Rosberg er ekki Þjóðverji 8. júlí 2014 12:00 Samband liðsfélaganna versnar með hverri keppni. vísir/getty Bretinn Lewis Hamilton er heldur betur búinn að kynda bálið fyrir þýska kappaksturinn í Formúlu 1. Það andar köldu á milli hans og liðsfélaga hans hjá Mercedes, Nico Rosberg. Það samband á ekki eftir að batna eftir nýjustu ummæli Hamilton um hinn þýska liðsfélaga sinn. "Ef ég á að vera heiðarlegur þá hefur Nico aldrei verið í Þýskalandi þannig að hann er í raun ekki Þjóðverji. Þegar við vorum að keppa á kartbílum þá stóð hann aldrei við hlið þýska fánans," sagði Hamilton. "Á brautinni þá þurftu ökumennirnir að standa við hlið stúlku með fána eða skilti. Hann stóð alltaf hjá Mónakó-skiltinu og aldrei hjá þýskum fána eða skilti. Hann er frá Þýskalandi, Finnlandi og Mónakó eða álíka." Rosberg hefur aftur á móti verið að styrkja tengsl sín við Þýskaland og var í þýska landsliðsbúningnum fyrir síðustu keppni. Hann er alinn upp í Mónakó en móðir hans er þýsk en faðir hans finnskur. Rosberg hefur alltaf kosið að keppa undir merkjum Þýskalands. Formúla Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar Fótbolti Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Bretinn Lewis Hamilton er heldur betur búinn að kynda bálið fyrir þýska kappaksturinn í Formúlu 1. Það andar köldu á milli hans og liðsfélaga hans hjá Mercedes, Nico Rosberg. Það samband á ekki eftir að batna eftir nýjustu ummæli Hamilton um hinn þýska liðsfélaga sinn. "Ef ég á að vera heiðarlegur þá hefur Nico aldrei verið í Þýskalandi þannig að hann er í raun ekki Þjóðverji. Þegar við vorum að keppa á kartbílum þá stóð hann aldrei við hlið þýska fánans," sagði Hamilton. "Á brautinni þá þurftu ökumennirnir að standa við hlið stúlku með fána eða skilti. Hann stóð alltaf hjá Mónakó-skiltinu og aldrei hjá þýskum fána eða skilti. Hann er frá Þýskalandi, Finnlandi og Mónakó eða álíka." Rosberg hefur aftur á móti verið að styrkja tengsl sín við Þýskaland og var í þýska landsliðsbúningnum fyrir síðustu keppni. Hann er alinn upp í Mónakó en móðir hans er þýsk en faðir hans finnskur. Rosberg hefur alltaf kosið að keppa undir merkjum Þýskalands.
Formúla Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar Fótbolti Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira