Thelma Björg Björnsdóttir úr ÍFR var eini íslenski keppandinn á Öðrum keppnisdegi á Evrópumeistaramóti fatlaðra í sundi í Eindhoven í Hollandi en hún keppti þá í tveimur greinum.
Thelma varð fimmta í 50 metra flugsundi og sjöunda í 100 metra bringusundi. Hún hafði áður náð bronsverðlaunum í 400 metra skriðsundi.
Thelma kom í mark á 2:04,47 mínútum í úrslitasundinu í 100 metra bringusundi svo að Íslandsmet hennar stendur enn óhaggað en það er 2:03,17 mínútur. Thelma bætti aftur á móti Íslandsmetið í 50 metra flugsundi þegar hún kom fimmta í mark á 47,73 sekúndum. Gamla metið sem hún átti sjálf var 47,95 sekúndur.
Thelma Björg keppir í 50 metra skriðsundi á morgun en þá keppa þau Jón Margeir Sverrisson, Aníta Ósk Hrafnsdóttir og Kolbrún Alda Stefánsdóttir öll í 100 metra bringusundi.

