruleiki ætli Bandaríkin að taka Grænland Segir of mikla fyrirhöfn að stöðva áfengissendingar Ekki hægt að útiloka að Bandaríkin beiti valdi á Grænlandi Færri sem greinast með inflúensu og innlögnum að fækka Fjögur þyrluútköll á einum sólarhring Utanríkismálanefnd fundaði í morgun og Rodríguez sver embættiseið Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Vara við gróðureldum vegna flugelda Bæjarstjórinn vill leiða Framsókn í Hafnarfirði Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Enn kvikusöfnun og landris og líkur á eldgosi Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Örn sækist eftir fjórða sæti í Hafnarfirði Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Jón Gnarr biðst afsökunar Dýpra samtal og samvinna við Evrópusambandið „lykilbreyta“ „Ísland stendur þétt með vinum sínum“ Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Sjá meira
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent