Cub Swanson - hvolpurinn með ljónshjartað Óskar Örn Árnason skrifar 26. júní 2014 19:00 Cub Swanson er á fimm bardaga sigurgöngu í fjaðurvigtinni. Vísir/GETTY Cub Swanson, eða Kevin Luke Swanson eins og hann heitir réttu nafni, mætir Jeremy Stephens í aðalbardaga UFC næstkomandi laugardagskvöld í San Antonio. Bardagakvöldið er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst útsendingin kl 2. Nafnið „Cub“ fékk hann sem lítill drengur en hann hefur notað það alla tíð. Swanson er ekki einn af stærstu stjörnum UFC en hann er vinsæll og þekktur fyrir skemmtilega bardaga og mikinn baráttuhug. Sem unglingur átti hann erfitt uppdráttar en hann var ættleiddur eftir dauða föður síns þar sem móðir hans treysti sér ekki til að ala hann og systkini hans upp. Hann var vandræðaunglingur og lenti iðulega í áflogum. Eftir að hafa verið handtekinn fyrir innbrot var honum komið fyrir í unglingafangelsi aðeins sautján ára gömlum. Eftir fangelsisvistina kom Swanson sér á beinu brautina með því að stunda sjálfboðastarf og brasilískt jiu-jitsu. Hann komst að lokum inn í MMA í gegnum vin sinn Joe Stevenson sem sigraði aðra seríu af The Ultimate Fighter. Swanson fékk í gegnum Stevenson tækifæri til að æfa með tveimur af virtustu þjálfurum heims, þeim Greg Jackson og Mike Winkeljohn í Albuquerque, Nýju-Mexíkó. Hann hefur einnig fengið að æfa hnefaleika með hinum sigursæla boxara Timothy Bradley sem er æskuvinur Swanson. Eftir að hafa sigrað níu af fyrstu tíu MMA bardögum sínum var Swanson boðið að berjast í WEC sem var á þeim tíma stærsta samband heims fyrir léttari þyngdarflokkana. Swanson sigraði fimm af átta bardögum í WEC og tapaði aðeins fyrir þeim allra bestu. Tap á átta sekúndum fyrir José Aldo stendur upp úr sem versti ósigur Swanson á ferlinum en það er þó engin skömm að tapa fyrir snillingi eins og Aldo. Þegar WEC var sameinað UFC fylgdi Swanson með. Hann hefur nú sigrað alla fimm bardaga sína í UFC og hefur aldrei litið betur út. Sigri hann Jeremy Stephens næsta laugardagskvöld verður hann kominn í kjörstöðu til að skora á sigurvegarann úr bardaga José Aldo og Chad Mendes um fjaðurvigtartitilinn sem fer fram 2. ágúst. Vísir og MMA Fréttir starfa saman í umfjöllun um MMA. Ekki gleyma að setja "like" við Facebook síðu þeirra hér. MMA Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Fótbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Fleiri fréttir Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Heimsmethafinn hélt út Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Fagnar eins og Gyökeres og bjó til skýringu Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Sjá meira
Cub Swanson, eða Kevin Luke Swanson eins og hann heitir réttu nafni, mætir Jeremy Stephens í aðalbardaga UFC næstkomandi laugardagskvöld í San Antonio. Bardagakvöldið er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst útsendingin kl 2. Nafnið „Cub“ fékk hann sem lítill drengur en hann hefur notað það alla tíð. Swanson er ekki einn af stærstu stjörnum UFC en hann er vinsæll og þekktur fyrir skemmtilega bardaga og mikinn baráttuhug. Sem unglingur átti hann erfitt uppdráttar en hann var ættleiddur eftir dauða föður síns þar sem móðir hans treysti sér ekki til að ala hann og systkini hans upp. Hann var vandræðaunglingur og lenti iðulega í áflogum. Eftir að hafa verið handtekinn fyrir innbrot var honum komið fyrir í unglingafangelsi aðeins sautján ára gömlum. Eftir fangelsisvistina kom Swanson sér á beinu brautina með því að stunda sjálfboðastarf og brasilískt jiu-jitsu. Hann komst að lokum inn í MMA í gegnum vin sinn Joe Stevenson sem sigraði aðra seríu af The Ultimate Fighter. Swanson fékk í gegnum Stevenson tækifæri til að æfa með tveimur af virtustu þjálfurum heims, þeim Greg Jackson og Mike Winkeljohn í Albuquerque, Nýju-Mexíkó. Hann hefur einnig fengið að æfa hnefaleika með hinum sigursæla boxara Timothy Bradley sem er æskuvinur Swanson. Eftir að hafa sigrað níu af fyrstu tíu MMA bardögum sínum var Swanson boðið að berjast í WEC sem var á þeim tíma stærsta samband heims fyrir léttari þyngdarflokkana. Swanson sigraði fimm af átta bardögum í WEC og tapaði aðeins fyrir þeim allra bestu. Tap á átta sekúndum fyrir José Aldo stendur upp úr sem versti ósigur Swanson á ferlinum en það er þó engin skömm að tapa fyrir snillingi eins og Aldo. Þegar WEC var sameinað UFC fylgdi Swanson með. Hann hefur nú sigrað alla fimm bardaga sína í UFC og hefur aldrei litið betur út. Sigri hann Jeremy Stephens næsta laugardagskvöld verður hann kominn í kjörstöðu til að skora á sigurvegarann úr bardaga José Aldo og Chad Mendes um fjaðurvigtartitilinn sem fer fram 2. ágúst. Vísir og MMA Fréttir starfa saman í umfjöllun um MMA. Ekki gleyma að setja "like" við Facebook síðu þeirra hér.
MMA Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Fótbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Fleiri fréttir Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Heimsmethafinn hélt út Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Fagnar eins og Gyökeres og bjó til skýringu Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Sjá meira