Argentínumenn nálægt öðru greiðslufalli Atli Ísleifsson skrifar 30. júlí 2014 10:22 Efnahagsmálaráðherra Argentínu fundar nú með þeim fjárfestum sem þreyja þorrann í samningaviðræðum við argentísk stjórnvöld í New York. Vísir/AP Efnahagsmálaráðherra Argentínu mun halda samningaviðræðum áfram í dag í síðustu tilraun sinni til að forða landinu frá greiðslufalli. Axel Kicillof átti í viðræðum við þá fjárfesta sem þreyja þorrann í New York í gærkvöldi og lauk þeim án samkomulags. Fjárfestarnir krefjast endurgreiðslu á 1,3 milljörðum Bandaríkjadala og hefur bandarískur dómari úrskurðað að umræddir fjárfestar fái greitt á miðvikudagskvöld, náist ekki samkomulag um annað. Í frétt BBC segir að orðræða argentínskra stjórnvalda hafi einkennst af því að lýsa þessum eigendum ríkisskuldabréfa, sem ekki hafa samþykkt niðurfærslu á skuldunum og krafist þess að fá þær greiddar að fullu, sem hrægömmum. Hafi þeir keypt skuldabréfin ódýrt á þeim tíma þegar Argentína gekk í gegnum sérstaklega erfiða tíma og ætlað sér að nýta slæma skuldastöðu Argentínu til að hagnast gríðarlega. Ekki eru nema tólf ár síðan argentínsk stjórnvöld lýstu landið gjaldþrota og var skuldum þess þá breytt með aðstoð Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Mest lesið Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Efnahagsmálaráðherra Argentínu mun halda samningaviðræðum áfram í dag í síðustu tilraun sinni til að forða landinu frá greiðslufalli. Axel Kicillof átti í viðræðum við þá fjárfesta sem þreyja þorrann í New York í gærkvöldi og lauk þeim án samkomulags. Fjárfestarnir krefjast endurgreiðslu á 1,3 milljörðum Bandaríkjadala og hefur bandarískur dómari úrskurðað að umræddir fjárfestar fái greitt á miðvikudagskvöld, náist ekki samkomulag um annað. Í frétt BBC segir að orðræða argentínskra stjórnvalda hafi einkennst af því að lýsa þessum eigendum ríkisskuldabréfa, sem ekki hafa samþykkt niðurfærslu á skuldunum og krafist þess að fá þær greiddar að fullu, sem hrægömmum. Hafi þeir keypt skuldabréfin ódýrt á þeim tíma þegar Argentína gekk í gegnum sérstaklega erfiða tíma og ætlað sér að nýta slæma skuldastöðu Argentínu til að hagnast gríðarlega. Ekki eru nema tólf ár síðan argentínsk stjórnvöld lýstu landið gjaldþrota og var skuldum þess þá breytt með aðstoð Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.
Mest lesið Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira