Segir amfetamínið ekki haft nein áhrif á árangurinn Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 20. júní 2014 14:06 Mynd/Hestafréttir.is Þorvaldur Árni Þorvaldsson, knapinn sem féll nýverið á lyfjaprófi fyrir amfetamínneyslu, hefur sent frá sér yfirlýsingu. Þorvaldur gekkst undir lyfjapróf eftir töltkeppni í Meistaradeildinni sem hann vann þann 6. mars síðastliðinn. Hann féll á lyfjaprófinu og var dæmdur í þriggja mánaða keppnisbann. Hann áfrýjaði hins vegar dómnum og var áfrýjunin tekin fyrir í gær. Dómurinn var mildaður en þá fyrst var greint frá því opinberlega að Þorvaldur Árni hafi neytt efnisins levmetamfetamine eða amfetamíns. Þorvaldur staðfestir þetta í yfirlýsingunni en tekur fram að hann hafi tekið inn lyfin viku áður en mæling fór fram. „Það er því alveg víst að þau höfðu engin áhrif á árangur minn,“ segir í yfirlýsingunni sem má lesa hér fyrir neðan. „Til þeirra er málið varðar. Ég, Þorvaldur Árni Þorvaldsson, staðfesti að við mælingu Lyfjaeftirlitsnefndar ÍSÍ hinn 6. mars sl. mældust leifar af efni á bannlista ÍSÍ í líkama mínum. Það leiddi til þess að ég var kærður til dómstóls ÍSÍ sem komst að þeirri niðurstöðu að ég skyldi sæta þriggja mánaða keppnisbanni. Mér þótti sú refsing hörð og áfrýjaði því dóminum til áfrýjunardómstóls ÍSÍ sem mildaði refsinguna í 30 daga keppnisbann frá og með 30. maí sl. Ég tek fram að ég neytti umræddra lyfja viku áður en mæling fór fram og var ekki undir áhrifum þeirra í keppni. Því er alveg víst að þau höfðu engin áhrif á árangur minn. Lyfið mælist aftur á móti við sýnatöku í alllangan tíma eftir neyslu. Ég harma mjög þau mistök mín að hafa brotið lög ÍSÍ um lyfjamál og hef einsett mér að læra af þessum mistökum þannig að slíkt gerist aldrei aftur. Virðingarfyllst, Þorvaldur Árni Þorvaldsson“ Íþróttir Tengdar fréttir Amfetamín fannst í lífsýni knapans Lögmaður Þorvaldar Árna Þorvaldssonar hélt því fram að ÍSÍ hefði ekki lögsögu yfir honum og krafðist frávísunar. 20. júní 2014 12:00 Féll á lyfjaprófi en keppir á Landsmótinu Þorvaldur Árni Þorvaldsson verður að óbreyttu á meðal keppenda á Landsmóti hestamanna á Hellu um mánaðarmótin. Áfrýjunardómstól ÍSÍ stytti keppnisbann hans úr þremur mánuðum í einn mánuð með úrskurði sínum í dag. 19. júní 2014 23:14 Keppnisbann knapa stytt: Formaður lyfjaráðs uggandi Formaður lyfjaráðs segir mildun á dómi yfir íslenskum knapa henta honum afskaplega vel enda stutt í Landsmót hestamanna. 20. júní 2014 09:15 Mest lesið Snoop Dogg ráðinn þjálfari fyrir Vetrarólympíuleikana Sport Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Fótbolti Stjörnur HM teknar að hætti Audda Blö Sport Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ Handbolti Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi Fótbolti „Kíkja í þetta jólaþorp og gera sér smá desemberferð til Frakklands“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Körfubolti „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Handbolti Fleiri fréttir Stjörnur HM teknar að hætti Audda Blö Snoop Dogg ráðinn þjálfari fyrir Vetrarólympíuleikana „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Kíkja í þetta jólaþorp og gera sér smá desemberferð til Frakklands“ „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Veislan hafin og Littler feginn eftir fyrsta leik Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Elías á toppnum en Hákon tapaði í Sviss Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Táningur brenndi sögufræga stúku Breiðablik - Shamrock Rovers 3-1 | Sextíu milljónir og fyrsti sigur í höfn Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Frá Akureyri til Danmerkur Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Faðmaði þjálfarann sinn til að sýna og sanna samstöðu liðsins Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Mæta liði frá Íslandi þriðja árið í röð og segjast reynslunni ríkari Big Ben í kvöld: Óli Jó og Hjörvar gestir Sjá meira
