Smedley sem er yfirmaður þróunarmála hjá Williams liðinu og fyrrum keppnisverkfræðingur Felipe Massa var óánægður með háttsemi Force India liðsins.
Dómarar úrskurðuðu að Perez væri ábyrgur fyrir árekstrinum og verður hann færður aftur um fimm sæti á ráslínu í næstu keppni. Smedley telur að sökin liggji hjá Force India, liðið hefði átt að koma í veg fyrir atvikið. Liðið hefði átt að kalla Perez á þjónustusvæðið og hætta keppni.
„Allt frá hring 67 töluðu þeir um að vera ekki með neinar bremsur að aftan. Þá heyrðum við talstöðvarskilaboðin en það gæti verið að þau hafi farið í loftið fyrr,“ sagði Smedley.
„Perez sagðist ekki vera með neinar bremsur að aftan en liðið hvatti hann til þess að halda áfram. Aðeins ef hann gæti ekki haldið áfram var honum bent að koma á þjónustusvæðið,“ sagði Rob Smedley.

„Lewis Hamilton, vegna véla og bremsuvandamála, varð að stöðva bílinn og það er maður sem er að berjast um heimsmeistaratitil. Ég er pínu pirraður svo ég segi ekki meira yfir þessu,“ sagði Smedley að lokum.