Ferrari neitar að hafa hótað að hætta í F1 Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 15. júní 2014 22:30 Montezemolo bendir á hluti sem mega betur fara. Vísir/Getty Forseti Ferrari, Luca di Montezemolo telur að Alþjóða akstursíþróttasambandið (FIA) hafi misst sjónar á því um hvað Formúla 1 á að snúast. Liðið hefur neitað að vera að hugleiða að hætta keppni sökum þessa. „Formúla 1 virkar ekki,“ sagði Montezemolo. „Hún er á niðurleið vegna þess að FIA hefur gleymt því að fólk horfir á kappakstur vegna spennunnar. Það horfir enginn á kappakstur vegna sparneytninnar, koma svo,“ sagði forseti Ferrari. „Fólk horfir á kappakstur til að skemmta sér. Það vill enginn horfa á ökumenn spara eldsneyti eða dekk. Fólk vill sjá þá komast eins hratt og þér geta héðan og hingað. Þetta er íþrótt, já, en líka sýning,“ bætti Montezemolo við. Vangavelturnar um að Ferrari ætli að hætta í Formúlu 1 hófust þegar orðrómur fór á kreik um að Ferrari ætlaði að hefja aftur keppni í þolakstri. Þá sagði Montezemolo að Ferrari gæti ekki gert bæði því það væri ómögulegt. Ferrari hefur hafnað því að í orðum Montezemolo hafi falist hótun um að hætta í Formúlu 1. „Sumir fjölmiðlar hafa fjallaðu um að Ferrari muni hætta í Formúlu 1 til að einbeita sér að Le Mans 24 klukkustunda keppninni og þolakstri,“ sagði í yfirlýsingu frá liðinu. „Þeir hafa teygt aðeins úr orðum forsetans Luca di Montezemolo þar sem hann sagði að Formúla 1 þurfi að þróast og endurnýja sig, hann viðurkenndi líka að 24 klukkustunda keppnin væri heillandi. Þegar sagt er að eftir 2020, gæti Ferrari hætt í Formúlu 1 til að einbeita sér að Le Mans og þolaksturskeppnum, þá er verið að teygja hans orð of langt. Plús það auðvitað, það er ekkert sem stoppar Ferrari í að leggja meira í sölurnar og keppa í báðum keppnum. Svo þetta eru inanntómar getgátur,“ sagði í yfirlýsingu frá Ferrari vegna málsins. Formúla Tengdar fréttir Allison: Ferrari þarf að vera frumlegra James Allison tæknistjóri Ferrari liðsins segir að verkfræðingar liðsins verði að fá meira frelsi til að leita frumlegra lausna, ætli liðið sér að búa til bíl sem vinnur keppnir. 1. júní 2014 09:00 Mosley: Formúla 1 missti af tækifæri Fyrrum forseti Alþjóða akstursíþróttasambandsins, Max Mosley telur að stór nöfn í Formúlu 1 séu að gera mistök. Hann telur ekki rétt að gagnrýna nýja kynslóð véla. Frekar eigi að útskýra V6 vélarnar fyrir almenningi. 13. apríl 2014 20:15 Forseti Ferrari: Sársaukafullt að sjá hversu hægur bíllinn er Ferrari-ökuþórarnir Fernando Alonso og Kimi Raikkonen eru varla samkeppnishæfir í Formúlu 1 eins og kom í ljós í Barein þar sem margir veikleikar nýja bílsins voru afjúpaðir. 7. apríl 2014 15:45 Stefano Domenicali hættur hjá Ferrari Liðsstjóri Ferrari, Stefano Domenicali er hættur sem liðsstjóri hjá Ferrari samkvæmt ítölskum fjölmiðlum. Marco Mattiacci mun taka við hans starfi. 14. apríl 2014 11:03 Mest lesið Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Handbolti Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september Enski boltinn Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti Ekkert mark í grannaslagnum Enski boltinn Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Íslenski boltinn „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Golf Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Handbolti Tveir létust í hjólreiðakeppni Sport „Ég er 100% pirraður“ Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira
Forseti Ferrari, Luca di Montezemolo telur að Alþjóða akstursíþróttasambandið (FIA) hafi misst sjónar á því um hvað Formúla 1 á að snúast. Liðið hefur neitað að vera að hugleiða að hætta keppni sökum þessa. „Formúla 1 virkar ekki,“ sagði Montezemolo. „Hún er á niðurleið vegna þess að FIA hefur gleymt því að fólk horfir á kappakstur vegna spennunnar. Það horfir enginn á kappakstur vegna sparneytninnar, koma svo,“ sagði forseti Ferrari. „Fólk horfir á kappakstur til að skemmta sér. Það vill enginn horfa á ökumenn spara eldsneyti eða dekk. Fólk vill sjá þá komast eins hratt og þér geta héðan og hingað. Þetta er íþrótt, já, en líka sýning,“ bætti Montezemolo við. Vangavelturnar um að Ferrari ætli að hætta í Formúlu 1 hófust þegar orðrómur fór á kreik um að Ferrari ætlaði að hefja aftur keppni í þolakstri. Þá sagði Montezemolo að Ferrari gæti ekki gert bæði því það væri ómögulegt. Ferrari hefur hafnað því að í orðum Montezemolo hafi falist hótun um að hætta í Formúlu 1. „Sumir fjölmiðlar hafa fjallaðu um að Ferrari muni hætta í Formúlu 1 til að einbeita sér að Le Mans 24 klukkustunda keppninni og þolakstri,“ sagði í yfirlýsingu frá liðinu. „Þeir hafa teygt aðeins úr orðum forsetans Luca di Montezemolo þar sem hann sagði að Formúla 1 þurfi að þróast og endurnýja sig, hann viðurkenndi líka að 24 klukkustunda keppnin væri heillandi. Þegar sagt er að eftir 2020, gæti Ferrari hætt í Formúlu 1 til að einbeita sér að Le Mans og þolaksturskeppnum, þá er verið að teygja hans orð of langt. Plús það auðvitað, það er ekkert sem stoppar Ferrari í að leggja meira í sölurnar og keppa í báðum keppnum. Svo þetta eru inanntómar getgátur,“ sagði í yfirlýsingu frá Ferrari vegna málsins.
Formúla Tengdar fréttir Allison: Ferrari þarf að vera frumlegra James Allison tæknistjóri Ferrari liðsins segir að verkfræðingar liðsins verði að fá meira frelsi til að leita frumlegra lausna, ætli liðið sér að búa til bíl sem vinnur keppnir. 1. júní 2014 09:00 Mosley: Formúla 1 missti af tækifæri Fyrrum forseti Alþjóða akstursíþróttasambandsins, Max Mosley telur að stór nöfn í Formúlu 1 séu að gera mistök. Hann telur ekki rétt að gagnrýna nýja kynslóð véla. Frekar eigi að útskýra V6 vélarnar fyrir almenningi. 13. apríl 2014 20:15 Forseti Ferrari: Sársaukafullt að sjá hversu hægur bíllinn er Ferrari-ökuþórarnir Fernando Alonso og Kimi Raikkonen eru varla samkeppnishæfir í Formúlu 1 eins og kom í ljós í Barein þar sem margir veikleikar nýja bílsins voru afjúpaðir. 7. apríl 2014 15:45 Stefano Domenicali hættur hjá Ferrari Liðsstjóri Ferrari, Stefano Domenicali er hættur sem liðsstjóri hjá Ferrari samkvæmt ítölskum fjölmiðlum. Marco Mattiacci mun taka við hans starfi. 14. apríl 2014 11:03 Mest lesið Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Handbolti Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september Enski boltinn Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti Ekkert mark í grannaslagnum Enski boltinn Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Íslenski boltinn „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Golf Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Handbolti Tveir létust í hjólreiðakeppni Sport „Ég er 100% pirraður“ Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira
Allison: Ferrari þarf að vera frumlegra James Allison tæknistjóri Ferrari liðsins segir að verkfræðingar liðsins verði að fá meira frelsi til að leita frumlegra lausna, ætli liðið sér að búa til bíl sem vinnur keppnir. 1. júní 2014 09:00
Mosley: Formúla 1 missti af tækifæri Fyrrum forseti Alþjóða akstursíþróttasambandsins, Max Mosley telur að stór nöfn í Formúlu 1 séu að gera mistök. Hann telur ekki rétt að gagnrýna nýja kynslóð véla. Frekar eigi að útskýra V6 vélarnar fyrir almenningi. 13. apríl 2014 20:15
Forseti Ferrari: Sársaukafullt að sjá hversu hægur bíllinn er Ferrari-ökuþórarnir Fernando Alonso og Kimi Raikkonen eru varla samkeppnishæfir í Formúlu 1 eins og kom í ljós í Barein þar sem margir veikleikar nýja bílsins voru afjúpaðir. 7. apríl 2014 15:45
Stefano Domenicali hættur hjá Ferrari Liðsstjóri Ferrari, Stefano Domenicali er hættur sem liðsstjóri hjá Ferrari samkvæmt ítölskum fjölmiðlum. Marco Mattiacci mun taka við hans starfi. 14. apríl 2014 11:03