Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Bosnía 29-29 | HM-draumurinn dáinn Henry Birgir Gunnarsson í Laugardalshöll skrifar 15. júní 2014 00:01 vísir/vilhelm Ísland fer ekki á HM í Katar eftir að hafa gert jafntefli við Bosníu í kvöld. Bosnía vann fyrri leikinn með einu marki og fer því á HM. Íslenska liðið fór mjög illa að ráði sínu í leiknum. Það er ekki hægt að lýsa fyrri hálfleik á annan hátt en að hann hafi verið hreinasta hörmung. Strákarnir mættu engan veginn nógu vel stemmdir til leiks. Vörnin ekki nógu öflug og sóknarleikurinn var bara einhver vitleysa. Menn að drippla boltanum og taka tilviljanakennd skot. Það stóð ekki steinn yfir steini í sóknarleiknum og Buric varði 14 skot í markinu í hálfleiknum. Hann var með 58 prósent markvörslu. Það féll líka mikið með Bosníumönnum en það breytir ekki þeirri staðreynd að íslenska liðið var að spila mjög illa. Þegar blásið var til leikhlés var munurinn fimm mörk, 10-15, og útlitið afar svart hjá íslenska liðinu. Hver einn og einasti leikmaður átti mikið inni. Síðari hálfleikur byrjaði ekki vel. Bosníumennirnir spiluðu áfram sinn hæga og þunga bolta. Gerðu allt til að drepa tempóið í leiknum og skoruðu svo nánast alltaf á endanum. Þeir lágu eftir við hvert tækifæri. Það var vitað að þeir myndu spila svona og strákarnir urðu að bregðast við. Það gerðu þeir síðan. Eftir langan svefn vöknuðu strákarnir og fengu loksins blóðbragð á tennurnar. Íslenska geðveikin tók yfir og áhorfendur í Höllinni komu með. Smám saman söxuðu strákarnir á forskotið og jöfnuðu loks leikinn, 22-22, þegar korter var eftir af leiknum. Svo komust þeir yfir en ekkert stöðvaði Guðjón Val á þessum kafla. Þegar rúm mínúta var eftir af leiknum komust Bosníumenn yfir, 28-29. Hrikalegt. Ísland þurfti 2-0 kafla síðustu mínútuna. Ásgeir Örn skoraði þegar mínúta var eftir. Bosnía hitti svo ekki markið og missti mann af velli þegar 17 sekúndur voru eftir. Strákarnir fóru þá skelfilega að ráði sínu. Ásgeir Örn átti þá slaka sendingu á Þóri og boltinn út af. Tíminn rann út og Bosníumenn fögnuðu ógurlega enda á leið á stórmót í fyrsta skipti. Þetta er mikill skellur fyrir íslenska liðið. Ekki bara missa strákarnir af HM heldur er leiðin á ÓL í Ríó orðin ansi grýtt núna. Íslenska liðið hóf leikinn allt of seint en ef liðið hefði spilað af eðlilegri getu þá væri liðið á leið til Katar. Það var eitthvað andleysi yfir liðinu framan af. Strákarnir fengu þó tækifæri eftir frábæra endurkomu en það gekk ekki því miður.Guðjón: Þetta er súrt "Við vorum of ragir, nýtum ekki tækifærin sem við fáum og vinnum ekki nógu marga bolta í vörninni. Það er margt sem er hægt að tína til sem við gerðum ekki nógu vel," sagði svekktur landsliðsfyrirliði Guðjón Valur Sigurðsson eftir leik. Hann var verðlaunaður fyrir leik þar sem hann er búinn að spila 300. landsleiki. Hann átti frábæran leik og var maðurinn á bak við magnaða endurkomu Íslands í síðari hálfleik. Hún dugði því miður ekki til. "Við náum að rífa okkur upp í síðari hálfleik en springum svo á limminu í lokin. Þetta einvígi tapast á 120 mínútum. Það er ekki hægt að taka út eitthvað eitt. Það er samansafn margra þátta sem gerir það að verkum að við komumst ekki áfram." Á löngum landsliðsferli hefur Guðjón Valur upplifað hæðir og lægðir með landsliðinu. "Þetta eru ein mestu vonbrigðin sem ég hef lent í með landsliðinu. Ég hef samt upplifað verri högg persónulega og í handboltanum. Þetta er súrt og slæmt."Snorri: Erfitt að kyngja þessu "Manni líður illa eftir svona leik. Það er erfitt að kyngja þessu. Þetta eru svakaleg vonbrigði og ég ætla ekkert að reyna að lýsa því neitt betur," segir Snorri Steinn Guðjónsson. "Ég veit ekki hvað var að í fyrri hálfleik og veit ekki hvort það kæmi eitthvað sniðugt úr úr því ef ég færi að reyna að greina það eitthvað. "Við spilum ekki nógu vel. Markvörðurinn þeirra varði eins og óður maður í fyrri hálfleik. Það skapaði svolítið óöryggi hjá okkur. "Við náðum að brjóta þennan markvörð niður í síðari hálfleik og koma okkur aftur inn í leikinn sem var gott. Það var bara ekki nóg. Þetta eru gríðarleg vonbrigði." Strákarnir okkar komust í góða stöðu í fyrri leiknum er þeir leiddu með fjórum mörkum. Hvar tapast samt einvígið að mati Snorra? "Við hefðum getað unnið með fjórum til fimm mörkum úti og komum okkur svo í erfiða stöðu hérna í dag. Við spiluðum vel í 25 mínútur en það var ekki nóg. Þó þetta sé ekk þekktasta liðið þá eru þeir ekki lélegir í handbolta. Þeir voru betri en við í þessum tveim leikjum. Það verður bara að segjast eins og er."Arnór: Köstuðum þessu frá okkur "Við erum rosalega vonsviknir enda var þetta mót sem við erum búnir að horfa til í langan tíma. Við fengum fulla höll eins og við báðum um og frábæra stemningu. Það dugði ekki til. Við klúðruðum þessu sjálfir," sagði Arnór Atlason en hann skoraði fjögur mörk í kvöld. "Það var allt með okkur er við komum til baka í seinni hálfleik en svo köstuðum við þessu frá okkur. "Ég get ekki skrifað undir að það hafi verið andleysi hjá okkur í fyrri hálfleik. Það voru allir að reyna sitt besta. Við spiluðum bara alls ekki nógu vel og gerðum mörg stór mistök. "Bosnía átti greinilega skilið að fara áfram. Þessi eina sókn í lokin er ekki ástæðan fyrir að við förum ekki á HM. Þetta er 120 mínútna einvígi. Það er ömurlegt að enda tímabilið svona og fara inn í sumarfríið með þetta á bakinu."Björgvin: Vorum ólíkir sjálfum okkur "Þessi lélegi kafli í fyrri hálfleik tók mikla orku frá okkur. Það tók orku að vera lélegir og það tók líka mikla orku að koma til baka," segir markvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson. Hann var frábær í síðari hálfleik er Ísland kom til baka en góður leikur hans dugði ekki til. "Það er ekki verðskuldað að fara áfram ef við klárum þetta ekki. Við vorum mjög ólíkir sjálfum okkur í fyrri hálfleik þar sem allt gekk á afturfótunum. "Við komum til baka og sárabótin er áhorfendur í dag. Það getur hvaða maður sem er klappað þegar vel gengur. Við vorum komnir með bakið upp við vegg og þá vaknaði stúkan og hjálpaði okkur. Guðjón Valur gerði það líka. Þetta íslenska hjarta sem allir sýndu í dag lifir með okkur og það er þeim mun meira svekkjandi að hafa tapað þessu niður." Það er ekki bara að Ísland komist ekki á HM heldur þýða þessi úrslit að það verður þeim mun erfiðara að komast á ÓL í Ríó. "HM er staður sem allir vilja vera á og maður fattar líklega ekki hvað er svekkjandi að vera ekki þar fyrr en mótið byrjar. Við verðum bara að gjöra svo vel að ná góðum úrslitum á næsta móti og koma okkur til Ríó." Íslenski handboltinn Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Sjá meira
