Kínverjar segja iPhone ógna þjóðaröryggi Samúel Karl Ólason skrifar 12. júlí 2014 21:49 Vísir/AFP Ríkisrekin sjónvarpsstöð í Kína hélt því fram í gær að ný viðbót við iOs 7 stýrikerfi iPhone sé ógn við þjóðaröryggi Kína. Viðbótin gengur út á að síminn heldur skrár yfir staðsetningu sína og jafnvel sendir Apple þær upplýsingar. Apple gaf í dag út frá sér tilkynningu, en þar segir að staðsetningargögn séu eingöngu geymd í símanum sjálfum og að engin stjórnvöld hafi aðgang að þeim. „iPhone síminn þinn heldur utan um þá staði sem þú hefur nýlega farið á og hve oft þú hefur farið þangað, til að læra hvaða staðir eru þér mikilvægir. Þessi gögn eru geymd eingöngu í símanum þínum og eru ekki send til Apple án samþykkis. Þau eru notuð til að veita þér persónulega þjónustu,“ segir í tilkynningu frá Apple. Þá er mögulegt að slökkva á þessu tiltekna forriti í stillingum símans. Á vefnum Cnet segir að mögulega sé tilkynningin hefniaðgerð vegna ummæla bandarískra embættismanna um að Kínverskir hakkarar hafi brotist inn í gagnagrunn um opinbera starfsmenn Bandaríkjanna. Apple, Cisco, Google, IBM og Microsoft eru sögð hafa fengið að kenna á svipuðum aðstæðum. Sjónvarpsstöðin CCTV ræddi við sérfræðing sem sagði að staðsetningargögnin gætu verið notuð til að sjá stöðu efnahags Kína og jafnvel til að nálgast leyndarmál ríkisins. Apple þvertekur fyrir það. Mest lesið Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Viðskipti innlent Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Viðskipti innlent Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Viðskipti innlent Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Viðskipti innlent Hildur ráðin forstjóri Advania Viðskipti innlent Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira Atvinnulíf Strákar og stálp fá styrk Viðskipti innlent Atvinnuleysi eykst Viðskipti innlent Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Ríkisrekin sjónvarpsstöð í Kína hélt því fram í gær að ný viðbót við iOs 7 stýrikerfi iPhone sé ógn við þjóðaröryggi Kína. Viðbótin gengur út á að síminn heldur skrár yfir staðsetningu sína og jafnvel sendir Apple þær upplýsingar. Apple gaf í dag út frá sér tilkynningu, en þar segir að staðsetningargögn séu eingöngu geymd í símanum sjálfum og að engin stjórnvöld hafi aðgang að þeim. „iPhone síminn þinn heldur utan um þá staði sem þú hefur nýlega farið á og hve oft þú hefur farið þangað, til að læra hvaða staðir eru þér mikilvægir. Þessi gögn eru geymd eingöngu í símanum þínum og eru ekki send til Apple án samþykkis. Þau eru notuð til að veita þér persónulega þjónustu,“ segir í tilkynningu frá Apple. Þá er mögulegt að slökkva á þessu tiltekna forriti í stillingum símans. Á vefnum Cnet segir að mögulega sé tilkynningin hefniaðgerð vegna ummæla bandarískra embættismanna um að Kínverskir hakkarar hafi brotist inn í gagnagrunn um opinbera starfsmenn Bandaríkjanna. Apple, Cisco, Google, IBM og Microsoft eru sögð hafa fengið að kenna á svipuðum aðstæðum. Sjónvarpsstöðin CCTV ræddi við sérfræðing sem sagði að staðsetningargögnin gætu verið notuð til að sjá stöðu efnahags Kína og jafnvel til að nálgast leyndarmál ríkisins. Apple þvertekur fyrir það.
Mest lesið Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Viðskipti innlent Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Viðskipti innlent Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Viðskipti innlent Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Viðskipti innlent Hildur ráðin forstjóri Advania Viðskipti innlent Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira Atvinnulíf Strákar og stálp fá styrk Viðskipti innlent Atvinnuleysi eykst Viðskipti innlent Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira