„Vonandi sýnir þetta slys að við erum ekki bara fyrir“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 7. júlí 2014 10:47 Nanna Björk Barkardóttir æfir sund með Sundfélaginu Óðni á Akureyri. „Við vorum alveg að klára sundæfingu þegar þetta gerðist. Ég var aðeins á undan hinum stelpunum þegar ég kom að bakkanum á fimmtu braut en maðurinn var á endabrautinni – þeirri sjöttu,“ lýsir hin fimmtán ára Nanna Björk Barkardóttir aðdragandanum að því þegar hún dró meðvitundarlausan mann á níræðisaldri upp af botni sundlaugar Akureyrar nú á fimmtudag. Talið er að maðurinn hafi fengið hjartastopp er hann var á sundi í lauginni en hann er hjartasjúklingur með gangráð. Nanna var ásamt vinum sínum á æfingu hjá Sundfélaginu Óðni þegar hún varð vör við mann á bakkanum sem henni þótti horfa „skringilega á hana“. Þá hafi hún rekið augun í meðvitundarlausa manninn undir yfirborðinu. „Ég komst að því síðar að þessi á bakkanum var besti vinur mannsins sem lá á botninum en hann er líka eldri maður. Hann hefði líklega ekki getað synt eftir honum á botninn sjálfur,“ bætir Nanna við. „Ég kallaði „Stelpur, stelpur!“ og benti vinkonum mínum á manninn í lauginni. Þær hlupu inn og náðu í hóp fólks úr afgreiðslunni sem kom með endurlífgunartæki. Á meðan kafaði ég niður og náði í manninn og svo komu tveir menn og aðstoðuðu mig við að draga hann upp á bakkann. Fólkið í afgreiðslunni fór þá strax að hnoða manninn og nota endurlífgunartækið,“ segir Nanna og bætir við að innan einungis örfárra mínútna hafi þrír sjúkrabílar verið mættir á svæðið sem fluttu manninn á fjórðungssjúkrahúsið. Þar hefur honum verið haldið sofandi síðan á fimmtudag en samkvæmt upplýsingum fréttastofu var reynt að vekja manninn í gær. Nanna hefur fengið þjálfun í björgunarsundi á svokölluðu barnapíunámskeiði en í kjölfar slyssins mun öllum í sundfélaginu vera boðið á skyndihjálparnámskeið á vegum sundlaugar Akureyrar. Nanna vonar að atvikið verði til þess að auka umburðarlyndið meðal sundgesta. „Mér finnst gamla fólkið oft koma fram við okkur krakkana eins og við séum fyrir þeim í sundlauginni. Vonandi sýnir þetta slys að við erum ekki bara fyrir,“ segir Nanna Björk Barkardóttir sunddrottning glöð í bragði. Akureyri Sundlaugar Tengdar fréttir Fannst meðvitundarlaus á botni sundlaugarinnar Maður á níræðisaldri missti meðvitund í Sundlaug Akureyrar um áttaleytið í morgun. Talið er að hann hafi fengið hjartaáfall. 3. júlí 2014 11:27 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Fleiri fréttir „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Sjá meira
„Við vorum alveg að klára sundæfingu þegar þetta gerðist. Ég var aðeins á undan hinum stelpunum þegar ég kom að bakkanum á fimmtu braut en maðurinn var á endabrautinni – þeirri sjöttu,“ lýsir hin fimmtán ára Nanna Björk Barkardóttir aðdragandanum að því þegar hún dró meðvitundarlausan mann á níræðisaldri upp af botni sundlaugar Akureyrar nú á fimmtudag. Talið er að maðurinn hafi fengið hjartastopp er hann var á sundi í lauginni en hann er hjartasjúklingur með gangráð. Nanna var ásamt vinum sínum á æfingu hjá Sundfélaginu Óðni þegar hún varð vör við mann á bakkanum sem henni þótti horfa „skringilega á hana“. Þá hafi hún rekið augun í meðvitundarlausa manninn undir yfirborðinu. „Ég komst að því síðar að þessi á bakkanum var besti vinur mannsins sem lá á botninum en hann er líka eldri maður. Hann hefði líklega ekki getað synt eftir honum á botninn sjálfur,“ bætir Nanna við. „Ég kallaði „Stelpur, stelpur!“ og benti vinkonum mínum á manninn í lauginni. Þær hlupu inn og náðu í hóp fólks úr afgreiðslunni sem kom með endurlífgunartæki. Á meðan kafaði ég niður og náði í manninn og svo komu tveir menn og aðstoðuðu mig við að draga hann upp á bakkann. Fólkið í afgreiðslunni fór þá strax að hnoða manninn og nota endurlífgunartækið,“ segir Nanna og bætir við að innan einungis örfárra mínútna hafi þrír sjúkrabílar verið mættir á svæðið sem fluttu manninn á fjórðungssjúkrahúsið. Þar hefur honum verið haldið sofandi síðan á fimmtudag en samkvæmt upplýsingum fréttastofu var reynt að vekja manninn í gær. Nanna hefur fengið þjálfun í björgunarsundi á svokölluðu barnapíunámskeiði en í kjölfar slyssins mun öllum í sundfélaginu vera boðið á skyndihjálparnámskeið á vegum sundlaugar Akureyrar. Nanna vonar að atvikið verði til þess að auka umburðarlyndið meðal sundgesta. „Mér finnst gamla fólkið oft koma fram við okkur krakkana eins og við séum fyrir þeim í sundlauginni. Vonandi sýnir þetta slys að við erum ekki bara fyrir,“ segir Nanna Björk Barkardóttir sunddrottning glöð í bragði.
Akureyri Sundlaugar Tengdar fréttir Fannst meðvitundarlaus á botni sundlaugarinnar Maður á níræðisaldri missti meðvitund í Sundlaug Akureyrar um áttaleytið í morgun. Talið er að hann hafi fengið hjartaáfall. 3. júlí 2014 11:27 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Fleiri fréttir „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Sjá meira
Fannst meðvitundarlaus á botni sundlaugarinnar Maður á níræðisaldri missti meðvitund í Sundlaug Akureyrar um áttaleytið í morgun. Talið er að hann hafi fengið hjartaáfall. 3. júlí 2014 11:27