Ísland fer ekki á HM í Katar eftir að hafa gert jafntefli við Bosníu í kvöld. Bosnía vann fyrri leikinn með einu marki og fer því á HM. Íslenska liðið fór mjög illa að ráði sínu í leiknum. Það er ekki hægt að lýsa fyrri hálfleik á annan hátt en að hann hafi verið hreinasta hörmung. Strákarnir mættu engan veginn nógu vel stemmdir til leiks. Vörnin ekki nógu öflug og sóknarleikurinn var bara einhver vitleysa. Menn að drippla boltanum og taka tilviljanakennd skot. Það stóð ekki steinn yfir steini í sóknarleiknum og Buric varði 14 skot í markinu í hálfleiknum. Hann var með 58 prósent markvörslu. Það féll líka mikið með Bosníumönnum en það breytir ekki þeirri staðreynd að íslenska liðið var að spila mjög illa. Þegar blásið var til leikhlés var munurinn fimm mörk, 10-15, og útlitið afar svart hjá íslenska liðinu. Hver einn og einasti leikmaður átti mikið inni. Síðari hálfleikur byrjaði ekki vel. Bosníumennirnir spiluðu áfram sinn hæga og þunga bolta. Gerðu allt til að drepa tempóið í leiknum og skoruðu svo nánast alltaf á endanum. Þeir lágu eftir við hvert tækifæri. Það var vitað að þeir myndu spila svona og strákarnir urðu að bregðast við. Það gerðu þeir síðan. Eftir langan svefn vöknuðu strákarnir og fengu loksins blóðbragð á tennurnar. Íslenska geðveikin tók yfir og áhorfendur í Höllinni komu með. Smám saman söxuðu strákarnir á forskotið og jöfnuðu loks leikinn, 22-22, þegar korter var eftir af leiknum. Svo komust þeir yfir en ekkert stöðvaði Guðjón Val á þessum kafla. Þegar rúm mínúta var eftir af leiknum komust Bosníumenn yfir, 28-29. Hrikalegt. Ísland þurfti 2-0 kafla síðustu mínútuna. Ásgeir Örn skoraði þegar mínúta var eftir. Bosnía hitti svo ekki markið og missti mann af velli þegar 17 sekúndur voru eftir. Strákarnir fóru þá skelfilega að ráði sínu. Ásgeir Örn átti þá slaka sendingu á Þóri og boltinn út af. Tíminn rann út og Bosníumenn fögnuðu ógurlega enda á leið á stórmót í fyrsta skipti. Þetta er mikill skellur fyrir íslenska liðið. Ekki bara missa strákarnir af HM heldur er leiðin á ÓL í Ríó orðin ansi grýtt núna. Íslenska liðið hóf leikinn allt of seint en ef liðið hefði spilað af eðlilegri getu þá væri liðið á leið til Katar. Það var eitthvað andleysi yfir liðinu framan af. Strákarnir fengu þó tækifæri eftir frábæra endurkomu en það gekk ekki því miður.Guðjón: Þetta er súrt "Við vorum of ragir, nýtum ekki tækifærin sem við fáum og vinnum ekki nógu marga bolta í vörninni. Það er margt sem er hægt að tína til sem við gerðum ekki nógu vel," sagði svekktur landsliðsfyrirliði Guðjón Valur Sigurðsson eftir leik. Hann var verðlaunaður fyrir leik þar sem hann er búinn að spila 300. landsleiki. Hann átti frábæran leik og var maðurinn á bak við magnaða endurkomu Íslands í síðari hálfleik. Hún dugði því miður ekki til. "Við náum að rífa okkur upp í síðari hálfleik en springum svo á limminu í lokin. Þetta einvígi tapast á 120 mínútum. Það er ekki hægt að taka út eitthvað eitt. Það er samansafn margra þátta sem gerir það að verkum að við komumst ekki áfram." Á löngum landsliðsferli hefur Guðjón Valur upplifað hæðir og lægðir með landsliðinu. "Þetta eru ein mestu vonbrigðin sem ég hef lent í með landsliðinu. Ég hef samt upplifað verri högg persónulega og í handboltanum. Þetta er súrt og slæmt."Snorri: Erfitt að kyngja þessu "Manni líður illa eftir svona leik. Það er erfitt að kyngja þessu. Þetta eru svakaleg vonbrigði og ég ætla ekkert að reyna að lýsa því neitt betur," segir Snorri Steinn Guðjónsson. "Ég veit ekki hvað var að í fyrri hálfleik og veit ekki hvort það kæmi eitthvað sniðugt úr úr því ef ég færi að reyna að greina það eitthvað. "Við spilum ekki nógu vel. Markvörðurinn þeirra varði eins og óður maður í fyrri hálfleik. Það skapaði svolítið óöryggi hjá okkur. "Við náðum að brjóta þennan markvörð niður í síðari hálfleik og koma okkur aftur inn í leikinn sem var gott. Það var bara ekki nóg. Þetta eru gríðarleg vonbrigði." Strákarnir okkar komust í góða stöðu í fyrri leiknum er þeir leiddu með fjórum mörkum. Hvar tapast samt einvígið að mati Snorra? "Við hefðum getað unnið með fjórum til fimm mörkum úti og komum okkur svo í erfiða stöðu hérna í dag. Við spiluðum vel í 25 mínútur en það var ekki nóg. Þó þetta sé ekk þekktasta liðið þá eru þeir ekki lélegir í handbolta. Þeir voru betri en við í þessum tveim leikjum. Það verður bara að segjast eins og er."Arnór: Köstuðum þessu frá okkur "Við erum rosalega vonsviknir enda var þetta mót sem við erum búnir að horfa til í langan tíma. Við fengum fulla höll eins og við báðum um og frábæra stemningu. Það dugði ekki til. Við klúðruðum þessu sjálfir," sagði Arnór Atlason en hann skoraði fjögur mörk í kvöld. "Það var allt með okkur er við komum til baka í seinni hálfleik en svo köstuðum við þessu frá okkur. "Ég get ekki skrifað undir að það hafi verið andleysi hjá okkur í fyrri hálfleik. Það voru allir að reyna sitt besta. Við spiluðum bara alls ekki nógu vel og gerðum mörg stór mistök. "Bosnía átti greinilega skilið að fara áfram. Þessi eina sókn í lokin er ekki ástæðan fyrir að við förum ekki á HM. Þetta er 120 mínútna einvígi. Það er ömurlegt að enda tímabilið svona og fara inn í sumarfríið með þetta á bakinu."Björgvin: Vorum ólíkir sjálfum okkur "Þessi lélegi kafli í fyrri hálfleik tók mikla orku frá okkur. Það tók orku að vera lélegir og það tók líka mikla orku að koma til baka," segir markvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson. Hann var frábær í síðari hálfleik er Ísland kom til baka en góður leikur hans dugði ekki til. "Það er ekki verðskuldað að fara áfram ef við klárum þetta ekki. Við vorum mjög ólíkir sjálfum okkur í fyrri hálfleik þar sem allt gekk á afturfótunum. "Við komum til baka og sárabótin er áhorfendur í dag. Það getur hvaða maður sem er klappað þegar vel gengur. Við vorum komnir með bakið upp við vegg og þá vaknaði stúkan og hjálpaði okkur. Guðjón Valur gerði það líka. Þetta íslenska hjarta sem allir sýndu í dag lifir með okkur og það er þeim mun meira svekkjandi að hafa tapað þessu niður." Það er ekki bara að Ísland komist ekki á HM heldur þýða þessi úrslit að það verður þeim mun erfiðara að komast á ÓL í Ríó. "HM er staður sem allir vilja vera á og maður fattar líklega ekki hvað er svekkjandi að vera ekki þar fyrr en mótið byrjar. Við verðum bara að gjöra svo vel að ná góðum úrslitum á næsta móti og koma okkur til Ríó."
Íslenski handboltinn Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Sjá meira