UFC 175: Chris Weidman og ameríski draumurinn Óskar Örn Árnason skrifar 3. júlí 2014 22:00 Chris Weidman er Bandaríkjamaður í húð og hár. Vísir/Getty UFC meistarinn í millivigt, Chris Weidman, ver titil sinn í annað skipti næsta laugardagskvöld á móti fyrrverandi meistara í léttþungavigt, Lyota Machida. Bardaginn fer fram í Las Vegas en bardagans er beðið með mikilli eftirvæntingu. Weidman tók titilinn af einum besta MMA bardagamanni allra tíma, Anderson Silva, í aðeins hans tíunda bardaga fyrir ári síðan. Bardaginn við Silva endaði með furðulegu rothöggi sem kallaði á annan bardaga á milli þeirra. Sá bardaga endaði á enn furðulegri hátt þegar Silva braut á sér sköflunginn. Weidman hafði yfirhöndina allan tímann í báðum þessum bardögum en vegna þess hversu furðulega þeir enduðu hefur hann aldrei hlotið fulla virðingu sem meistari. Bardaginn við Machida ætti að þagga niður í gagnrýnendum nái Weidman að sigra. Weidman er Bandaríkjamaður í húð og hár. Hann fæddist í New York ríki og hóf snemma að stunda ólympíska glímu þar sem hann skaraði fram úr. Eftir að hafa misst af úrtökumóti í glímu fyrir Ólympíuleikana 2008 vegna meiðsla ákvað hann að prófa MMA. Hann varð fljótt góður þar enda afburða góður glímumaður og var einnig fljótur að læra brasilískt jiu-jitsu. Lífið hefur þó ekki alltaf verið dans á rósum fyrir Weidman. Eldri bróðir hans lamdi hann ítrekað í æsku, svo illa að hann var hræddur um eigið líf. Seint í október 2012 missti hann húsið sitt í fellibylnum Sandy og þurfti að búa í kjallaranum hjá foreldrum sínum ásamt konu og barni. Nokkrum mánuðum síðar hafði hann rotað eina mestu goðsögnina í sögu MMA og var nýkrýndur millivigtarmeistari UFC. Weidman er sannkallað undrabarn og einn besti bardagamaður í heimi en er á sama tíma hógvær og venjulegur fjölskyldumaður. Hann er gott dæmi um hvað hæfileiki og vinnusemi getur skilað í landi tækifæranna eins og sagt er. Spurningin núna er hvort Weidman sé búinn að ná upp á topp fjallsins eða hvort hann sé bara búinn að ná upp á fyrsta tind af mörgum. Það kemur í ljós á laugardagskvöldið en bardaginn er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.Vísir og MMA Fréttir starfa saman í umfjöllun um MMA. Ekki gleyma að setja "like" við Facebook síðu þeirra hér. MMA Tengdar fréttir UFC 175: Lyoto Machida drekkur eigið þvag Næstkomandi laugardagskvöld mun Lyoto Machida skora á millivigtarmeistara UFC, Chris Weidman, í aðalbardaga UFC 175. Machida er með sterkan bakgrunn í karate og drekkur eigið þvag af heilsufarsástæðum. 1. júlí 2014 23:30 Mest lesið Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Fótbolti Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Körfubolti Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Fótbolti Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti Dagskráin í dag: VARsjáin, Lokasóknin, íslenskur körfubolti og margt fleira Sport „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: VARsjáin, Lokasóknin, íslenskur körfubolti og margt fleira Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Hágrét eftir heimsmeistaratitil Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Hárið í hættu hjá United manninum Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Rakel Sara vann tvenn verðlaun á Norður-Evrópumótinu Sjá meira
UFC meistarinn í millivigt, Chris Weidman, ver titil sinn í annað skipti næsta laugardagskvöld á móti fyrrverandi meistara í léttþungavigt, Lyota Machida. Bardaginn fer fram í Las Vegas en bardagans er beðið með mikilli eftirvæntingu. Weidman tók titilinn af einum besta MMA bardagamanni allra tíma, Anderson Silva, í aðeins hans tíunda bardaga fyrir ári síðan. Bardaginn við Silva endaði með furðulegu rothöggi sem kallaði á annan bardaga á milli þeirra. Sá bardaga endaði á enn furðulegri hátt þegar Silva braut á sér sköflunginn. Weidman hafði yfirhöndina allan tímann í báðum þessum bardögum en vegna þess hversu furðulega þeir enduðu hefur hann aldrei hlotið fulla virðingu sem meistari. Bardaginn við Machida ætti að þagga niður í gagnrýnendum nái Weidman að sigra. Weidman er Bandaríkjamaður í húð og hár. Hann fæddist í New York ríki og hóf snemma að stunda ólympíska glímu þar sem hann skaraði fram úr. Eftir að hafa misst af úrtökumóti í glímu fyrir Ólympíuleikana 2008 vegna meiðsla ákvað hann að prófa MMA. Hann varð fljótt góður þar enda afburða góður glímumaður og var einnig fljótur að læra brasilískt jiu-jitsu. Lífið hefur þó ekki alltaf verið dans á rósum fyrir Weidman. Eldri bróðir hans lamdi hann ítrekað í æsku, svo illa að hann var hræddur um eigið líf. Seint í október 2012 missti hann húsið sitt í fellibylnum Sandy og þurfti að búa í kjallaranum hjá foreldrum sínum ásamt konu og barni. Nokkrum mánuðum síðar hafði hann rotað eina mestu goðsögnina í sögu MMA og var nýkrýndur millivigtarmeistari UFC. Weidman er sannkallað undrabarn og einn besti bardagamaður í heimi en er á sama tíma hógvær og venjulegur fjölskyldumaður. Hann er gott dæmi um hvað hæfileiki og vinnusemi getur skilað í landi tækifæranna eins og sagt er. Spurningin núna er hvort Weidman sé búinn að ná upp á topp fjallsins eða hvort hann sé bara búinn að ná upp á fyrsta tind af mörgum. Það kemur í ljós á laugardagskvöldið en bardaginn er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.Vísir og MMA Fréttir starfa saman í umfjöllun um MMA. Ekki gleyma að setja "like" við Facebook síðu þeirra hér.
MMA Tengdar fréttir UFC 175: Lyoto Machida drekkur eigið þvag Næstkomandi laugardagskvöld mun Lyoto Machida skora á millivigtarmeistara UFC, Chris Weidman, í aðalbardaga UFC 175. Machida er með sterkan bakgrunn í karate og drekkur eigið þvag af heilsufarsástæðum. 1. júlí 2014 23:30 Mest lesið Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Fótbolti Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Körfubolti Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Fótbolti Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti Dagskráin í dag: VARsjáin, Lokasóknin, íslenskur körfubolti og margt fleira Sport „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: VARsjáin, Lokasóknin, íslenskur körfubolti og margt fleira Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Hágrét eftir heimsmeistaratitil Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Hárið í hættu hjá United manninum Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Rakel Sara vann tvenn verðlaun á Norður-Evrópumótinu Sjá meira
UFC 175: Lyoto Machida drekkur eigið þvag Næstkomandi laugardagskvöld mun Lyoto Machida skora á millivigtarmeistara UFC, Chris Weidman, í aðalbardaga UFC 175. Machida er með sterkan bakgrunn í karate og drekkur eigið þvag af heilsufarsástæðum. 1. júlí 2014 23:30