Viðskipti erlent

Notendur geti verslað beint af Facebook

Karl Ólafur Hallbjörnsson skrifar
Bráðlega verður eflaust hægt að kaupa í matinn gegnum Facebook.
Bráðlega verður eflaust hægt að kaupa í matinn gegnum Facebook. Vísir/Valli
Samfélagsmiðillinn Facebook segist vera að hanna nýja leið til þess að versla á veraldarvefnum. Tæknifréttavefurinn ZDNet greinir frá þessu.

Facebook gæti þá geymt greiðslukortaupplýsingar notenda og gert þeim mun auðveldara að kaupa hluti sem auglýstir eru gegnum miðilinn.

Notendur þyrftu þá ekki einu sinni að yfirgefa vefsíðu Facebook, þar eð allar greiðslu- og sendingarupplýsingar verða skráðar gegnum samskiptamiðilinn sjálfan.

Nokkur lítil og meðalstór bandarísk fyrirtæki hafa fengið að prófa nýju tæknina, sem er þó enn í vinnslu.

Áður hefur Facebook prófað sig áfram í smávægilegum verslunarmöguleikum gegnum miðilinn, en þá gátu notendur ýmist gefið pening til góðgerða eða sent vinum sínum og kunningjum gjafir í gegnum vefinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×