Hann birtir meðfylgjandi myndir af þeim köppum á Instagram-síðunni sinni en Suh leikur sem varnarmaður með Detroit Lions. Hann þykir afar harður í horn að taka og hefur alls verið sektaður um meira en 200 þúsund Bandaríkjadali fyrir gróf brot.
„Þetta fer að verða vandræðalegt,“ skrifaði Gísli við seinni myndina.
Suh er þó talinn með allra bestu varnarmönnum NFL-deildarinnar og hefur þrisvar á fjögurra ára ferli verið valinn í úrvalslið deildarinnar.
Gísli Baldur var einn sérfræðinga Stöðvar 2 Sports um NFL-deildina á nýliðnu tímabili.