Umfjöllun og viðtöl: Þór/KA - Breiðablik 0-1 | Fyrsta tap Þórs/KA Ólafur Haukur Tómasson skrifar 24. júní 2014 16:08 Vísir/Andri Marinó Breiðabliksstúlkur gerðu góða ferð Norður yfir heiðar í kvöld þegar þær sigruðu topplið Þór/KA í baráttumiklum en bragðdaufum leik. Báðum liðum gekk brösulega að ná upp almennilegu spili og skapa sér góð færi í leik sem þótti kannski ekki mikið fyrir augað. Leikmenn beggja liða lögðu sig fram og var barátta í báðum liðum. Bæði lið höfðu fengið nokkur hálf færi framan af leiknum en náðu ýmist ekki góðum skotum eða markverðir liðana áttu góðar vörslur. Breiðablik gerði tilkall til vítaspyrnu og virtust hafa mikið til síns máls, boltinn fór í hönd Heiðu Ragney leikmann Þórs/KA en dómari leiksins var ekki á því að dæma á það. Eina mark leiksins skoraði Guðrún Arnardóttir þegar hún stýrði boltanum í netið með maganum eftir hornspyrnu Aldísar Köru Lúðvíksdóttur þegar tæplega tuttugu mínútur voru eftir af leiknum og þar við sat.Jóhann Kristinn Gunnarsson: Töpuðum á „skrautfuglamarki" „Ég er hundfúll að hafa tapað þessum leik á einhverju svona skrautfuglamarki eins og við gefum í dag," sagði Jóhann Kristinn, þjálfari Þórs/KA eftir leikinn í kvöld. Lið hans tókst ekki að skapa sér almennileg færi í leiknum og spilaði ekki nógu vel til að uppskera stig. Jóhann telur þó að óheppni gæti haft mikið að segja til um úrslit þessa leiks. „Það vantaði ýmislegt. Ég er ánægður með liðið mitt í dag, þær börðust vel og við vorum að mæta hér öflugri samsetningu leikmanna. Við höfðum ekki heppnina með okkur í dag og gefum þriðja furðufuglamarkið í röð í dag, við gáfum tvö uppi á Skaga og eitt í dag sem verður til þess að við fáum ekkert hér í dag," sagði Jóhann. „Það er búinn einn þriðji af mótinu og við erum við toppinn. Það er eins og við stefndum að," svaraði Jóhann þegar hann var spurður um hvernig hann meti stöðuna þegar þriðjungur mótsins er búinn. Það hefur verið mikið af meiðslum í herbúðum Þórs/KA í sumar. Katrín Ásbjörnsdóttir var til að mynda ekki með í dag og það fóru þremur stúlkum var skipt útaf hjá liðinu í dag vegna meiðsla. Jóhann telur að hann og þjálfarateymi hans þurfi aðeins að skoða sín mál. „Við erum í töluverðu meiðslabrasi og við þurfum að fara að skoða það hvort við eigum ekki bara að taka leikina og pott á milli. Það þyrfti örugglega að fara að kíkja á það hvað við erum að gera því það er alltof mikið af meiðslum hjá okkur," sagði Jóhann.Hlynur Svan Eiríksson: Ekki í mikilli hættu Breiðablik gerði góðan sigur í dag og var Hlynur Eiríksson, þjálfari Breiðabliks, hæst ánægður með að landa sigrinum og taldi sínar stúlkur vel komnar að sigrinum. „Erum mjög ánægð með að fá þrjú stig á erfiðum útivelli. Við vildum halda stöðunni og mér fannst þær ekki ógna markinu hjá okkur. Í lokin fannst mér leikmenn Þór/KA vera orðnar hálf þreyttar. Við hefðum getað haldið boltanum ef til vill betur en mér fannst þetta ekki í mikili hættu," sagði Hlynur. Með sigrinum á toppliðinu tekst Breiðablik að færa sig nær toppbaráttunni og segir Hlynur leikinn hafa skipt miklu máli og sér margt jákvætt í því sem lið hans hefur sýnt það sem af er liðið tímabils. „Við urðum að vinna í dag ef við ætlum að halda lífi í alvöru toppbaráttu. Við getum verið sátt við ansi margt hjá okkur en við höfum aðeins misstígið okkur en öll lið lenda í því," sagði Hlynur. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn Enski boltinn „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Handbolti Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Íslenski boltinn „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Handbolti Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Handbolti Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina „Elska að horfa á FH“ Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Sjá meira
