Járnmaður og iðnaðarráðherra keppa í Gullhringnum Finnur Thorlacius skrifar 11. júlí 2014 10:49 Keppendur í Gullhringnum í fyrra. Eitt stærsta hjólreiðamót sumarsins, Kia Gullhringurinn, verður haldið á morgun á Laugarvatni. Margir þekktir keppendur taka þátt, svo sem heimsþekktur Iron Man jaxl, Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra og sjónvarpsfólk frá 365. Það stefnir í að rúmlega 300 manns hjóli af stað á morgun og hefur þátttaka aldrei verið meiri. Kia er sérstakur styrktaraðili mótsins. Meðal keppenda eru bestu hjólreiðamenn landsins. Þar fara fremstir Hafsteinn Ægir Geirsson hjólreiðamaður ársins 2013, sem vann Gullhringinn í fyrra og bræðurnir Ingvar og Óskar Ómarssynir sem leiddu sigurlið WOW keppninnar. Þá hefur ráðherra Iðnaðar- og ferðamála, Ragnheiður Elín Árnadóttir, skráð sig til leiks ásamt fjölmiðlakonunum Kolbrúnu Björnsdóttur og Telmu Tómasdóttur og kollega þeirra af Stöð 2 Þorbirni Þórðarsyni. Þá er Þjóðverjinn Kai Walter ásamt 4 öðrum löndum sínum skráður til leiks þannig að Gullhringurinn er orðið alþjóðlegt mót. Kai er fyrrum framkvæmdastjóri IRON MAN keppnanna í Evrópu en það er stærsta þríþrautar-íþróttamót í heiminum. Kai stýrði meðal annars Iron Man keppninni í Frankfurt sem íslenskir járnkarlar hafa verið árlegir þátttakendur í. "Kveikjan að mótinu er Vatternrundan mótið í Svíþjóð en þar er hjólað í kringum vatn eins og má segja að við séum að gera. Þar keppa 30.000 manns á hverju ári. Þannig að Gullhringurinn gæti sannarlega tekið flugið og athygli aðila eins og Kai hjálpar sannarlega.” segir Áslaug Einarsdóttir skipuleggjandi keppninnar. “Það er markmið okkar að keppendur í Gullhringum verði um 3000 á 10 ára afmæli hans árið 2022". Gullhringurinn er skipulagður í samvinnu við ferðaþjónustuaðila á Laugarvatni. Fontana laugarnar og hótelið á Héraðskólanum og veitingastaðurinn Lindin hafa staðið við bakið á keppninni og fulltrúar ferðaþjónustunnar í uppsveitum Árnessýslu hafa verið í nánu samstarfi varðandi þróun keppninnar ár frá ári. Íþróttir Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Littler hunsaði Beckham óvart Enski boltinn Þórir búinn að opna pakkann Handbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Fótbolti Fleiri fréttir Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Conte vill fá Garnacho í staðinn fyrir Kvaratskhelia Þórir búinn að opna pakkann Littler hunsaði Beckham óvart Las sjálfshjálparbók í miðjum leik „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs Domino's gerði grín að Havertz Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Unnu fyrir þrettán ára vin sem lést úr hvítblæði Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Stuðningsmenn slógust á bílastæðinu eftir stórsigur Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og FA-bikarinn heldur áfram Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Ekkert mál fyrir Dýrlingana Tvö mörk frá Elíasi Má dugðu ekki til Sjá meira
Eitt stærsta hjólreiðamót sumarsins, Kia Gullhringurinn, verður haldið á morgun á Laugarvatni. Margir þekktir keppendur taka þátt, svo sem heimsþekktur Iron Man jaxl, Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra og sjónvarpsfólk frá 365. Það stefnir í að rúmlega 300 manns hjóli af stað á morgun og hefur þátttaka aldrei verið meiri. Kia er sérstakur styrktaraðili mótsins. Meðal keppenda eru bestu hjólreiðamenn landsins. Þar fara fremstir Hafsteinn Ægir Geirsson hjólreiðamaður ársins 2013, sem vann Gullhringinn í fyrra og bræðurnir Ingvar og Óskar Ómarssynir sem leiddu sigurlið WOW keppninnar. Þá hefur ráðherra Iðnaðar- og ferðamála, Ragnheiður Elín Árnadóttir, skráð sig til leiks ásamt fjölmiðlakonunum Kolbrúnu Björnsdóttur og Telmu Tómasdóttur og kollega þeirra af Stöð 2 Þorbirni Þórðarsyni. Þá er Þjóðverjinn Kai Walter ásamt 4 öðrum löndum sínum skráður til leiks þannig að Gullhringurinn er orðið alþjóðlegt mót. Kai er fyrrum framkvæmdastjóri IRON MAN keppnanna í Evrópu en það er stærsta þríþrautar-íþróttamót í heiminum. Kai stýrði meðal annars Iron Man keppninni í Frankfurt sem íslenskir járnkarlar hafa verið árlegir þátttakendur í. "Kveikjan að mótinu er Vatternrundan mótið í Svíþjóð en þar er hjólað í kringum vatn eins og má segja að við séum að gera. Þar keppa 30.000 manns á hverju ári. Þannig að Gullhringurinn gæti sannarlega tekið flugið og athygli aðila eins og Kai hjálpar sannarlega.” segir Áslaug Einarsdóttir skipuleggjandi keppninnar. “Það er markmið okkar að keppendur í Gullhringum verði um 3000 á 10 ára afmæli hans árið 2022". Gullhringurinn er skipulagður í samvinnu við ferðaþjónustuaðila á Laugarvatni. Fontana laugarnar og hótelið á Héraðskólanum og veitingastaðurinn Lindin hafa staðið við bakið á keppninni og fulltrúar ferðaþjónustunnar í uppsveitum Árnessýslu hafa verið í nánu samstarfi varðandi þróun keppninnar ár frá ári.
Íþróttir Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Littler hunsaði Beckham óvart Enski boltinn Þórir búinn að opna pakkann Handbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Fótbolti Fleiri fréttir Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Conte vill fá Garnacho í staðinn fyrir Kvaratskhelia Þórir búinn að opna pakkann Littler hunsaði Beckham óvart Las sjálfshjálparbók í miðjum leik „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs Domino's gerði grín að Havertz Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Unnu fyrir þrettán ára vin sem lést úr hvítblæði Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Stuðningsmenn slógust á bílastæðinu eftir stórsigur Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og FA-bikarinn heldur áfram Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Ekkert mál fyrir Dýrlingana Tvö mörk frá Elíasi Má dugðu ekki til Sjá meira