Cub Swanson - hvolpurinn með ljónshjartað Óskar Örn Árnason skrifar 26. júní 2014 19:00 Cub Swanson er á fimm bardaga sigurgöngu í fjaðurvigtinni. Vísir/GETTY Cub Swanson, eða Kevin Luke Swanson eins og hann heitir réttu nafni, mætir Jeremy Stephens í aðalbardaga UFC næstkomandi laugardagskvöld í San Antonio. Bardagakvöldið er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst útsendingin kl 2. Nafnið „Cub“ fékk hann sem lítill drengur en hann hefur notað það alla tíð. Swanson er ekki einn af stærstu stjörnum UFC en hann er vinsæll og þekktur fyrir skemmtilega bardaga og mikinn baráttuhug. Sem unglingur átti hann erfitt uppdráttar en hann var ættleiddur eftir dauða föður síns þar sem móðir hans treysti sér ekki til að ala hann og systkini hans upp. Hann var vandræðaunglingur og lenti iðulega í áflogum. Eftir að hafa verið handtekinn fyrir innbrot var honum komið fyrir í unglingafangelsi aðeins sautján ára gömlum. Eftir fangelsisvistina kom Swanson sér á beinu brautina með því að stunda sjálfboðastarf og brasilískt jiu-jitsu. Hann komst að lokum inn í MMA í gegnum vin sinn Joe Stevenson sem sigraði aðra seríu af The Ultimate Fighter. Swanson fékk í gegnum Stevenson tækifæri til að æfa með tveimur af virtustu þjálfurum heims, þeim Greg Jackson og Mike Winkeljohn í Albuquerque, Nýju-Mexíkó. Hann hefur einnig fengið að æfa hnefaleika með hinum sigursæla boxara Timothy Bradley sem er æskuvinur Swanson. Eftir að hafa sigrað níu af fyrstu tíu MMA bardögum sínum var Swanson boðið að berjast í WEC sem var á þeim tíma stærsta samband heims fyrir léttari þyngdarflokkana. Swanson sigraði fimm af átta bardögum í WEC og tapaði aðeins fyrir þeim allra bestu. Tap á átta sekúndum fyrir José Aldo stendur upp úr sem versti ósigur Swanson á ferlinum en það er þó engin skömm að tapa fyrir snillingi eins og Aldo. Þegar WEC var sameinað UFC fylgdi Swanson með. Hann hefur nú sigrað alla fimm bardaga sína í UFC og hefur aldrei litið betur út. Sigri hann Jeremy Stephens næsta laugardagskvöld verður hann kominn í kjörstöðu til að skora á sigurvegarann úr bardaga José Aldo og Chad Mendes um fjaðurvigtartitilinn sem fer fram 2. ágúst. Vísir og MMA Fréttir starfa saman í umfjöllun um MMA. Ekki gleyma að setja "like" við Facebook síðu þeirra hér. MMA Mest lesið Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Sport Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Handbolti Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Sport Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Fótbolti Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Fótbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Sport Þriðji sigur Chelsea í röð Enski boltinn Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Formúla 1 Mark Elíasar dugði ekki til að bjarga liðinu frá falli Fótbolti Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Handbolti Fleiri fréttir „Ég ætla að brjóta á honum andlitið“ Sigur skaut liði Ingibjargar upp um þrjú sæti Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Burnley - Chelsea | Vinna gestirnir þriðja í röð? Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Mark Elíasar dugði ekki til að bjarga liðinu frá falli Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé „Skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi“ Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Aron í góðum málum á miðjunni en algjör hörmung hjá Jóhanni Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Átta bestu berjast í beinni á Bullseye Sjá meira
Cub Swanson, eða Kevin Luke Swanson eins og hann heitir réttu nafni, mætir Jeremy Stephens í aðalbardaga UFC næstkomandi laugardagskvöld í San Antonio. Bardagakvöldið er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst útsendingin kl 2. Nafnið „Cub“ fékk hann sem lítill drengur en hann hefur notað það alla tíð. Swanson er ekki einn af stærstu stjörnum UFC en hann er vinsæll og þekktur fyrir skemmtilega bardaga og mikinn baráttuhug. Sem unglingur átti hann erfitt uppdráttar en hann var ættleiddur eftir dauða föður síns þar sem móðir hans treysti sér ekki til að ala hann og systkini hans upp. Hann var vandræðaunglingur og lenti iðulega í áflogum. Eftir að hafa verið handtekinn fyrir innbrot var honum komið fyrir í unglingafangelsi aðeins sautján ára gömlum. Eftir fangelsisvistina kom Swanson sér á beinu brautina með því að stunda sjálfboðastarf og brasilískt jiu-jitsu. Hann komst að lokum inn í MMA í gegnum vin sinn Joe Stevenson sem sigraði aðra seríu af The Ultimate Fighter. Swanson fékk í gegnum Stevenson tækifæri til að æfa með tveimur af virtustu þjálfurum heims, þeim Greg Jackson og Mike Winkeljohn í Albuquerque, Nýju-Mexíkó. Hann hefur einnig fengið að æfa hnefaleika með hinum sigursæla boxara Timothy Bradley sem er æskuvinur Swanson. Eftir að hafa sigrað níu af fyrstu tíu MMA bardögum sínum var Swanson boðið að berjast í WEC sem var á þeim tíma stærsta samband heims fyrir léttari þyngdarflokkana. Swanson sigraði fimm af átta bardögum í WEC og tapaði aðeins fyrir þeim allra bestu. Tap á átta sekúndum fyrir José Aldo stendur upp úr sem versti ósigur Swanson á ferlinum en það er þó engin skömm að tapa fyrir snillingi eins og Aldo. Þegar WEC var sameinað UFC fylgdi Swanson með. Hann hefur nú sigrað alla fimm bardaga sína í UFC og hefur aldrei litið betur út. Sigri hann Jeremy Stephens næsta laugardagskvöld verður hann kominn í kjörstöðu til að skora á sigurvegarann úr bardaga José Aldo og Chad Mendes um fjaðurvigtartitilinn sem fer fram 2. ágúst. Vísir og MMA Fréttir starfa saman í umfjöllun um MMA. Ekki gleyma að setja "like" við Facebook síðu þeirra hér.
MMA Mest lesið Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Sport Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Handbolti Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Sport Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Fótbolti Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Fótbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Sport Þriðji sigur Chelsea í röð Enski boltinn Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Formúla 1 Mark Elíasar dugði ekki til að bjarga liðinu frá falli Fótbolti Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Handbolti Fleiri fréttir „Ég ætla að brjóta á honum andlitið“ Sigur skaut liði Ingibjargar upp um þrjú sæti Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Burnley - Chelsea | Vinna gestirnir þriðja í röð? Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Mark Elíasar dugði ekki til að bjarga liðinu frá falli Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé „Skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi“ Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Aron í góðum málum á miðjunni en algjör hörmung hjá Jóhanni Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Átta bestu berjast í beinni á Bullseye Sjá meira