Frábær tækifæri til uppbyggingar í Skeifunni Heimir Már Pétursson skrifar 9. júlí 2014 20:00 Formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur segir Skeifuna liggja frábærlega í borginni fyrir íbúðasvæði en í dag er um helmingur lands í Skeifunni bílastæði. Mikilvægt sé að þróa hverfið með hliðsjón af því sem þar er fyrir en gert er ráð fyrir að um fimm hundruð íbúðir rísi í Skeifunni á næstu fimmtán árum. Miðja Reykjavíkurborgar er í rauninni í Skeifunni. Þar er gert ráð fyrir allnokkri íbúðabyggð samkvæmt aðalskipulagi til ársins 2030. Spurningin er hvort þeir hörmulegu atburðir sem áttu sér stað á sunnudagskvöld verði til þess að flýta þeirri skipulagsvinnu? „Það er hugsanlegt. Aðalatriðið til að byrja með er að spá í það hvernig þeir sem urðu fyrir miklu tjóni fá það bætt. Það er númer eitt, tvö og þrjú. En það er rétt að í aðalskipulaginu sem gildir til 2030 er gert ráð fyrir því að hér geti komið 500 íbúðir og reyndar hafa menn lengi horft til þessa svæðis. Það má segja að þetta sé risastórt bílastæði með slatta af byggingum. Ég held að tæplega 50 % svæðisins séu bílastæði,“ segir Hjálmar Sveinsson formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar. Hjálmar segir Skeifuna liggja frábærlega í borginni fyrir blandaða byggð og atvinnuhúsnæði. En það sé ekki sama hvernig hverfið verði skipulagt. „Hér er blómlegur business og þetta þarf að vera þannig að allir muni í einhverjum skilningi græða á þeirri uppbyggingu sem fer fram hérna. Og ég tel mikilvægt að þetta verði ekki eins og gert hefur verið víða í borginni að allt er rifið sem fyrir er, heldur að það sem er byggt nýtt verði prjónað inn í það sem fyrir er. Þannig að hérna verði íbúðasvæði. En hérna geti líka þær verslanir og skrifstofur sem fyrir eru haldið áfram að þrífast og stunda sín viðskipti,“ segir Hjálmar. Samstarfs- og skipulagshópurinn Hæg breytileg átt hafði löngu fyrir brunann sett fram hugmyndir um framtíðarskipulag Skeifunnar, þar sem m.a. er horft til Soho hverfisins í Lundúnum. Hjálmari lýst vel á hugmyndir hópsins. „Ég hef skoðað þetta svolítið og ég er eiginlega algerlega sammála öllum þeirra áherslupunktum. Þar er einmitt gert ráð fyrir að þetta verði ekki, ef til kemur, eitthvað blokkarhverfi, heldur einmitt þessi skemmtilega blanda af atvinnustarfsemi og íbúðum. Eins og er í þessu fræga Meat District hverfi á Manhattan og í Soho. Hér eru frábær tækifæri til að byggja upp slíkt hverfi,“ segir Hjálmar Sveinsson. Reykjavík Stórbruni í Skeifunni Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Erlent Fleiri fréttir Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Sjá meira
Formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur segir Skeifuna liggja frábærlega í borginni fyrir íbúðasvæði en í dag er um helmingur lands í Skeifunni bílastæði. Mikilvægt sé að þróa hverfið með hliðsjón af því sem þar er fyrir en gert er ráð fyrir að um fimm hundruð íbúðir rísi í Skeifunni á næstu fimmtán árum. Miðja Reykjavíkurborgar er í rauninni í Skeifunni. Þar er gert ráð fyrir allnokkri íbúðabyggð samkvæmt aðalskipulagi til ársins 2030. Spurningin er hvort þeir hörmulegu atburðir sem áttu sér stað á sunnudagskvöld verði til þess að flýta þeirri skipulagsvinnu? „Það er hugsanlegt. Aðalatriðið til að byrja með er að spá í það hvernig þeir sem urðu fyrir miklu tjóni fá það bætt. Það er númer eitt, tvö og þrjú. En það er rétt að í aðalskipulaginu sem gildir til 2030 er gert ráð fyrir því að hér geti komið 500 íbúðir og reyndar hafa menn lengi horft til þessa svæðis. Það má segja að þetta sé risastórt bílastæði með slatta af byggingum. Ég held að tæplega 50 % svæðisins séu bílastæði,“ segir Hjálmar Sveinsson formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar. Hjálmar segir Skeifuna liggja frábærlega í borginni fyrir blandaða byggð og atvinnuhúsnæði. En það sé ekki sama hvernig hverfið verði skipulagt. „Hér er blómlegur business og þetta þarf að vera þannig að allir muni í einhverjum skilningi græða á þeirri uppbyggingu sem fer fram hérna. Og ég tel mikilvægt að þetta verði ekki eins og gert hefur verið víða í borginni að allt er rifið sem fyrir er, heldur að það sem er byggt nýtt verði prjónað inn í það sem fyrir er. Þannig að hérna verði íbúðasvæði. En hérna geti líka þær verslanir og skrifstofur sem fyrir eru haldið áfram að þrífast og stunda sín viðskipti,“ segir Hjálmar. Samstarfs- og skipulagshópurinn Hæg breytileg átt hafði löngu fyrir brunann sett fram hugmyndir um framtíðarskipulag Skeifunnar, þar sem m.a. er horft til Soho hverfisins í Lundúnum. Hjálmari lýst vel á hugmyndir hópsins. „Ég hef skoðað þetta svolítið og ég er eiginlega algerlega sammála öllum þeirra áherslupunktum. Þar er einmitt gert ráð fyrir að þetta verði ekki, ef til kemur, eitthvað blokkarhverfi, heldur einmitt þessi skemmtilega blanda af atvinnustarfsemi og íbúðum. Eins og er í þessu fræga Meat District hverfi á Manhattan og í Soho. Hér eru frábær tækifæri til að byggja upp slíkt hverfi,“ segir Hjálmar Sveinsson.
Reykjavík Stórbruni í Skeifunni Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Erlent Fleiri fréttir Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Sjá meira