Rjúkandi sala á pylsum í brunanum í gær Kjartan Atli Kjartansson skrifar 7. júlí 2014 13:07 Egill með pylsuna í gær. Mynd/Andrea Rán Jóhannsdóttir Löng röð myndaðist fyrir utan pylsusjoppuna Borgarpylsur í Skeifunni í gærkvöldi, þegar mikið af fólki mætti til að horfa á brunann þar. Hulda Ólafsdóttir eigandi var stödd þarna fyrir í sjoppunni fyrir tilviljun og ákvað að selja svöngum gestum pylsur. „Við lokum klukkan hálf sjö á sunnudögum og það var eins í gær. En ég þurfti að skjótast þarna með tuskur og fleira áður en ég fór í sumarbústað,“ útskýrir Hulda og heldur áfram: „Ég kom þarna upp úr hálf níu í gærkvöldi og þá sá ég að bruninn var byrjaður.“ Mikið af fólki hafði þá safnast saman nálægt Borgarpylsum. „Svo kemur einn maður og spyr mig hvort ég eigi pylsur. Ég svaraði honum þannig að ég ætti tvær pylsur frá því að ég lokaði og bauð honum þær. Hann þáði það boð. Síðan bættust við fleiri sem vildi pylsur þannig að ég ákvað að opna bara. Ég var með opið í svona korter til tuttugu mínútur og það seldist bara nokkuð vel hjá mér. En svo var ég beðin um að loka, því svæðinu í kring var lokað.“Borgarpylsur í morgun. Nóg var að gera í gær.Vísir/Vilhelm„Hefur verið eins og sautjándi júní“ Einn þeirra sem fékk sér pylsu var Egill Ólafur Thorarensen, rappari og einn af skipuleggjendum Secret Solstice hátíðarinnar. „Þetta hefur bara verið eins á sautjánda júní fyrir pyslusalann. Þarna var löng röð, allir vildu pylsu,“ segir hann og bætir við: „Þetta var mjög góð pylsa sem ég fékk þarna.“ Egill var staddur í nágrenni brunans og ákvað að kíkja á staðinn. „Já, við vorum þarna rétt hjá og kíktum. Þarna var minn fyrsti vinnustaður að brenna, ég vann þarna í BT þegar ég var sextán ára. Það var mjög sérstakt að horfa upp á þetta.“ Egill sést með pylsuna hér á myndinni að ofan. „Myndin var tekin rétt áður en lögreglan færði bandið aftar og bað fólk að yfirgefa svæðið. Að sjálfsögðu hlýddum við því og fórum.“ Hér að neðan smá sjá tíst um röðina fyrir utan Borgarpylsur.Borgarpylsur grunaðir? #samsæri pic.twitter.com/a2U2yqYIrW— Ásgrímur Gunnarsson (@asigunn) July 6, 2014 Reykjavík Stórbruni í Skeifunni Tengdar fréttir Skeifubruninn: „Því meira sem brennur því meiri reykur“ "Það hefur brunnið í þessu húsi áður,“ segir Bjarni Kjartansson, sviðstjóri forvarnarsviðs slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins um brunann í Skeifunni 11. 7. júlí 2014 00:47 Mikill eldur í Skeifunni Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hefur verið kallað út vegna mikils elds sem logar í Skeifunni. 6. júlí 2014 20:33 „Við munum rísa úr öskunni fljótt“ Ingþór Ásgeirsson, framkvæmdastjóri verslunarsviðs Pennans, sem á og rekur verslunina Griffil, gengur út frá því að allt sé farið sem þar sé innandyra. 6. júlí 2014 22:00 Hættuástand í Skeifunni: Margmenni á svæðinu Fólk er beðið að halda sig fjarri Skeifunni í Reykjavík. 6. júlí 2014 21:52 Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Innlent Fleiri fréttir Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Sjá meira