Þorvaldur Árni Þorvaldsson, knapinn sem féll nýverið á lyfjaprófi fyrir amfetamínneyslu, hefur sent frá sér yfirlýsingu. Þorvaldur gekkst undir lyfjapróf eftir töltkeppni í Meistaradeildinni sem hann vann þann 6. mars síðastliðinn. Hann féll á lyfjaprófinu og var dæmdur í þriggja mánaða keppnisbann. Hann áfrýjaði hins vegar dómnum og var áfrýjunin tekin fyrir í gær. Dómurinn var mildaður en þá fyrst var greint frá því opinberlega að Þorvaldur Árni hafi neytt efnisins levmetamfetamine eða amfetamíns. Þorvaldur staðfestir þetta í yfirlýsingunni en tekur fram að hann hafi tekið inn lyfin viku áður en mæling fór fram. „Það er því alveg víst að þau höfðu engin áhrif á árangur minn,“ segir í yfirlýsingunni sem má lesa hér fyrir neðan. „Til þeirra er málið varðar. Ég, Þorvaldur Árni Þorvaldsson, staðfesti að við mælingu Lyfjaeftirlitsnefndar ÍSÍ hinn 6. mars sl. mældust leifar af efni á bannlista ÍSÍ í líkama mínum. Það leiddi til þess að ég var kærður til dómstóls ÍSÍ sem komst að þeirri niðurstöðu að ég skyldi sæta þriggja mánaða keppnisbanni. Mér þótti sú refsing hörð og áfrýjaði því dóminum til áfrýjunardómstóls ÍSÍ sem mildaði refsinguna í 30 daga keppnisbann frá og með 30. maí sl. Ég tek fram að ég neytti umræddra lyfja viku áður en mæling fór fram og var ekki undir áhrifum þeirra í keppni. Því er alveg víst að þau höfðu engin áhrif á árangur minn. Lyfið mælist aftur á móti við sýnatöku í alllangan tíma eftir neyslu. Ég harma mjög þau mistök mín að hafa brotið lög ÍSÍ um lyfjamál og hef einsett mér að læra af þessum mistökum þannig að slíkt gerist aldrei aftur. Virðingarfyllst, Þorvaldur Árni Þorvaldsson“
Íþróttir Tengdar fréttir Amfetamín fannst í lífsýni knapans Lögmaður Þorvaldar Árna Þorvaldssonar hélt því fram að ÍSÍ hefði ekki lögsögu yfir honum og krafðist frávísunar. 20. júní 2014 12:00 Féll á lyfjaprófi en keppir á Landsmótinu Þorvaldur Árni Þorvaldsson verður að óbreyttu á meðal keppenda á Landsmóti hestamanna á Hellu um mánaðarmótin. Áfrýjunardómstól ÍSÍ stytti keppnisbann hans úr þremur mánuðum í einn mánuð með úrskurði sínum í dag. 19. júní 2014 23:14 Keppnisbann knapa stytt: Formaður lyfjaráðs uggandi Formaður lyfjaráðs segir mildun á dómi yfir íslenskum knapa henta honum afskaplega vel enda stutt í Landsmót hestamanna. 20. júní 2014 09:15 Mest lesið Snoop Dogg ráðinn þjálfari fyrir Vetrarólympíuleikana Sport Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Fótbolti Stjörnur HM teknar að hætti Audda Blö Sport Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ Handbolti Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi Fótbolti „Kíkja í þetta jólaþorp og gera sér smá desemberferð til Frakklands“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Körfubolti „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Handbolti Fleiri fréttir Stjörnur HM teknar að hætti Audda Blö Snoop Dogg ráðinn þjálfari fyrir Vetrarólympíuleikana „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Kíkja í þetta jólaþorp og gera sér smá desemberferð til Frakklands“ „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Veislan hafin og Littler feginn eftir fyrsta leik Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Elías á toppnum en Hákon tapaði í Sviss Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Táningur brenndi sögufræga stúku Breiðablik - Shamrock Rovers 3-1 | Sextíu milljónir og fyrsti sigur í höfn Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Frá Akureyri til Danmerkur Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Faðmaði þjálfarann sinn til að sýna og sanna samstöðu liðsins Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Mæta liði frá Íslandi þriðja árið í röð og segjast reynslunni ríkari Big Ben í kvöld: Óli Jó og Hjörvar gestir Sjá meira
Amfetamín fannst í lífsýni knapans Lögmaður Þorvaldar Árna Þorvaldssonar hélt því fram að ÍSÍ hefði ekki lögsögu yfir honum og krafðist frávísunar. 20. júní 2014 12:00
Féll á lyfjaprófi en keppir á Landsmótinu Þorvaldur Árni Þorvaldsson verður að óbreyttu á meðal keppenda á Landsmóti hestamanna á Hellu um mánaðarmótin. Áfrýjunardómstól ÍSÍ stytti keppnisbann hans úr þremur mánuðum í einn mánuð með úrskurði sínum í dag. 19. júní 2014 23:14
Keppnisbann knapa stytt: Formaður lyfjaráðs uggandi Formaður lyfjaráðs segir mildun á dómi yfir íslenskum knapa henta honum afskaplega vel enda stutt í Landsmót hestamanna. 20. júní 2014 09:15