Breiðabliksstúlkur gerðu góða ferð Norður yfir heiðar í kvöld þegar þær sigruðu topplið Þór/KA í baráttumiklum en bragðdaufum leik. Báðum liðum gekk brösulega að ná upp almennilegu spili og skapa sér góð færi í leik sem þótti kannski ekki mikið fyrir augað. Leikmenn beggja liða lögðu sig fram og var barátta í báðum liðum. Bæði lið höfðu fengið nokkur hálf færi framan af leiknum en náðu ýmist ekki góðum skotum eða markverðir liðana áttu góðar vörslur. Breiðablik gerði tilkall til vítaspyrnu og virtust hafa mikið til síns máls, boltinn fór í hönd Heiðu Ragney leikmann Þórs/KA en dómari leiksins var ekki á því að dæma á það. Eina mark leiksins skoraði Guðrún Arnardóttir þegar hún stýrði boltanum í netið með maganum eftir hornspyrnu Aldísar Köru Lúðvíksdóttur þegar tæplega tuttugu mínútur voru eftir af leiknum og þar við sat.Jóhann Kristinn Gunnarsson: Töpuðum á „skrautfuglamarki" „Ég er hundfúll að hafa tapað þessum leik á einhverju svona skrautfuglamarki eins og við gefum í dag," sagði Jóhann Kristinn, þjálfari Þórs/KA eftir leikinn í kvöld. Lið hans tókst ekki að skapa sér almennileg færi í leiknum og spilaði ekki nógu vel til að uppskera stig. Jóhann telur þó að óheppni gæti haft mikið að segja til um úrslit þessa leiks. „Það vantaði ýmislegt. Ég er ánægður með liðið mitt í dag, þær börðust vel og við vorum að mæta hér öflugri samsetningu leikmanna. Við höfðum ekki heppnina með okkur í dag og gefum þriðja furðufuglamarkið í röð í dag, við gáfum tvö uppi á Skaga og eitt í dag sem verður til þess að við fáum ekkert hér í dag," sagði Jóhann. „Það er búinn einn þriðji af mótinu og við erum við toppinn. Það er eins og við stefndum að," svaraði Jóhann þegar hann var spurður um hvernig hann meti stöðuna þegar þriðjungur mótsins er búinn. Það hefur verið mikið af meiðslum í herbúðum Þórs/KA í sumar. Katrín Ásbjörnsdóttir var til að mynda ekki með í dag og það fóru þremur stúlkum var skipt útaf hjá liðinu í dag vegna meiðsla. Jóhann telur að hann og þjálfarateymi hans þurfi aðeins að skoða sín mál. „Við erum í töluverðu meiðslabrasi og við þurfum að fara að skoða það hvort við eigum ekki bara að taka leikina og pott á milli. Það þyrfti örugglega að fara að kíkja á það hvað við erum að gera því það er alltof mikið af meiðslum hjá okkur," sagði Jóhann.Hlynur Svan Eiríksson: Ekki í mikilli hættu Breiðablik gerði góðan sigur í dag og var Hlynur Eiríksson, þjálfari Breiðabliks, hæst ánægður með að landa sigrinum og taldi sínar stúlkur vel komnar að sigrinum. „Erum mjög ánægð með að fá þrjú stig á erfiðum útivelli. Við vildum halda stöðunni og mér fannst þær ekki ógna markinu hjá okkur. Í lokin fannst mér leikmenn Þór/KA vera orðnar hálf þreyttar. Við hefðum getað haldið boltanum ef til vill betur en mér fannst þetta ekki í mikili hættu," sagði Hlynur. Með sigrinum á toppliðinu tekst Breiðablik að færa sig nær toppbaráttunni og segir Hlynur leikinn hafa skipt miklu máli og sér margt jákvætt í því sem lið hans hefur sýnt það sem af er liðið tímabils. „Við urðum að vinna í dag ef við ætlum að halda lífi í alvöru toppbaráttu. Við getum verið sátt við ansi margt hjá okkur en við höfum aðeins misstígið okkur en öll lið lenda í því," sagði Hlynur.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn Enski boltinn „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Handbolti Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Íslenski boltinn „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Handbolti Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Handbolti Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina „Elska að horfa á FH“ Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Sjá meira
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast