Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Víkingur 0-0 | Keflavíkingar unnu eftir vítaspyrnukeppni Árni Jóhannson á Nettó-vellinum skrifar 30. júlí 2014 17:11 Ray Anthony Jónsson. Keflavík, og Dofri Snorrason, Víkingi, eigast við. Vísir/Arnþór Vítaspyrnukeppni þurfti til að finna út hvort Keflavík eða Víkingur færi í bikarúrslitaleikinn í ár. Keflavík fór með sigur af hólmi eftir vítaspyrnukeppni en leikurinn sjálfur var tíðindalítill og fóru bæði lið varlega í allar sínar aðgerðir.Jonas Sandqvist markvörður heimamanna reyndist hetja þeirra en hann varði eina spyrnu áður en Haraldur Freyr Guðmundsson tryggði sigurinn með síðustu spyrnunni. Fyrri hálfleikur var vægast sagt tíðindalítill. Það mætti segja að hann hafi farið eins og Víkingur vildi að hann færi, þeir kusu að leika á móti nokkuð sterkum vind og sóttu því lítið sem ekkert. Þeir voru hinsvegar vel skipulagðir í vörninni og héldu heimamönnum vel í skefjum. Leikmenn áttu erfitt með að halda valdi á boltanum og klikkuðu einföldustu sendingar á milli manna hjá báðum liðum. Helstu tilþrifin komu á 30. mínútu þegar Frans Elvarsson, leikmaður Keflavíkur, lét skot vaða af um 30 metrum og hafnaði skotið í tréverkinu. Meira var það ekki í fyrri hálfleik sem endaði 0-0. Seinni hálfleikur var með svipuðu sniði og sá fyrri, liðin voru varkár í sínum aðgerðum og virtist aðalmálið vera að fá ekki á sig mark frekar en að skora mark. Keflvíkingar voru sókndjarfari aðilinn þrátt fyrir að sækja á móti vindi en þeir náðu oft að pressa gestina alveg upp við vítateig Víkings. Nokkur færi litu þó dagsins ljós en leikmenn beggja liða hittu ekki markrammann. Staðan var því markalaus eftir venjulegann leiktíma og grípa þurfti til framlengingar. Framlengingin bauð ekki upp á mikinn sóknarleik enda mikið undir og vildu bæði lið greinilega fara í vítaspyrnukeppni í stað þess að hætta á að fá á sig mark í framlengingunni. Keflvíkingar tryggðu sér svo sigurinn og farseðilinn í bikarúrslitaleikinn með því að skora úr fleiri vítaspyrnum en Víkingur. Heimamenn nýttu fjórar vítaspyrnur á mót tveimur mótherjanna en Igor Taskovic skaut boltanum yfir úr sínu víti og Aron Elís Þrándarson lét Jonas Sandqvist verja frá sér. Haraldur Freyr Guðmundsson tryggði Keflvíkingunum áframhaldandi þátttöku með því að skora úr síðustu spyrnu heimamanna.Ólafur Þórðarson: Ömurlegur leikur Hann var að vonum óánægður hann Ólafur Þórðarson, þjálfari Víkinga eftir að hafa dottið úr leik í undanúrslitum Borgunarbikarsins. Hann var heldur fámáll en kom sínu til skila hvað honum fannst um gæði leiksins. „Bæði lið voru bara skítléleg í leiknum og spilar náttúrulega veðrið inn í það. Engu að síður þá var þetta einn leiðinlegasti leikur sem ég hef horft á í mörg ár. Það gekk ekki upp það sem við lögðum upp með fyrir leik og langaði okkur alls ekki að fara alla leið í vítakeppni til að ná fram úrslitum. Við töpuðum henni svo að þetta var bara ömurlegt.“ Blaðamaður spurði síðan Ólaf hvort hann teldi að vonbrigðin við að tapa svona leik gæti smitað út frá sér inn í deildarkeppnina en Víkingur hefur verið á góðu skriði undanfarið og situr í þriðja sæti deildarinnar þegar þetta er skrifað. „Ég vona ekk. Við höfum núna tíu daga til að jafna okkur á þessum vonbrigðum og vonandi tekst okkur það.“Kristján Guðmundsson: Tilfinningin er mögnuð. Hún er framúrskarandi góð „Tilfinningin er mögnuð. Hún er framúrskarandi góð“, sagði þjálfari Keflvíkinga þegar hann var spurður út í hvernig tilfinningin væri. Hann hélt áfram: „Mér líður mjög vel núna og þetta var mjög mikil útrás þegar seinasta spyrnan fór inn og leikurinn kláraðist.“ Hann var spurður hvernig honum fannst leikurinn spilast. „Mér fannst hann spilast eins og bæði lið vildu að hann myndi spilast, vildu ekki gefa færi á sér, vildu ekki lenda undir og var mjög erfitt að spila hann vegna vindsins. Okkar varnarleikur gekk mjög vel upp en sóknarleikurinn gekk upp á köflum, sköpuðum okkur ekki mörg færi en við lokuðum þeim svæðum sem við vildum loka og opnuðum svæðin sem við vildum opna. Ég held að taktíst séð hafi bæði lið spilað mjög vel, þ.e. að fá ekki á sig mark en reynt að sækja til sigurs og liðin beittu ólíkum með og á móti vindi.