Auðunn hættir eins og Zidane Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 19. júní 2014 10:48 Vísir/Samsett Auðunn Blöndal, fjölmiðlamaður og leikmaður Létti í 4. deildinni, hefur lagt skóna á hilluna - aftur. Auðunn hefur leikið með Létti undanfarin tvö sumur en skrifaði á Twitter í morgun að nú væri komið að kveðjustund. „Mér fannst gaman í fyrra og þá hafði ég góðan tíma í þetta. En núna finn ég að mig langar meira til að spila golf en að fara á æfingu,“ sagði Auðunn í samtali við Vísi. „Okkur hefur gengið vel. Við erum í öðru sæti, strákarnir eru skemmtilegir og Rikki [Ríkharð Óskar Guðnason] er góður þjálfari. Þetta hefur verið hrikalega gaman,“ bætti hann við. Auðunn lék sinn síðasta leik gegn Skallagrími í gærkvöldi en Borgnesingar unnu leikinn, 4-2. Auðunn fékk beint rautt spjald í uppbótartíma. „Ég tók tvítugan gutta og sparkaði hann niður,“ segir Auðunn en eins og kunnugt er fékk franska stórstjarnan Zinadine Zidane rautt spjald í úrslitaleik HM 2006 fyrir að skalla Marco Materazzi í bringuna. „En ólíkt honum þá talaði þessi drengur ekkert illa um móður mína eða neitt slíkt. Það var bara ég sem var pirraður og hann var svo óheppinn að standa næst mér.“ „Við tókumst svo í hendur eftir leikinn og þetta endaði allt á góðu nótunum,“ bætti hann við. Auðunn lék á sínum tíma með Skallagrími í 1. og 2. deild karla og sagði að það hefði því verið viðeigandi að spila sinn síðasta leik á Íslandsmóti gegn sínu gamla félagi frá Borgarnesi.Blö kveður boltann eins og Zidane, sköllóttur og á rauðu spjaldi! Ferill hans vissulega aðeins flottari, en ekki mikið...#Léttir #RealMadrid— Auðunn Blöndal (@Auddib) June 19, 2014 Íslenski boltinn Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Í beinni: Afturelding - Valur | Mosfellingar ætla að jafna Handbolti Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Í beinni: Man. City - Aston Villa | Mikilvægur leikur í Meistaradeildarbaráttunni Enski boltinn Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Leik lokið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Fleiri fréttir „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Leik lokið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leik lokið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Sjá meira
Auðunn Blöndal, fjölmiðlamaður og leikmaður Létti í 4. deildinni, hefur lagt skóna á hilluna - aftur. Auðunn hefur leikið með Létti undanfarin tvö sumur en skrifaði á Twitter í morgun að nú væri komið að kveðjustund. „Mér fannst gaman í fyrra og þá hafði ég góðan tíma í þetta. En núna finn ég að mig langar meira til að spila golf en að fara á æfingu,“ sagði Auðunn í samtali við Vísi. „Okkur hefur gengið vel. Við erum í öðru sæti, strákarnir eru skemmtilegir og Rikki [Ríkharð Óskar Guðnason] er góður þjálfari. Þetta hefur verið hrikalega gaman,“ bætti hann við. Auðunn lék sinn síðasta leik gegn Skallagrími í gærkvöldi en Borgnesingar unnu leikinn, 4-2. Auðunn fékk beint rautt spjald í uppbótartíma. „Ég tók tvítugan gutta og sparkaði hann niður,“ segir Auðunn en eins og kunnugt er fékk franska stórstjarnan Zinadine Zidane rautt spjald í úrslitaleik HM 2006 fyrir að skalla Marco Materazzi í bringuna. „En ólíkt honum þá talaði þessi drengur ekkert illa um móður mína eða neitt slíkt. Það var bara ég sem var pirraður og hann var svo óheppinn að standa næst mér.“ „Við tókumst svo í hendur eftir leikinn og þetta endaði allt á góðu nótunum,“ bætti hann við. Auðunn lék á sínum tíma með Skallagrími í 1. og 2. deild karla og sagði að það hefði því verið viðeigandi að spila sinn síðasta leik á Íslandsmóti gegn sínu gamla félagi frá Borgarnesi.Blö kveður boltann eins og Zidane, sköllóttur og á rauðu spjaldi! Ferill hans vissulega aðeins flottari, en ekki mikið...#Léttir #RealMadrid— Auðunn Blöndal (@Auddib) June 19, 2014
Íslenski boltinn Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Í beinni: Afturelding - Valur | Mosfellingar ætla að jafna Handbolti Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Í beinni: Man. City - Aston Villa | Mikilvægur leikur í Meistaradeildarbaráttunni Enski boltinn Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Leik lokið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Fleiri fréttir „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Leik lokið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leik lokið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Sjá meira