Löng röð myndaðist fyrir utan pylsusjoppuna Borgarpylsur í Skeifunni í gærkvöldi, þegar mikið af fólki mætti til að horfa á brunann þar. Hulda Ólafsdóttir eigandi var stödd þarna fyrir í sjoppunni fyrir tilviljun og ákvað að selja svöngum gestum pylsur. „Við lokum klukkan hálf sjö á sunnudögum og það var eins í gær. En ég þurfti að skjótast þarna með tuskur og fleira áður en ég fór í sumarbústað,“ útskýrir Hulda og heldur áfram: „Ég kom þarna upp úr hálf níu í gærkvöldi og þá sá ég að bruninn var byrjaður.“ Mikið af fólki hafði þá safnast saman nálægt Borgarpylsum. „Svo kemur einn maður og spyr mig hvort ég eigi pylsur. Ég svaraði honum þannig að ég ætti tvær pylsur frá því að ég lokaði og bauð honum þær. Hann þáði það boð. Síðan bættust við fleiri sem vildi pylsur þannig að ég ákvað að opna bara. Ég var með opið í svona korter til tuttugu mínútur og það seldist bara nokkuð vel hjá mér. En svo var ég beðin um að loka, því svæðinu í kring var lokað.“Borgarpylsur í morgun. Nóg var að gera í gær.Vísir/Vilhelm„Hefur verið eins og sautjándi júní“ Einn þeirra sem fékk sér pylsu var Egill Ólafur Thorarensen, rappari og einn af skipuleggjendum Secret Solstice hátíðarinnar. „Þetta hefur bara verið eins á sautjánda júní fyrir pyslusalann. Þarna var löng röð, allir vildu pylsu,“ segir hann og bætir við: „Þetta var mjög góð pylsa sem ég fékk þarna.“ Egill var staddur í nágrenni brunans og ákvað að kíkja á staðinn. „Já, við vorum þarna rétt hjá og kíktum. Þarna var minn fyrsti vinnustaður að brenna, ég vann þarna í BT þegar ég var sextán ára. Það var mjög sérstakt að horfa upp á þetta.“ Egill sést með pylsuna hér á myndinni að ofan. „Myndin var tekin rétt áður en lögreglan færði bandið aftar og bað fólk að yfirgefa svæðið. Að sjálfsögðu hlýddum við því og fórum.“ Hér að neðan smá sjá tíst um röðina fyrir utan Borgarpylsur.Borgarpylsur grunaðir? #samsæri pic.twitter.com/a2U2yqYIrW— Ásgrímur Gunnarsson (@asigunn) July 6, 2014
Reykjavík Stórbruni í Skeifunni Tengdar fréttir Skeifubruninn: „Því meira sem brennur því meiri reykur“ "Það hefur brunnið í þessu húsi áður,“ segir Bjarni Kjartansson, sviðstjóri forvarnarsviðs slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins um brunann í Skeifunni 11. 7. júlí 2014 00:47 Mikill eldur í Skeifunni Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hefur verið kallað út vegna mikils elds sem logar í Skeifunni. 6. júlí 2014 20:33 „Við munum rísa úr öskunni fljótt“ Ingþór Ásgeirsson, framkvæmdastjóri verslunarsviðs Pennans, sem á og rekur verslunina Griffil, gengur út frá því að allt sé farið sem þar sé innandyra. 6. júlí 2014 22:00 Hættuástand í Skeifunni: Margmenni á svæðinu Fólk er beðið að halda sig fjarri Skeifunni í Reykjavík. 6. júlí 2014 21:52 Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Innlent Fleiri fréttir Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Sjá meira
Skeifubruninn: „Því meira sem brennur því meiri reykur“ "Það hefur brunnið í þessu húsi áður,“ segir Bjarni Kjartansson, sviðstjóri forvarnarsviðs slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins um brunann í Skeifunni 11. 7. júlí 2014 00:47
Mikill eldur í Skeifunni Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hefur verið kallað út vegna mikils elds sem logar í Skeifunni. 6. júlí 2014 20:33
„Við munum rísa úr öskunni fljótt“ Ingþór Ásgeirsson, framkvæmdastjóri verslunarsviðs Pennans, sem á og rekur verslunina Griffil, gengur út frá því að allt sé farið sem þar sé innandyra. 6. júlí 2014 22:00
Hættuástand í Skeifunni: Margmenni á svæðinu Fólk er beðið að halda sig fjarri Skeifunni í Reykjavík. 6. júlí 2014 21:52