UFC 175: Chris Weidman og ameríski draumurinn Óskar Örn Árnason skrifar 3. júlí 2014 22:00 Chris Weidman er Bandaríkjamaður í húð og hár. Vísir/Getty UFC meistarinn í millivigt, Chris Weidman, ver titil sinn í annað skipti næsta laugardagskvöld á móti fyrrverandi meistara í léttþungavigt, Lyota Machida. Bardaginn fer fram í Las Vegas en bardagans er beðið með mikilli eftirvæntingu. Weidman tók titilinn af einum besta MMA bardagamanni allra tíma, Anderson Silva, í aðeins hans tíunda bardaga fyrir ári síðan. Bardaginn við Silva endaði með furðulegu rothöggi sem kallaði á annan bardaga á milli þeirra. Sá bardaga endaði á enn furðulegri hátt þegar Silva braut á sér sköflunginn. Weidman hafði yfirhöndina allan tímann í báðum þessum bardögum en vegna þess hversu furðulega þeir enduðu hefur hann aldrei hlotið fulla virðingu sem meistari. Bardaginn við Machida ætti að þagga niður í gagnrýnendum nái Weidman að sigra. Weidman er Bandaríkjamaður í húð og hár. Hann fæddist í New York ríki og hóf snemma að stunda ólympíska glímu þar sem hann skaraði fram úr. Eftir að hafa misst af úrtökumóti í glímu fyrir Ólympíuleikana 2008 vegna meiðsla ákvað hann að prófa MMA. Hann varð fljótt góður þar enda afburða góður glímumaður og var einnig fljótur að læra brasilískt jiu-jitsu. Lífið hefur þó ekki alltaf verið dans á rósum fyrir Weidman. Eldri bróðir hans lamdi hann ítrekað í æsku, svo illa að hann var hræddur um eigið líf. Seint í október 2012 missti hann húsið sitt í fellibylnum Sandy og þurfti að búa í kjallaranum hjá foreldrum sínum ásamt konu og barni. Nokkrum mánuðum síðar hafði hann rotað eina mestu goðsögnina í sögu MMA og var nýkrýndur millivigtarmeistari UFC. Weidman er sannkallað undrabarn og einn besti bardagamaður í heimi en er á sama tíma hógvær og venjulegur fjölskyldumaður. Hann er gott dæmi um hvað hæfileiki og vinnusemi getur skilað í landi tækifæranna eins og sagt er. Spurningin núna er hvort Weidman sé búinn að ná upp á topp fjallsins eða hvort hann sé bara búinn að ná upp á fyrsta tind af mörgum. Það kemur í ljós á laugardagskvöldið en bardaginn er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.Vísir og MMA Fréttir starfa saman í umfjöllun um MMA. Ekki gleyma að setja "like" við Facebook síðu þeirra hér. MMA Tengdar fréttir UFC 175: Lyoto Machida drekkur eigið þvag Næstkomandi laugardagskvöld mun Lyoto Machida skora á millivigtarmeistara UFC, Chris Weidman, í aðalbardaga UFC 175. Machida er með sterkan bakgrunn í karate og drekkur eigið þvag af heilsufarsástæðum. 1. júlí 2014 23:30 Mest lesið Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Fótbolti Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Fótbolti Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Fótbolti Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Durant vill ekki fara til Golden State Körfubolti Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Golf Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Enski boltinn Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Durant vill ekki fara til Golden State Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Frábær fyrri hálfleikur dugði ekki Elínu Jónu og félögum Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Duttu út úr bikarnum á sigurmarki í uppbótatíma Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Brady fær ekki að mæta á æfingar hjá Chiefs og Eagles Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Arteta vonsvikinn „Ég fór ekki í fýlu, ég var bara sóttur“ Sonur Jordans handtekinn með kókaín Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Tiger syrgir móður sína Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Sjá meira
UFC meistarinn í millivigt, Chris Weidman, ver titil sinn í annað skipti næsta laugardagskvöld á móti fyrrverandi meistara í léttþungavigt, Lyota Machida. Bardaginn fer fram í Las Vegas en bardagans er beðið með mikilli eftirvæntingu. Weidman tók titilinn af einum besta MMA bardagamanni allra tíma, Anderson Silva, í aðeins hans tíunda bardaga fyrir ári síðan. Bardaginn við Silva endaði með furðulegu rothöggi sem kallaði á annan bardaga á milli þeirra. Sá bardaga endaði á enn furðulegri hátt þegar Silva braut á sér sköflunginn. Weidman hafði yfirhöndina allan tímann í báðum þessum bardögum en vegna þess hversu furðulega þeir enduðu hefur hann aldrei hlotið fulla virðingu sem meistari. Bardaginn við Machida ætti að þagga niður í gagnrýnendum nái Weidman að sigra. Weidman er Bandaríkjamaður í húð og hár. Hann fæddist í New York ríki og hóf snemma að stunda ólympíska glímu þar sem hann skaraði fram úr. Eftir að hafa misst af úrtökumóti í glímu fyrir Ólympíuleikana 2008 vegna meiðsla ákvað hann að prófa MMA. Hann varð fljótt góður þar enda afburða góður glímumaður og var einnig fljótur að læra brasilískt jiu-jitsu. Lífið hefur þó ekki alltaf verið dans á rósum fyrir Weidman. Eldri bróðir hans lamdi hann ítrekað í æsku, svo illa að hann var hræddur um eigið líf. Seint í október 2012 missti hann húsið sitt í fellibylnum Sandy og þurfti að búa í kjallaranum hjá foreldrum sínum ásamt konu og barni. Nokkrum mánuðum síðar hafði hann rotað eina mestu goðsögnina í sögu MMA og var nýkrýndur millivigtarmeistari UFC. Weidman er sannkallað undrabarn og einn besti bardagamaður í heimi en er á sama tíma hógvær og venjulegur fjölskyldumaður. Hann er gott dæmi um hvað hæfileiki og vinnusemi getur skilað í landi tækifæranna eins og sagt er. Spurningin núna er hvort Weidman sé búinn að ná upp á topp fjallsins eða hvort hann sé bara búinn að ná upp á fyrsta tind af mörgum. Það kemur í ljós á laugardagskvöldið en bardaginn er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.Vísir og MMA Fréttir starfa saman í umfjöllun um MMA. Ekki gleyma að setja "like" við Facebook síðu þeirra hér.
MMA Tengdar fréttir UFC 175: Lyoto Machida drekkur eigið þvag Næstkomandi laugardagskvöld mun Lyoto Machida skora á millivigtarmeistara UFC, Chris Weidman, í aðalbardaga UFC 175. Machida er með sterkan bakgrunn í karate og drekkur eigið þvag af heilsufarsástæðum. 1. júlí 2014 23:30 Mest lesið Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Fótbolti Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Fótbolti Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Fótbolti Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Durant vill ekki fara til Golden State Körfubolti Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Golf Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Enski boltinn Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Durant vill ekki fara til Golden State Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Frábær fyrri hálfleikur dugði ekki Elínu Jónu og félögum Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Duttu út úr bikarnum á sigurmarki í uppbótatíma Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Brady fær ekki að mæta á æfingar hjá Chiefs og Eagles Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Arteta vonsvikinn „Ég fór ekki í fýlu, ég var bara sóttur“ Sonur Jordans handtekinn með kókaín Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Tiger syrgir móður sína Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Sjá meira
UFC 175: Lyoto Machida drekkur eigið þvag Næstkomandi laugardagskvöld mun Lyoto Machida skora á millivigtarmeistara UFC, Chris Weidman, í aðalbardaga UFC 175. Machida er með sterkan bakgrunn í karate og drekkur eigið þvag af heilsufarsástæðum. 1. júlí 2014 23:30