Elías Már: Fæ mér stundum plokkfisk fyrir leik Tómas Þór Þórðarson skrifar 30. júlí 2014 13:30 Elías Már á fullri ferð gegn Fram í átta liða úrslitum bikarsins. vísir/daníel „Maður er orðinn vel spenntur fyrir leiknum í kvöld,“ segir Elías Már Ómarsson, leikmaður Keflavíkur, en Keflvíkingar mæta Víkingi í undanúrslitum Borgunarbikarsins á Nettó-vellinum í kvöld.Leikurinn hefst klukkan 19.15 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. „Mér sýnist allir í bænum vera orðnir mjög spenntir fyrir þessu. Það er gaman að komast í undanúrslit bikars og fá að spila hann á heimavelli,“ segir Elías Már, en 17 ár eru síðast undanúrslitaleikur í bikar fór síðast fram í Keflavík. Keflavík varð síðast bikarmeistari árið 2006, en það lagði þá Víking í undanúrslitum á Laugardalsvelli, 4-0. Elías Már var á vellinum þá og ætlar að reyna að sjá til þess að úrslitin falli aftur með hans mönnum. „Það er ekkert annað í boði,“ segir Elías Már, en Keflavík tapaði fyrir Víkingi í Pepsi-deildinni á dögunum, 3-1. Hvað þurfa þeir að gera betur í kvöld? „Við vorum svolítið opnir inni á miðjunni. Þetta var slakur leikur hjá okkur og við ætlum að bæta úr því. Við erum búnir að fara yfir taktíkina og leggja upp leikinn. Við erum spenntir og ætlum að vinna þennan leik.“ Nánast allir leikmenn hafa ákveðna rútínu á leikdegi og Elías Már er ekki frábrugðin öðrum. Hvað gera 19 ára framherjar fyrir stærsta leik ferilsins? „Yfirleitt vakna ég sem fyrst á leikdegi. Ég fæ mér göngutúr, kaffibolla og horfi aðeins á sjónvarpið. Svo fæ ég mér eitthvað gott að borða - stundum plokkfisk, eða bara eitthvað sem mamma er með í boði,“ segir Elías Már Ómarsson. Íslenski boltinn Tengdar fréttir Fáum undanúrslitaleik á heimavelli í fyrsta sinn í 17 ár Í fyrsta sinn síðan 1997 fer fram undanúrslitaleikur í bikarkeppni karla í Keflavík þegar heimamenn taka á móti Víkingum í Borgunarbikarnum í kvöld. Liðin mættust á sama stigi fyrir átta árum en þá unnu Keflvíkingar öruggan sigur og urðu að lokum bikarmeistarar. 30. júlí 2014 06:00 Keflavík burstaði Víking í sama leik fyrir átta árum | Myndband Sjáðu mörkin úr leik Keflavíkur og Víkings í undanúrslitum bikarkeppninnar árið 2006, en sömu lið mætast í kvöld. 30. júlí 2014 11:30 Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Fleiri fréttir Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Sjá meira
„Maður er orðinn vel spenntur fyrir leiknum í kvöld,“ segir Elías Már Ómarsson, leikmaður Keflavíkur, en Keflvíkingar mæta Víkingi í undanúrslitum Borgunarbikarsins á Nettó-vellinum í kvöld.Leikurinn hefst klukkan 19.15 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. „Mér sýnist allir í bænum vera orðnir mjög spenntir fyrir þessu. Það er gaman að komast í undanúrslit bikars og fá að spila hann á heimavelli,“ segir Elías Már, en 17 ár eru síðast undanúrslitaleikur í bikar fór síðast fram í Keflavík. Keflavík varð síðast bikarmeistari árið 2006, en það lagði þá Víking í undanúrslitum á Laugardalsvelli, 4-0. Elías Már var á vellinum þá og ætlar að reyna að sjá til þess að úrslitin falli aftur með hans mönnum. „Það er ekkert annað í boði,“ segir Elías Már, en Keflavík tapaði fyrir Víkingi í Pepsi-deildinni á dögunum, 3-1. Hvað þurfa þeir að gera betur í kvöld? „Við vorum svolítið opnir inni á miðjunni. Þetta var slakur leikur hjá okkur og við ætlum að bæta úr því. Við erum búnir að fara yfir taktíkina og leggja upp leikinn. Við erum spenntir og ætlum að vinna þennan leik.“ Nánast allir leikmenn hafa ákveðna rútínu á leikdegi og Elías Már er ekki frábrugðin öðrum. Hvað gera 19 ára framherjar fyrir stærsta leik ferilsins? „Yfirleitt vakna ég sem fyrst á leikdegi. Ég fæ mér göngutúr, kaffibolla og horfi aðeins á sjónvarpið. Svo fæ ég mér eitthvað gott að borða - stundum plokkfisk, eða bara eitthvað sem mamma er með í boði,“ segir Elías Már Ómarsson.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Fáum undanúrslitaleik á heimavelli í fyrsta sinn í 17 ár Í fyrsta sinn síðan 1997 fer fram undanúrslitaleikur í bikarkeppni karla í Keflavík þegar heimamenn taka á móti Víkingum í Borgunarbikarnum í kvöld. Liðin mættust á sama stigi fyrir átta árum en þá unnu Keflvíkingar öruggan sigur og urðu að lokum bikarmeistarar. 30. júlí 2014 06:00 Keflavík burstaði Víking í sama leik fyrir átta árum | Myndband Sjáðu mörkin úr leik Keflavíkur og Víkings í undanúrslitum bikarkeppninnar árið 2006, en sömu lið mætast í kvöld. 30. júlí 2014 11:30 Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Fleiri fréttir Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Sjá meira
Fáum undanúrslitaleik á heimavelli í fyrsta sinn í 17 ár Í fyrsta sinn síðan 1997 fer fram undanúrslitaleikur í bikarkeppni karla í Keflavík þegar heimamenn taka á móti Víkingum í Borgunarbikarnum í kvöld. Liðin mættust á sama stigi fyrir átta árum en þá unnu Keflvíkingar öruggan sigur og urðu að lokum bikarmeistarar. 30. júlí 2014 06:00
Keflavík burstaði Víking í sama leik fyrir átta árum | Myndband Sjáðu mörkin úr leik Keflavíkur og Víkings í undanúrslitum bikarkeppninnar árið 2006, en sömu lið mætast í kvöld. 30. júlí 2014 11:30