Youtube-stjarna með rúman milljarð á ári Karl Ólafur Hallbjörnsson skrifar 29. júlí 2014 12:15 Felix Kjellberg er sænskur og ríkur. Vísir/Skjáskot Business Insider hefur tekið saman lista yfir 20 tekjuhæstu Youtube-stjörnurnar, og áhugavert er að skoða tekjur þeirra, áskrifendur og áhorfstölur. Hér lítum við yfir efstu fimm netstjörnurnar. Hafa skal í huga að allar fjárhæðir sem hér eftir eru nefndar eru reiknaðar eftir að Youtube tekur til sín 45% hagnaðarins sem fæst í gegnum auglýsingar.1. sæti Sá sem efst á listanum trónir er Svíi nokkur að nafni Felix Kjellberg. Hann er eflaust betur þekktur meðal lesenda undir netnafni sínu, PewDiePie. PewDiePie tekur upp myndbönd af sjálfum sér að spila ýmsa vinsæla en stundum óþekkta tölvuleiki. Felix er með rúma 29 milljónir áskrifenda á Youtube. Summa allra áhorfa á öll hans myndbönd nær rúmum 5.3 milljörðum. Samkvæmt útreikningum Social Blade eru tekjur Felix í mesta lagi heill milljarður króna, eða 8.5 milljónir bandaríkjadala.2. - 3. sæti Annað og þriðja sæti verma rásirnar BluCollection og DisneyCollectorBR. Þessar tvær rásir birta myndbönd þar sem ýmis leikföng eru tekin úr pakkningum sínum (svokölluð "unboxing" myndbönd). Foreldrum barna finnst hentugt að smella myndböndum rásanna á iPad-inn eða snjallsímann ef barninu leiðist, þar eð leikfangaskoðunin er í miklu uppáhaldi hjá yngri kynslóðinni. DisneyCollectorBR er með rúmar fimm milljónir bandaríkjadala (580 milljónir króna) í árstekjur, meðan BluCollection er með 6,4 milljónir dollara (737 milljónir króna).4. sæti Í fjórða sæti sitja bandarísku vinirnir Ian Hecox og Anthony Padilla með Youtuberásina Smosh. Smosh framleiðir fyrst og fremst grínmyndbönd, en eftir að félagarnir öðluðust internetvinsældir hafa þeir breikkað sig út. Nú gera þeir einnig tölvuleikjamyndbönd og framleiða tónlistarmyndbönd sem oft eru þó brandarar í sjálfum sér. Smosh eru samtals með rúmlega 18 milljón áskrifendur og summa áhorfa nær 3.4 milljörðum. Tekjur þeirra ná í mesta lagi heilum 4.5 milljónum bandaríkjadala árlega, eða um hálfum milljarði króna.5. sæti Fimmta sætið hlýtur svo Adam Dahlberg, betur þekktur sem SkyDoesMinecraft. Adam spilar tölvuleikinn geysivinsæla Minecraft í myndböndum sínum, og hefur gefið út heil 902 slík myndskeið. Áskrifendur Dahlberg eru tíu milljón talsins, og heildarsumma áhorfa nær tveimur milljörðum. Árstekjur Dahlberg nema rúmum þremur milljónum bandaríkjadala. Nemur sú upphæð einhverjum 350 milljónum íslenskra króna. Greinilegt er að mikið fjármagn liggur í myndbandsframleiðslu á veraldarvefnum. Hafi lesendur áhuga má hér fyrir neðan sjá myndband eftir tekjukóng Youtube, en athugið að orðbragð Felix er ekki alltaf til fyrirmyndar. Tengdar fréttir Ungur trommari í vinnu hjá Youtube Þorsteinn Baldvinsson er 18 ára trommari sem byrjaði að gera myndbönd sér til skemmtunar, en er núna kominn í vinnu hjá Youtube. Allt að hundrað þúsund manns horfa á myndböndin sem hann setur á netið. 23. nóvember 2011 20:00 Íslensk YouTube-stjarna með milljón áhorf Steinunn Anna Svansdóttir er sextán ára Hafnfirðingur sem hefur slegið í gegn á YouTube. 