“ Kristján var spurður að því hvort tilfinningin í hópnum væri svipuð og árið 2006 en þá þurftu Keflvíkingar einnig að fara í gegnum Víking til að komast í bikarúrslitaleikinn. „Það getur vel verið allavega er gleðin ósvikin.“Jonas Sandqvist: Vissi hvoru megin skotið myndi koma Þegar kemur að vítaspyrnukeppnum eru markverðirnir oft taldir vera hetjur eða skúrkar og í dag var tilfellið að Jonas Sandqvist reyndist hetja Keflvíkinga enda varði hann eina spyrnu gestanna áður en Haraldur Freyr Guðmundsson tryggði Keflvíkinga í bikarúrslitin. Hann var spurður hvernig tilfinningin væri. „Þetta er glæsilegt, ég hef heyrt að bikarúrslitin sé stærsti leikur sumarsins þannig að okkur hlakkar til að spila leikinn. Miðað við sögu klúbbsins þá er kominn tími á að við fáum tækifæri til að spreyta okkur í úrslitaleiknum.“ Hann var spurður að því hvort hann hafi giskað á hvar Aron Elís Þrándarson myndi skjóta eða hvort hann vissi hvoru megin boltinn færi. „Þetta er markmannsþjálfaranum, honum Erni Sævari Júlíussyni, að þakka. Við töluðum saman fyrir leikinn og hann sagði mér að Aron skyti alltaf hægra megin við mig. Þannig að þegar skotið kom var ég viss um að ég myndi verja boltann. Ég verð því að þakka Erni.“ Jonas var spurður að því hvernig hann horfði á tímabilið í heild sinni með Keflavík. „Þetta er búið að vera fínt, við byrjuðum vel en höfum átt á brattann að sækja undanfarið en við erum enn í séns að enda ofarlega í deildinni og nú erum við komnir í bikarúrslitin. Þannig að þetta hefur verið fínt enn sem komið er.“ Blaðamaður spurði hann að lokum hvort hann teldi að bikiarúrslitaleikurinn yrði truflun fyrir leikmennina eða hvort hann gæfi leikmönnum meira sjálfstraust í komandi leikjum. „Ég held að þetta auki sjálfstraustið, núna höfum við eitthvað til að hlakka til og getum jafnvel verið afslappaðri í næstu deildarleikjum.“ Íslenski boltinn Mest lesið Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ Fótbolti Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Fótbolti Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Enski boltinn Fleiri fréttir Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Sjá meira
Vítaspyrnukeppni þurfti til að finna út hvort Keflavík eða Víkingur færi í bikarúrslitaleikinn í ár. Keflavík fór með sigur af hólmi eftir vítaspyrnukeppni en leikurinn sjálfur var tíðindalítill og fóru bæði lið varlega í allar sínar aðgerðir.Jonas Sandqvist markvörður heimamanna reyndist hetja þeirra en hann varði eina spyrnu áður en Haraldur Freyr Guðmundsson tryggði sigurinn með síðustu spyrnunni. Fyrri hálfleikur var vægast sagt tíðindalítill. Það mætti segja að hann hafi farið eins og Víkingur vildi að hann færi, þeir kusu að leika á móti nokkuð sterkum vind og sóttu því lítið sem ekkert. Þeir voru hinsvegar vel skipulagðir í vörninni og héldu heimamönnum vel í skefjum. Leikmenn áttu erfitt með að halda valdi á boltanum og klikkuðu einföldustu sendingar á milli manna hjá báðum liðum. Helstu tilþrifin komu á 30. mínútu þegar Frans Elvarsson, leikmaður Keflavíkur, lét skot vaða af um 30 metrum og hafnaði skotið í tréverkinu. Meira var það ekki í fyrri hálfleik sem endaði 0-0. Seinni hálfleikur var með svipuðu sniði og sá fyrri, liðin voru varkár í sínum aðgerðum og virtist aðalmálið vera að fá ekki á sig mark frekar en að skora mark. Keflvíkingar voru sókndjarfari aðilinn þrátt fyrir að sækja á móti vindi en þeir náðu oft að pressa gestina alveg upp við vítateig Víkings. Nokkur færi litu þó dagsins ljós en leikmenn beggja liða hittu ekki markrammann. Staðan var því markalaus eftir venjulegann leiktíma og grípa þurfti til framlengingar. Framlengingin bauð ekki upp á mikinn sóknarleik enda mikið undir og vildu bæði lið greinilega fara í vítaspyrnukeppni í stað þess að hætta á að fá á sig mark í framlengingunni. Keflvíkingar tryggðu sér svo sigurinn og farseðilinn í bikarúrslitaleikinn með því að skora úr fleiri vítaspyrnum en Víkingur. Heimamenn nýttu fjórar vítaspyrnur á mót tveimur mótherjanna en Igor Taskovic skaut boltanum yfir úr sínu víti og Aron Elís Þrándarson lét Jonas Sandqvist verja frá sér. Haraldur Freyr Guðmundsson tryggði Keflvíkingunum áframhaldandi þátttöku með því að skora úr síðustu spyrnu heimamanna.