Þingmaður Framsóknar segir Costco leiða til heilsuleysis Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 3. júlí 2014 20:19 Fulltrúar frá bandaríska smásölurisanum Costco hafa verið hér á landi undanfarna daga en fyrirtækið hefur áhuga á að reisa verslun hér á landi. Costco hefur einnig áhuga á að hefja rekstur bensínstöðva, svokallaðra fjölorkustöðva, sem munu selja bensín, rafmagn og jafnvel metan. Umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkur tók á fundi sínum í gær jákvætt í fyrirspurn þess efnis að fyrirtækið fengi að opna eina slíka við Korputorg. Forsvarsmenn þess hafa fundað með fulltrúum Reykjavíkurborgar og ráðuneyta undanfarna daga en óskað er eftir undanþágum frá lögum og reglum til þess meðal annars að flytja inn og selja ferskt bandarískt kjöt auk lyfja og áfengis. Ljóst er að full alvara er að baki þessum fyrirætlunum Costco en fyrirtækið hefur samkvæmt heimildum fréttastofu ráðið til starfa hér á landi meðal annars lögmannsstofur, fasteignasala og verkfræðistofur. Samtök verslunar- og þjónustu fagna þessum hugmyndum fyrirtækisins. „Áherslur Costco eru í samræmi við áherslur Samtaka verslunar og þjónustu undanfarin ár. Þá erum við að tala um kröfur varðandi áfengislöggjöf, lyfjalöggjöf, merkingarlöggjöf, matvælalöggjöf og ekki síst landbúnaðarkerfið,“ segir Lárus Ólafsson, lögfræðingur hjá Samtökum verslunar og þjónustu. Ætli Costco að hefja starfsemi hér á landi, með þeim hætti sem fyrirtækið starfar í Bandaríkjunum, er ljóst að málið þarf að koma hér fyrir Alþingi. Þar þarf að breyta áfengislögum, lyfjalögum og reglum um innflutning á fersku kjöti. Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðarráðherra, hefur tekið jákvætt í þessar breytingar en hvað segir samstarfsflokkurinn í ríkisstjórn? „Ég er ekki algjörlega sammála henni, enda eru þetta tveir mismunandi flokkar og Sjálfstæðisflokkurinn er nú meiri frjálshyggjuflokkur heldur en við Framsóknarmenn og ég myndi svona, setja lappirnar aðeins fyrir. Það er að segja, ég vil að þetta verði rætt heildstætt,“ segir Sigrún Magnúsdóttir, þingflokksformaður Framsóknarflokksins. Hún segir langlífi Íslendinga byggjast á góðu mataræði. „Viljum við fórna því, að spara kannski einhverjar krónur í innfluttu kjöti, gegn heilsuleysi síðar á ævinni. Ég segi nei takk.“En eigum við ekki bara að leyfa íslenskum neytendum að dæma um það?„Nei. Eða sko, kannski virkar það sem ákveðin forræðishyggja en ég vil að við stöndum vörð um það sem við eigum, þegar að það er vottað bæði hérlendis og erlendis sem gæðavara,“ segir Sigrún. Mest lesið „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent KLAK health býður sprotafyrirtæki í heilsutækni velkomin Samstarf Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Sjá meira
Fulltrúar frá bandaríska smásölurisanum Costco hafa verið hér á landi undanfarna daga en fyrirtækið hefur áhuga á að reisa verslun hér á landi. Costco hefur einnig áhuga á að hefja rekstur bensínstöðva, svokallaðra fjölorkustöðva, sem munu selja bensín, rafmagn og jafnvel metan. Umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkur tók á fundi sínum í gær jákvætt í fyrirspurn þess efnis að fyrirtækið fengi að opna eina slíka við Korputorg. Forsvarsmenn þess hafa fundað með fulltrúum Reykjavíkurborgar og ráðuneyta undanfarna daga en óskað er eftir undanþágum frá lögum og reglum til þess meðal annars að flytja inn og selja ferskt bandarískt kjöt auk lyfja og áfengis. Ljóst er að full alvara er að baki þessum fyrirætlunum Costco en fyrirtækið hefur samkvæmt heimildum fréttastofu ráðið til starfa hér á landi meðal annars lögmannsstofur, fasteignasala og verkfræðistofur. Samtök verslunar- og þjónustu fagna þessum hugmyndum fyrirtækisins. „Áherslur Costco eru í samræmi við áherslur Samtaka verslunar og þjónustu undanfarin ár. Þá erum við að tala um kröfur varðandi áfengislöggjöf, lyfjalöggjöf, merkingarlöggjöf, matvælalöggjöf og ekki síst landbúnaðarkerfið,“ segir Lárus Ólafsson, lögfræðingur hjá Samtökum verslunar og þjónustu. Ætli Costco að hefja starfsemi hér á landi, með þeim hætti sem fyrirtækið starfar í Bandaríkjunum, er ljóst að málið þarf að koma hér fyrir Alþingi. Þar þarf að breyta áfengislögum, lyfjalögum og reglum um innflutning á fersku kjöti. Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðarráðherra, hefur tekið jákvætt í þessar breytingar en hvað segir samstarfsflokkurinn í ríkisstjórn? „Ég er ekki algjörlega sammála henni, enda eru þetta tveir mismunandi flokkar og Sjálfstæðisflokkurinn er nú meiri frjálshyggjuflokkur heldur en við Framsóknarmenn og ég myndi svona, setja lappirnar aðeins fyrir. Það er að segja, ég vil að þetta verði rætt heildstætt,“ segir Sigrún Magnúsdóttir, þingflokksformaður Framsóknarflokksins. Hún segir langlífi Íslendinga byggjast á góðu mataræði. „Viljum við fórna því, að spara kannski einhverjar krónur í innfluttu kjöti, gegn heilsuleysi síðar á ævinni. Ég segi nei takk.“En eigum við ekki bara að leyfa íslenskum neytendum að dæma um það?„Nei. Eða sko, kannski virkar það sem ákveðin forræðishyggja en ég vil að við stöndum vörð um það sem við eigum, þegar að það er vottað bæði hérlendis og erlendis sem gæðavara,“ segir Sigrún.
Mest lesið „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent KLAK health býður sprotafyrirtæki í heilsutækni velkomin Samstarf Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Sjá meira