28. júlí 2014 15:15 Mest lesið Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Business Insider hefur tekið saman lista yfir 20 tekjuhæstu Youtube-stjörnurnar, og áhugavert er að skoða tekjur þeirra, áskrifendur og áhorfstölur. Hér lítum við yfir efstu fimm netstjörnurnar. Hafa skal í huga að allar fjárhæðir sem hér eftir eru nefndar eru reiknaðar eftir að Youtube tekur til sín 45% hagnaðarins sem fæst í gegnum auglýsingar.1. sæti Sá sem efst á listanum trónir er Svíi nokkur að nafni Felix Kjellberg. Hann er eflaust betur þekktur meðal lesenda undir netnafni sínu, PewDiePie. PewDiePie tekur upp myndbönd af sjálfum sér að spila ýmsa vinsæla en stundum óþekkta tölvuleiki. Felix er með rúma 29 milljónir áskrifenda á Youtube. Summa allra áhorfa á öll hans myndbönd nær rúmum 5.3 milljörðum. Samkvæmt útreikningum Social Blade eru tekjur Felix í mesta lagi heill milljarður króna, eða 8.5 milljónir bandaríkjadala.2. - 3. sæti Annað og þriðja sæti verma rásirnar BluCollection og DisneyCollectorBR. Þessar tvær rásir birta myndbönd þar sem ýmis leikföng eru tekin úr pakkningum sínum (svokölluð "unboxing" myndbönd). Foreldrum barna finnst hentugt að smella myndböndum rásanna á iPad-inn eða snjallsímann ef barninu leiðist, þar eð leikfangaskoðunin er í miklu uppáhaldi hjá yngri kynslóðinni. DisneyCollectorBR er með rúmar fimm milljónir bandaríkjadala (580 milljónir króna) í árstekjur, meðan BluCollection er með 6,4 milljónir dollara (737 milljónir króna).4. sæti Í fjórða sæti sitja bandarísku vinirnir Ian Hecox og Anthony Padilla með Youtuberásina Smosh. Smosh framleiðir fyrst og fremst grínmyndbönd, en eftir að félagarnir öðluðust internetvinsældir hafa þeir breikkað sig út. Nú gera þeir einnig tölvuleikjamyndbönd og framleiða tónlistarmyndbönd sem oft eru þó brandarar í sjálfum sér. Smosh eru samtals með rúmlega 18 milljón áskrifendur og summa áhorfa nær 3.4 milljörðum. Tekjur þeirra ná í mesta lagi heilum 4.5 milljónum bandaríkjadala árlega, eða um hálfum milljarði króna.5. sæti Fimmta sætið hlýtur svo Adam Dahlberg, betur þekktur sem SkyDoesMinecraft. Adam spilar tölvuleikinn geysivinsæla Minecraft í myndböndum sínum, og hefur gefið út heil 902 slík myndskeið. Áskrifendur Dahlberg eru tíu milljón talsins, og heildarsumma áhorfa nær tveimur milljörðum. Árstekjur Dahlberg nema rúmum þremur milljónum bandaríkjadala. Nemur sú upphæð einhverjum 350 milljónum íslenskra króna. Greinilegt er að mikið fjármagn liggur í myndbandsframleiðslu á veraldarvefnum. Hafi lesendur áhuga má hér fyrir neðan sjá myndband eftir tekjukóng Youtube, en athugið að orðbragð Felix er ekki alltaf til fyrirmyndar.
Tengdar fréttir Ungur trommari í vinnu hjá Youtube Þorsteinn Baldvinsson er 18 ára trommari sem byrjaði að gera myndbönd sér til skemmtunar, en er núna kominn í vinnu hjá Youtube. Allt að hundrað þúsund manns horfa á myndböndin sem hann setur á netið. 23. nóvember 2011 20:00 Íslensk YouTube-stjarna með milljón áhorf Steinunn Anna Svansdóttir er sextán ára Hafnfirðingur sem hefur slegið í gegn á YouTube. 28. júlí 2014 15:15 Mest lesið Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Ungur trommari í vinnu hjá Youtube Þorsteinn Baldvinsson er 18 ára trommari sem byrjaði að gera myndbönd sér til skemmtunar, en er núna kominn í vinnu hjá Youtube. Allt að hundrað þúsund manns horfa á myndböndin sem hann setur á netið. 23. nóvember 2011 20:00
Íslensk YouTube-stjarna með milljón áhorf Steinunn Anna Svansdóttir er sextán ára Hafnfirðingur sem hefur slegið í gegn á YouTube. 28. júlí 2014 15:15