Ólafur Þórðarson: Ömurlegur leikur Hann var að vonum óánægður hann Ólafur Þórðarson, þjálfari Víkinga eftir að hafa dottið úr leik í undanúrslitum Borgunarbikarsins. Hann var heldur fámáll en kom sínu til skila hvað honum fannst um gæði leiksins. „Bæði lið voru bara skítléleg í leiknum og spilar náttúrulega veðrið inn í það. Engu að síður þá var þetta einn leiðinlegasti leikur sem ég hef horft á í mörg ár. Það gekk ekki upp það sem við lögðum upp með fyrir leik og langaði okkur alls ekki að fara alla leið í vítakeppni til að ná fram úrslitum. Við töpuðum henni svo að þetta var bara ömurlegt.“ Blaðamaður spurði síðan Ólaf hvort hann teldi að vonbrigðin við að tapa svona leik gæti smitað út frá sér inn í deildarkeppnina en Víkingur hefur verið á góðu skriði undanfarið og situr í þriðja sæti deildarinnar þegar þetta er skrifað. „Ég vona ekk. Við höfum núna tíu daga til að jafna okkur á þessum vonbrigðum og vonandi tekst okkur það.“Kristján Guðmundsson: Tilfinningin er mögnuð. Hún er framúrskarandi góð „Tilfinningin er mögnuð. Hún er framúrskarandi góð“, sagði þjálfari Keflvíkinga þegar hann var spurður út í hvernig tilfinningin væri. Hann hélt áfram: „Mér líður mjög vel núna og þetta var mjög mikil útrás þegar seinasta spyrnan fór inn og leikurinn kláraðist.“ Hann var spurður hvernig honum fannst leikurinn spilast. „Mér fannst hann spilast eins og bæði lið vildu að hann myndi spilast, vildu ekki gefa færi á sér, vildu ekki lenda undir og var mjög erfitt að spila hann vegna vindsins. Okkar varnarleikur gekk mjög vel upp en sóknarleikurinn gekk upp á köflum, sköpuðum okkur ekki mörg færi en við lokuðum þeim svæðum sem við vildum loka og opnuðum svæðin sem við vildum opna. Ég held að taktíst séð hafi bæði lið spilað mjög vel, þ.e. að fá ekki á sig mark en reynt að sækja til sigurs og liðin beittu ólíkum með og á móti vindi.“ Kristján var spurður að því hvort tilfinningin í hópnum væri svipuð og árið 2006 en þá þurftu Keflvíkingar einnig að fara í gegnum Víking til að komast í bikarúrslitaleikinn. „Það getur vel verið allavega er gleðin ósvikin.“Jonas Sandqvist: Vissi hvoru megin skotið myndi koma Þegar kemur að vítaspyrnukeppnum eru markverðirnir oft taldir vera hetjur eða skúrkar og í dag var tilfellið að Jonas Sandqvist reyndist hetja Keflvíkinga enda varði hann eina spyrnu gestanna áður en Haraldur Freyr Guðmundsson tryggði Keflvíkinga í bikarúrslitin. Hann var spurður hvernig tilfinningin væri. „Þetta er glæsilegt, ég hef heyrt að bikarúrslitin sé stærsti leikur sumarsins þannig að okkur hlakkar til að spila leikinn. Miðað við sögu klúbbsins þá er kominn tími á að við fáum tækifæri til að spreyta okkur í úrslitaleiknum.“ Hann var spurður að því hvort hann hafi giskað á hvar Aron Elís Þrándarson myndi skjóta eða hvort hann vissi hvoru megin boltinn færi. „Þetta er markmannsþjálfaranum, honum Erni Sævari Júlíussyni, að þakka. Við töluðum saman fyrir leikinn og hann sagði mér að Aron skyti alltaf hægra megin við mig. Þannig að þegar skotið kom var ég viss um að ég myndi verja boltann. Ég verð því að þakka Erni.“ Jonas var spurður að því hvernig hann horfði á tímabilið í heild sinni með Keflavík. „Þetta er búið að vera fínt, við byrjuðum vel en höfum átt á brattann að sækja undanfarið en við erum enn í séns að enda ofarlega í deildinni og nú erum við komnir í bikarúrslitin. Þannig að þetta hefur verið fínt enn sem komið er.“ Blaðamaður spurði hann að lokum hvort hann teldi að bikiarúrslitaleikurinn yrði truflun fyrir leikmennina eða hvort hann gæfi leikmönnum meira sjálfstraust í komandi leikjum. „Ég held að þetta auki sjálfstraustið, núna höfum við eitthvað til að hlakka til og getum jafnvel verið afslappaðri í næstu deildarleikjum.“
Íslenski boltinn Mest lesið Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ Fótbolti Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Fótbolti Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Enski boltinn Fleiri fréttir Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Sjá meira