Pavel: Verðum að gleyma að Jón Arnór sé til Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. ágúst 2014 13:15 Pavel á æfingu landsliðsins. Ísland mætir Bretlandi í undankeppni Evrópumótsins í körfuknattleik á sunnudaginn og segir Pavel Ermolinskij að það sé sárt að missa Jón Arnór Stefánsson úr hópnum. „Auðvitað er sárt að missa Jón Arnór. Jakob (Sigurðarson) hefur heldur ekkert verið með okkur og þetta eru tveir af okkar helstu skorurum. Við þurfum að fá stig eitthverstaðar annarstaðar frá, en leið og þetta kom í ljós varð maður dálítið að gleyma að Jón væri til," sagði Pavel Ermolinskij Við Vísi eftir æfingu landsliðsins í gær. „Við höfum treyst mikið á Jón síðustu sumur, en maður þarf að ímynda sér að þessi Jón Arnar Stefánsson sé ekki til núna." „Jakob og Jón eru dottnir út og þá er meiri pressa á mér. Það er ekki alveg mín sérgrein að skora stig, en ég verð duglegur í að leggja upp fyrir félagana. Það eru eflaust fleiri sem þurfa að stíga upp, en það verður að koma í ljós." Ísland spilaði tvo vináttuleiki við Lúxemborg í upphafi mánaðarins, en það voru fyrstu leikir Íslands undir stjórn þjálfarans Craig Pedersen. „Með fullri virðingu fyrir Lúxemborg þá var það enginn mælikvarði. Þetta var ekki mjög sterkt körfuboltalið." „Það er fullt af hæfileikum í okkar liði, en það er spurning með hugarfarið. Þeir sem þurfa að stíga upp, þurfa að vita það og þurfa að vera meðvitaðir um að það sé meira ætlast til af þeim núna." „Við horfum mikið á leikina gegn Bretlandi. Bosnía er mjög sterk þjóð, en við sjáum tækifæri í að vinna Bretaseríuna. Fyrst er heimaleikur og það er kannski leiðinlegt að fyrsti leikurinn sé heima," en Pavel segist ekki mikið þekkja til breska liðsis. „Ég veit lítið um Bretana. Þeir eru góðir í fótbolta og í að gera fish and chips, en ég veit ekki hvað þeir geta í körfubolta. Þeir virka sem mjög sterkir líkamlega og langir. Við þurfum að vera skynsamir og ekki spila á þeirra hraða og styrkleika." Aðspurður hvort fjarvera Jóns Arnórs muni hafa áhrif á mætingu á leikinnn á sunnudaginn svaraði Pavel léttur. „Það nennir enginn að sjá þessa gömlu kalla hökta hérna á vellinum, en nei það held ég ekki. Jón hefur verið andlit körfuboltans undanfarin ár, en ég er viss um að menn yrðu svekktir ef það myndi hafa áhrif á áhuga og mætingu. Það væri leiðinlegt." „Þetta er bara gamli góði frasinn. Við erum litla liðið, en það þýðir ekkert að koma inn í þetta með þannig hugarfari. Við höfum sterka trú á því að við getum þetta þangað til annað kemur í ljós, en þangað til annað kemur í ljós erum við kokhraustir," sagði Pavel Ermolinskij að lokum. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Enski boltinn Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Fleiri fréttir „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjör: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Sjá meira
Ísland mætir Bretlandi í undankeppni Evrópumótsins í körfuknattleik á sunnudaginn og segir Pavel Ermolinskij að það sé sárt að missa Jón Arnór Stefánsson úr hópnum. „Auðvitað er sárt að missa Jón Arnór. Jakob (Sigurðarson) hefur heldur ekkert verið með okkur og þetta eru tveir af okkar helstu skorurum. Við þurfum að fá stig eitthverstaðar annarstaðar frá, en leið og þetta kom í ljós varð maður dálítið að gleyma að Jón væri til," sagði Pavel Ermolinskij Við Vísi eftir æfingu landsliðsins í gær. „Við höfum treyst mikið á Jón síðustu sumur, en maður þarf að ímynda sér að þessi Jón Arnar Stefánsson sé ekki til núna." „Jakob og Jón eru dottnir út og þá er meiri pressa á mér. Það er ekki alveg mín sérgrein að skora stig, en ég verð duglegur í að leggja upp fyrir félagana. Það eru eflaust fleiri sem þurfa að stíga upp, en það verður að koma í ljós." Ísland spilaði tvo vináttuleiki við Lúxemborg í upphafi mánaðarins, en það voru fyrstu leikir Íslands undir stjórn þjálfarans Craig Pedersen. „Með fullri virðingu fyrir Lúxemborg þá var það enginn mælikvarði. Þetta var ekki mjög sterkt körfuboltalið." „Það er fullt af hæfileikum í okkar liði, en það er spurning með hugarfarið. Þeir sem þurfa að stíga upp, þurfa að vita það og þurfa að vera meðvitaðir um að það sé meira ætlast til af þeim núna." „Við horfum mikið á leikina gegn Bretlandi. Bosnía er mjög sterk þjóð, en við sjáum tækifæri í að vinna Bretaseríuna. Fyrst er heimaleikur og það er kannski leiðinlegt að fyrsti leikurinn sé heima," en Pavel segist ekki mikið þekkja til breska liðsis. „Ég veit lítið um Bretana. Þeir eru góðir í fótbolta og í að gera fish and chips, en ég veit ekki hvað þeir geta í körfubolta. Þeir virka sem mjög sterkir líkamlega og langir. Við þurfum að vera skynsamir og ekki spila á þeirra hraða og styrkleika." Aðspurður hvort fjarvera Jóns Arnórs muni hafa áhrif á mætingu á leikinnn á sunnudaginn svaraði Pavel léttur. „Það nennir enginn að sjá þessa gömlu kalla hökta hérna á vellinum, en nei það held ég ekki. Jón hefur verið andlit körfuboltans undanfarin ár, en ég er viss um að menn yrðu svekktir ef það myndi hafa áhrif á áhuga og mætingu. Það væri leiðinlegt." „Þetta er bara gamli góði frasinn. Við erum litla liðið, en það þýðir ekkert að koma inn í þetta með þannig hugarfari. Við höfum sterka trú á því að við getum þetta þangað til annað kemur í ljós, en þangað til annað kemur í ljós erum við kokhraustir," sagði Pavel Ermolinskij að lokum.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Enski boltinn Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Fleiri fréttir „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjör: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Sjá meira