Lögreglumenn ósáttir með að hafa ekki verið kallaðir út Samúel Karl Ólason skrifar 7. júlí 2014 18:26 Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna. Vísir/Andri „Eins og ég hef heyrt af kollegum mínum, þá virðist vera að það hafi ekki verið gripið til stórs útkalls, eða allsherjarútkalls meðal lögreglumanna sem voru á frívakt líkt og til dæmis slökkviliðið gerði á brunavettvangi. Þeir kalla ekki til björgunarsveitarfólk til að sjá um slökkvistörf fyrir sig.“ Þetta sagði Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann sagðist hafa heyrt af óánægju lögreglumanna með þetta fyrirkomulag, en sagði það ekki snúast um núning á milli lögreglu og björgunarsveita. „En þarna virðist hafa verið farin sú leið að kalla til björgunarsveitarfólk til að sinna störfum sem klárlega eru hlutverk lögreglu. Það er að hefta aðgang forvitinna vegfarnenda að hættusvæði sem klárlega skapaðist.“ „Þetta er svo sem ekki í fyrsta sinn sem þetta hefur gerst. Ástæðuna fyrir því veit ég svo sem ekki, en get farið út í að fabúlera á þá vegu að það kosti peninga að kalla lögreglumenn í vinnu og ég geri ekki ráð fyrir því að lögreglan sé að borga mikið fyrir þessa þjónustu björgunarsveitarinnar.“ Snorri segist óttast um að um sé að ræða bókhaldsdæmi sé að ræða, þar sem ekkert þurfi að greiða björgunarsveitarmönnum. „Ég veit ekki að nákvæmlega sé svo í pottinn búið, en það er kannski rétt að þið leitið svara.“ „Ég veit að það var fjöldinn allur af lögreglumönnum á frívakt svokallaðri, það er á milli vakta sem að í raun biðu bara við símann á eftir því að vera kallaðir til vinnu.“ Hann sagði að Landssamband lögreglumanna myndi leita eftir skýringum á þessu fyrirkomulagi. „Og sérlega í ljósi þess sem að ég sagði hér rétt áðan. Ég veit að það var fjöldi lögreglumanna sem nánast beið við símann og gerði sér grein fyrir því hættuástandi og þeirri þörf á lögreglumönnum sem var á vettvangi. Já við munum leita eftir skýringum til yfirvalda á því hvers vegna svona var í búið.“Nokkurs konar framlenging á lögreglumönnum Björgunarsveitir munu hafa boðist til að aðstoða lögreglu í Skeifunni sem var þegið. „Við vinnum mikið með þeim, eins og á menningarnótt, og þegar verkefnin eru mjög stór. Þá fáum við þá til okkar og erum þá alltaf með einn eða tvo lögregluþjóna með þeim,“ segir Jóhann Karl Þórisson, aðstoðaryfirlögregluþjónn í samtali við Vísi. „Þeir eru nokkurskonar framlenging á okkur.“Björgunarsveitarmenn hafa þó ekkert vald í lögum til að stjórna mannfjölda. „Þess vegna er lögreglumaður með í hverjum hóp. Ef menn eru með eitthvað röfl er kallað í okkur. Þó er þetta yfirleitt tæklað á góðu nótunum.“ „Þegar við þurfum að fá mikinn fjölda á stuttum tíma er gott að leita til þeirra,“ segir Jóhann. „Það er ómetanlegt að hafa aðgang að svona snillingum. Þeir sinna þó bara almennri gæslu og þá getum við kannski sparað lögreglumenn í svona lokun og sinnt því sem við þurfum að sinna.“ Reykjavík Stórbruni í Skeifunni Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ Innlent „Þetta er svona eitraður kokteill” Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Fleiri fréttir Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Sjá meira
„Eins og ég hef heyrt af kollegum mínum, þá virðist vera að það hafi ekki verið gripið til stórs útkalls, eða allsherjarútkalls meðal lögreglumanna sem voru á frívakt líkt og til dæmis slökkviliðið gerði á brunavettvangi. Þeir kalla ekki til björgunarsveitarfólk til að sjá um slökkvistörf fyrir sig.“ Þetta sagði Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann sagðist hafa heyrt af óánægju lögreglumanna með þetta fyrirkomulag, en sagði það ekki snúast um núning á milli lögreglu og björgunarsveita. „En þarna virðist hafa verið farin sú leið að kalla til björgunarsveitarfólk til að sinna störfum sem klárlega eru hlutverk lögreglu. Það er að hefta aðgang forvitinna vegfarnenda að hættusvæði sem klárlega skapaðist.“ „Þetta er svo sem ekki í fyrsta sinn sem þetta hefur gerst. Ástæðuna fyrir því veit ég svo sem ekki, en get farið út í að fabúlera á þá vegu að það kosti peninga að kalla lögreglumenn í vinnu og ég geri ekki ráð fyrir því að lögreglan sé að borga mikið fyrir þessa þjónustu björgunarsveitarinnar.“ Snorri segist óttast um að um sé að ræða bókhaldsdæmi sé að ræða, þar sem ekkert þurfi að greiða björgunarsveitarmönnum. „Ég veit ekki að nákvæmlega sé svo í pottinn búið, en það er kannski rétt að þið leitið svara.“ „Ég veit að það var fjöldinn allur af lögreglumönnum á frívakt svokallaðri, það er á milli vakta sem að í raun biðu bara við símann á eftir því að vera kallaðir til vinnu.“ Hann sagði að Landssamband lögreglumanna myndi leita eftir skýringum á þessu fyrirkomulagi. „Og sérlega í ljósi þess sem að ég sagði hér rétt áðan. Ég veit að það var fjöldi lögreglumanna sem nánast beið við símann og gerði sér grein fyrir því hættuástandi og þeirri þörf á lögreglumönnum sem var á vettvangi. Já við munum leita eftir skýringum til yfirvalda á því hvers vegna svona var í búið.“Nokkurs konar framlenging á lögreglumönnum Björgunarsveitir munu hafa boðist til að aðstoða lögreglu í Skeifunni sem var þegið. „Við vinnum mikið með þeim, eins og á menningarnótt, og þegar verkefnin eru mjög stór. Þá fáum við þá til okkar og erum þá alltaf með einn eða tvo lögregluþjóna með þeim,“ segir Jóhann Karl Þórisson, aðstoðaryfirlögregluþjónn í samtali við Vísi. „Þeir eru nokkurskonar framlenging á okkur.“Björgunarsveitarmenn hafa þó ekkert vald í lögum til að stjórna mannfjölda. „Þess vegna er lögreglumaður með í hverjum hóp. Ef menn eru með eitthvað röfl er kallað í okkur. Þó er þetta yfirleitt tæklað á góðu nótunum.“ „Þegar við þurfum að fá mikinn fjölda á stuttum tíma er gott að leita til þeirra,“ segir Jóhann. „Það er ómetanlegt að hafa aðgang að svona snillingum. Þeir sinna þó bara almennri gæslu og þá getum við kannski sparað lögreglumenn í svona lokun og sinnt því sem við þurfum að sinna.“
Reykjavík Stórbruni í Skeifunni Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ Innlent „Þetta er svona eitraður kokteill” Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Fleiri fréttir Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Sjá meira