Segir sérstakan saksóknara stunda nornaveiðar Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 11. júní 2014 16:30 „Þessi ákæra er röng og ég er saklaus“ segir Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings banka, en ákæra gegn honum og tveimur öðrum stjórnendum bankans var þingfest í héraðsdómi í morgun. Hann segir málið vera fáránlegt og sakar sérstakan saksóknara um að stunda nornaveiðar. Ákæra á hendur fyrrverandi stjórnendum Kaupþings, þeim Hreiðari Má Sigurðssyni, Sigurði Einarssyni og Magnúsi Guðmundssyni var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Þremenningarnir eru ákærðir fyrir umboðssvik vegna lánveitinga til eignarhaldsfélaga sem keyptu skuldatryggingar á Kaupþing í aðdraganda hrunsins en lánin voru samkvæmt ákæru veitt til að hafa áhrif á skuldatryggingu Kaupþings og þannig lækka fjármagnskostnað bankans. Telur ákæruvaldið að ákærðu hafi með háttsemi sinni valdið Kaupþingi gríðarlegu og fáheyrðu fjártjóni. Samkvæmt ákæru sérstaks saksóknara tapaði Kaupþing 510 milljónum evra, tæpum 80 milljörðum íslenskra króna á viðskiptunum. Brot ákærðu eru talin stórfelld. Hreiðar Már Sigurðsson var viðstaddur þingfestingu málsins í dag en dómari gaf honum kost á að tjá sig um sakargiftir málsins. „Háttvirtur dómur. Ég starfaði hjá Kaupþingi í 15 ár, þar af 10 sem forstjóri. Ég tók aldrei ákvörðun gegn hagsmunum bankans. Ákæran er röng og ég er saklaus.“ Verjandi Hreiðars fór fram á það fyrir héraðsdómi í dag að málinu yrði vísað frá dómi. „Það er á grundvelli brota við rannsókn málsins. Meðal annars að samtöl mín og verjanda míns voru hleruð og það eru klár brot á mannréttindasáttmálum og stjórnarskránni og við teljum að þetta eigi að valda frávísun málsins.” Hreiðar gagnrýnir embætti sérstaks saksóknara harðlega. „Það er á nornaveiðum. Það er búið að eyða yfir 6.000 milljónum, eftir því sem ég best veit. Embættið er sett upp til að fara á eftir bankamönnum. Ég vil benda þjóðinni á það að það eru einungis bankastjórar einkabankanna sem voru ákærðir. Það er eins og allt óheiðarlega fólkið hafi unnið í einkabönkum, en allt heiðarlega fólkið hjá hinu opinbera. Þetta er bara fáránlegt. Þetta er hvergi annars staðar í heiminum sem þetta á sér stað sem er að eiga sér stað hérna á Íslandi. En sannleikurinn mun koma í ljós.” CLN-málið Tengdar fréttir Sakaðir um umboðssvik vegna lána til vildarvina Ákæra á hendur fyrrverandi stjórnendum Kaupþings, þeim Hreiðari Má Sigurðssyni, Sigurði Einarssyni og Magnúsi Guðmundssyni fyrir umboðssvik, verður þingfest í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur. 11. júní 2014 10:41 „Þessi ákæra er röng og ég er saklaus“ „Ég tók aldrei ákvörðun gegn hagsmunum bankans,“ sagði Hreiðar Már Sigurðsson við þingfestinguna í dag. 11. júní 2014 14:04 Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Sjá meira
„Þessi ákæra er röng og ég er saklaus“ segir Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings banka, en ákæra gegn honum og tveimur öðrum stjórnendum bankans var þingfest í héraðsdómi í morgun. Hann segir málið vera fáránlegt og sakar sérstakan saksóknara um að stunda nornaveiðar. Ákæra á hendur fyrrverandi stjórnendum Kaupþings, þeim Hreiðari Má Sigurðssyni, Sigurði Einarssyni og Magnúsi Guðmundssyni var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Þremenningarnir eru ákærðir fyrir umboðssvik vegna lánveitinga til eignarhaldsfélaga sem keyptu skuldatryggingar á Kaupþing í aðdraganda hrunsins en lánin voru samkvæmt ákæru veitt til að hafa áhrif á skuldatryggingu Kaupþings og þannig lækka fjármagnskostnað bankans. Telur ákæruvaldið að ákærðu hafi með háttsemi sinni valdið Kaupþingi gríðarlegu og fáheyrðu fjártjóni. Samkvæmt ákæru sérstaks saksóknara tapaði Kaupþing 510 milljónum evra, tæpum 80 milljörðum íslenskra króna á viðskiptunum. Brot ákærðu eru talin stórfelld. Hreiðar Már Sigurðsson var viðstaddur þingfestingu málsins í dag en dómari gaf honum kost á að tjá sig um sakargiftir málsins. „Háttvirtur dómur. Ég starfaði hjá Kaupþingi í 15 ár, þar af 10 sem forstjóri. Ég tók aldrei ákvörðun gegn hagsmunum bankans. Ákæran er röng og ég er saklaus.“ Verjandi Hreiðars fór fram á það fyrir héraðsdómi í dag að málinu yrði vísað frá dómi. „Það er á grundvelli brota við rannsókn málsins. Meðal annars að samtöl mín og verjanda míns voru hleruð og það eru klár brot á mannréttindasáttmálum og stjórnarskránni og við teljum að þetta eigi að valda frávísun málsins.” Hreiðar gagnrýnir embætti sérstaks saksóknara harðlega. „Það er á nornaveiðum. Það er búið að eyða yfir 6.000 milljónum, eftir því sem ég best veit. Embættið er sett upp til að fara á eftir bankamönnum. Ég vil benda þjóðinni á það að það eru einungis bankastjórar einkabankanna sem voru ákærðir. Það er eins og allt óheiðarlega fólkið hafi unnið í einkabönkum, en allt heiðarlega fólkið hjá hinu opinbera. Þetta er bara fáránlegt. Þetta er hvergi annars staðar í heiminum sem þetta á sér stað sem er að eiga sér stað hérna á Íslandi. En sannleikurinn mun koma í ljós.”
CLN-málið Tengdar fréttir Sakaðir um umboðssvik vegna lána til vildarvina Ákæra á hendur fyrrverandi stjórnendum Kaupþings, þeim Hreiðari Má Sigurðssyni, Sigurði Einarssyni og Magnúsi Guðmundssyni fyrir umboðssvik, verður þingfest í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur. 11. júní 2014 10:41 „Þessi ákæra er röng og ég er saklaus“ „Ég tók aldrei ákvörðun gegn hagsmunum bankans,“ sagði Hreiðar Már Sigurðsson við þingfestinguna í dag. 11. júní 2014 14:04 Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Sjá meira
Sakaðir um umboðssvik vegna lána til vildarvina Ákæra á hendur fyrrverandi stjórnendum Kaupþings, þeim Hreiðari Má Sigurðssyni, Sigurði Einarssyni og Magnúsi Guðmundssyni fyrir umboðssvik, verður þingfest í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur. 11. júní 2014 10:41
„Þessi ákæra er röng og ég er saklaus“ „Ég tók aldrei ákvörðun gegn hagsmunum bankans,“ sagði Hreiðar Már Sigurðsson við þingfestinguna í dag. 11. júní 2014 14:04