UFC 175: Tveir titilbardagar í nótt Pétur Marinó Jónsson skrifar 5. júlí 2014 16:45 Weidman og Machida verða í aðalbardaganum í nótt. Vísir/Getty Í nótt fara tveir titilbardaga fram á UFC 175. Bardagakvöldið fer fram í Las Vegas í Bandaríkjunum og hefst útsendingin kl 2 á Stöð 2 Sport.Chris Weidman (11-0) gegn Lyoto Machida (21-4) - titilbardagi í millivigt (84 kg)Chris Weidman hefur titil að verja gegn Lyoto Machida í aðalbardaga kvöldsins. Eftir að hafa sigrað eina mestu goðsögn í MMA, Anderson Silva, tvisvar með óvenjulegum hætti eru enn einhverjir ekki sannfærðir um að Weidman sé verðugur meistari. Hann fær nú tækifæri til að sýna og sanna að hann sé verðugur meistari.3 atriði til að hafa í hugaFrábær glímumaður og hefur aldrei verið tekinn niður í MMAÆfir hjá Matt Serra og Ray Longo en Serra er fyrrum veltivigtarmeistari UFCFyrsti maðurinn í 7 ár til að sigra Anderson Silva Lyoto Machida er þekktur fyrir skemmtlegan karate stíl í bardögum sínum. Þessi óvenjulegi stíll og frábær felluvörn skilaði honum léttþungavigtartitilinum árið 2009. Hann var ekki lengi meistari og færði sig niður í millivigt í fyrra þar sem hann hefur litið afar vel út. Sigri hann titilinn í nótt verður hann aðeins þriðji maðurinn í sögu UFC til að verða meistari í tveimur þyngdarflokkum.3 atriði til að hafa í hugaFær sjaldan högg á sigMeð 83% felluvörn í UFCTreystir á gagnhöggin sín og brellurRonda Rousey (9-0) gegn Alexis Davis (16-5) - titilbardagi í bantamvigt kvenna (61 kg)Ronda Rousey er ein skærasta stjarnan í UFC í dag og verður þetta fjórða titilvörn hennar í UFC. Hún hlaut bronsverðlaun í júdó á Ólympíuleikunum árið 2008 og er júdó hennar í heimsklassa. Hún hefur bætt boxið sitt mikið á undanförnu en hún sigraði fyrstu átta bardaga sína eftir „armbar“.3 atriði til að hafa í hugaEr Hollywood ferill Rousey að trufla bardagaferilinn?Sigraði Sara McMann síðast eftir tæknilegt rothögg, hennar fyrsta á ferlinumHefur sigrað alla bardaga sína nema 1 í 1. lotuAlexis Davis er svart belti í brasilísku jiu-jitsu og með mikla reynslu. Hún er eitilhörð af sér en nánast enginn hefur trú á að hún eigi roð í meistarann. Það skal þó enginn afskrifa Davis sem er í 2. sæti á styrkleikalista UFC í þyngdarflokkinum.3 atriði til að hafa í hugaEr ekki með góða felluvörnHefur sigrað 7 bardaga eftir uppgjafartökHefur barist sem atvinnumaður frá 2007 MMA Tengdar fréttir UFC 175: Chris Weidman og ameríski draumurinn UFC meistarinn í millivigt, Chris Weidman, ver titil sinn í annað skipti næsta laugardagskvöld á móti fyrrverandi meistara í léttþungavigt, Lyota Machida. 3. júlí 2014 22:00 UFC 175: Nær skýjakljúfurinn að sigra fyrrum NFL leikmanninn? UFC 175 fer fram í Mandalay Bay í Las Vegas, Nevada annað kvöld. Fimm bardagar verða í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst hún klukkan 2. 5. júlí 2014 06:00 UFC 175: Lyoto Machida drekkur eigið þvag Næstkomandi laugardagskvöld mun Lyoto Machida skora á millivigtarmeistara UFC, Chris Weidman, í aðalbardaga UFC 175. Machida er með sterkan bakgrunn í karate og drekkur eigið þvag af heilsufarsástæðum. 1. júlí 2014 23:30 Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Fleiri fréttir „Það er algjört kjaftæði“ Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Lífsferill íþróttamannsins: Eldur kviknar „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Dagskráin: Stúkan hitar upp fyrir sumarið og úrslitakeppnin í Bónus karla Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Sjá meira
Í nótt fara tveir titilbardaga fram á UFC 175. Bardagakvöldið fer fram í Las Vegas í Bandaríkjunum og hefst útsendingin kl 2 á Stöð 2 Sport.Chris Weidman (11-0) gegn Lyoto Machida (21-4) - titilbardagi í millivigt (84 kg)Chris Weidman hefur titil að verja gegn Lyoto Machida í aðalbardaga kvöldsins. Eftir að hafa sigrað eina mestu goðsögn í MMA, Anderson Silva, tvisvar með óvenjulegum hætti eru enn einhverjir ekki sannfærðir um að Weidman sé verðugur meistari. Hann fær nú tækifæri til að sýna og sanna að hann sé verðugur meistari.3 atriði til að hafa í hugaFrábær glímumaður og hefur aldrei verið tekinn niður í MMAÆfir hjá Matt Serra og Ray Longo en Serra er fyrrum veltivigtarmeistari UFCFyrsti maðurinn í 7 ár til að sigra Anderson Silva Lyoto Machida er þekktur fyrir skemmtlegan karate stíl í bardögum sínum. Þessi óvenjulegi stíll og frábær felluvörn skilaði honum léttþungavigtartitilinum árið 2009. Hann var ekki lengi meistari og færði sig niður í millivigt í fyrra þar sem hann hefur litið afar vel út. Sigri hann titilinn í nótt verður hann aðeins þriðji maðurinn í sögu UFC til að verða meistari í tveimur þyngdarflokkum.3 atriði til að hafa í hugaFær sjaldan högg á sigMeð 83% felluvörn í UFCTreystir á gagnhöggin sín og brellurRonda Rousey (9-0) gegn Alexis Davis (16-5) - titilbardagi í bantamvigt kvenna (61 kg)Ronda Rousey er ein skærasta stjarnan í UFC í dag og verður þetta fjórða titilvörn hennar í UFC. Hún hlaut bronsverðlaun í júdó á Ólympíuleikunum árið 2008 og er júdó hennar í heimsklassa. Hún hefur bætt boxið sitt mikið á undanförnu en hún sigraði fyrstu átta bardaga sína eftir „armbar“.3 atriði til að hafa í hugaEr Hollywood ferill Rousey að trufla bardagaferilinn?Sigraði Sara McMann síðast eftir tæknilegt rothögg, hennar fyrsta á ferlinumHefur sigrað alla bardaga sína nema 1 í 1. lotuAlexis Davis er svart belti í brasilísku jiu-jitsu og með mikla reynslu. Hún er eitilhörð af sér en nánast enginn hefur trú á að hún eigi roð í meistarann. Það skal þó enginn afskrifa Davis sem er í 2. sæti á styrkleikalista UFC í þyngdarflokkinum.3 atriði til að hafa í hugaEr ekki með góða felluvörnHefur sigrað 7 bardaga eftir uppgjafartökHefur barist sem atvinnumaður frá 2007
MMA Tengdar fréttir UFC 175: Chris Weidman og ameríski draumurinn UFC meistarinn í millivigt, Chris Weidman, ver titil sinn í annað skipti næsta laugardagskvöld á móti fyrrverandi meistara í léttþungavigt, Lyota Machida. 3. júlí 2014 22:00 UFC 175: Nær skýjakljúfurinn að sigra fyrrum NFL leikmanninn? UFC 175 fer fram í Mandalay Bay í Las Vegas, Nevada annað kvöld. Fimm bardagar verða í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst hún klukkan 2. 5. júlí 2014 06:00 UFC 175: Lyoto Machida drekkur eigið þvag Næstkomandi laugardagskvöld mun Lyoto Machida skora á millivigtarmeistara UFC, Chris Weidman, í aðalbardaga UFC 175. Machida er með sterkan bakgrunn í karate og drekkur eigið þvag af heilsufarsástæðum. 1. júlí 2014 23:30 Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Fleiri fréttir „Það er algjört kjaftæði“ Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Lífsferill íþróttamannsins: Eldur kviknar „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Dagskráin: Stúkan hitar upp fyrir sumarið og úrslitakeppnin í Bónus karla Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Sjá meira
UFC 175: Chris Weidman og ameríski draumurinn UFC meistarinn í millivigt, Chris Weidman, ver titil sinn í annað skipti næsta laugardagskvöld á móti fyrrverandi meistara í léttþungavigt, Lyota Machida. 3. júlí 2014 22:00
UFC 175: Nær skýjakljúfurinn að sigra fyrrum NFL leikmanninn? UFC 175 fer fram í Mandalay Bay í Las Vegas, Nevada annað kvöld. Fimm bardagar verða í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst hún klukkan 2. 5. júlí 2014 06:00
UFC 175: Lyoto Machida drekkur eigið þvag Næstkomandi laugardagskvöld mun Lyoto Machida skora á millivigtarmeistara UFC, Chris Weidman, í aðalbardaga UFC 175. Machida er með sterkan bakgrunn í karate og drekkur eigið þvag af heilsufarsástæðum. 1. júlí 2014 23:30