Argentínumenn þurfa að halda áfram að semja Þorbjörn Þórðarson skrifar 2. ágúst 2014 19:23 Dómstóll Vestanhafs hefur úrskurðað að viðræður argentínska ríkisins við kröfuhafa sína verði að halda áfram þrátt fyrir að Argentína hafi lýst yfir greiðslufalli. Vogunarsjóðir sem keypt hafa kröfur á argentínska ríkið eru í sumum tilvikum þeir sömu og keypt hafa skuldabréf föllnu bankanna hér á landi. Þegar Argentína lýsti síðast yfir greiðslufalli (e. default) árið 2001 samdi argentínska ríkið við 92% kröfuhafa sinna en hluti þeirra, bandarískir vogunarsjóðir, sættu sig ekki við þá samninga og kröfðust fullrar greiðslu fyrir sín ríkissuldabréf sem verðlögð eru á jafnvirði 170 milljarða króna. Kröfur þessara vogunarsjóða eru í raun ástæðan fyrir vanda landsins núna. Bandarískur dómstóll dæmdi vogunarsjóðunum í vil í síðasta mánuði og frestur stjórnvalda í Argentínu til að semja við þá rann út aðfaranótt fimmtudags. Þegar samningar tókust ekki ákvað ríkisstjórn Argentínu að lýsa yfir greiðslufalli í annað sinn á 13 árum. Jorge Capitanich, talsmaður argentínsku ríkisstjórnarinnar, kenndi bandarískum dómstólum um hvernig fór í viðtali við þarlenda fjölmiðla. Nafntogaðir pistlahöfundar um efnahagsmál hafa tekið málstað Argentínu. Til dæmis ritaði Martin Wolf einn af efnahagsritstjórum Financial Times þessa grein fyrr í sumar undir fyrirsögninni: Verjum Argentínu fyrir hrægömmunum. Í greininni segir Wolf að krafa um að Argentínumenn greiði skuldabréf sín að fullu sé „fjárkúgun með stuðningi bandarískra dómstóla.“Gjaldfella önnur bréf Yfirlýsing um greiðslufall þýðir að eigendur annarra skuldabréf geta gjaldfellt bréfin því gjaldfellingarákvæði í þessum bréfum verða virk. Það sama gera fyrirtæki sem hafa tryggt skuldir argentínska ríkisins með sérstökum skuldatryggingum. Í gær kvað dómstóll í New York síðan upp úrskurð þess efnis að argentínska ríkið verði að halda áfram viðræðum við kröfuhafa sína þrátt fyrir yfirlýsingu um greiðslufall.Fjárfesta í ríkjum þar sem neyð ríkir Hrægammasjóðirnir sem eiga kröfu á argentínska ríkið eru í mörgum tilvikum þeir sömu og hafa keypt skuldabréf föllnu bankanna hér á Íslandi á hrakvirði.Þar má nefna sjóðinn Elliott Management sem sérhæfir sig í að fjárfesta í ríkjum sem glíma við neyð eða standa frammi fyrir greiðsluþroti. Hrægammasjóðir af þessu tagi hafa komið sér þægilega fyrir á Íslandi en það er samt grundvallarmunur á stöðu Íslands og Argentínu því í tilfelli Argentínu eiga vogunarsjóðirnir kröfur á argentínska ríkið en hér á landi eiga þeir aðallega kröfur á fjármálafyrirtæki í slitum. Þeir eru því ekki að fara að banka upp á í fjármálaráðuneytinu við Arnarhvol í fyrirsjáanlegri framtíð. Tengdar fréttir Argentínska ríkið í greiðsluþrot í annað sinn Ríkissjóður Argentínu stendur ekki undir greiðslum af skuldabréfum sínum. 31. júlí 2014 11:00 Argentínumenn kusu greiðsluþrot frekar en nauðsamninga Þorvaldur Gylfason segir ólíklegt en ekki útilokað að Íslendingar geti lent í sömu stöðu. 1. ágúst 2014 06:00 Argentínumenn nálægt öðru greiðslufalli Efnahagsmálaráðherra Argentínu heldur samningaviðræðum sínum við erlenda fjárfesta áfram í dag í síðustu tilraun sinni til að forða landinu frá greiðslufalli. 30. júlí 2014 10:22 Mest lesið Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Dómstóll Vestanhafs hefur úrskurðað að viðræður argentínska ríkisins við kröfuhafa sína verði að halda áfram þrátt fyrir að Argentína hafi lýst yfir greiðslufalli. Vogunarsjóðir sem keypt hafa kröfur á argentínska ríkið eru í sumum tilvikum þeir sömu og keypt hafa skuldabréf föllnu bankanna hér á landi. Þegar Argentína lýsti síðast yfir greiðslufalli (e. default) árið 2001 samdi argentínska ríkið við 92% kröfuhafa sinna en hluti þeirra, bandarískir vogunarsjóðir, sættu sig ekki við þá samninga og kröfðust fullrar greiðslu fyrir sín ríkissuldabréf sem verðlögð eru á jafnvirði 170 milljarða króna. Kröfur þessara vogunarsjóða eru í raun ástæðan fyrir vanda landsins núna. Bandarískur dómstóll dæmdi vogunarsjóðunum í vil í síðasta mánuði og frestur stjórnvalda í Argentínu til að semja við þá rann út aðfaranótt fimmtudags. Þegar samningar tókust ekki ákvað ríkisstjórn Argentínu að lýsa yfir greiðslufalli í annað sinn á 13 árum. Jorge Capitanich, talsmaður argentínsku ríkisstjórnarinnar, kenndi bandarískum dómstólum um hvernig fór í viðtali við þarlenda fjölmiðla. Nafntogaðir pistlahöfundar um efnahagsmál hafa tekið málstað Argentínu. Til dæmis ritaði Martin Wolf einn af efnahagsritstjórum Financial Times þessa grein fyrr í sumar undir fyrirsögninni: Verjum Argentínu fyrir hrægömmunum. Í greininni segir Wolf að krafa um að Argentínumenn greiði skuldabréf sín að fullu sé „fjárkúgun með stuðningi bandarískra dómstóla.“Gjaldfella önnur bréf Yfirlýsing um greiðslufall þýðir að eigendur annarra skuldabréf geta gjaldfellt bréfin því gjaldfellingarákvæði í þessum bréfum verða virk. Það sama gera fyrirtæki sem hafa tryggt skuldir argentínska ríkisins með sérstökum skuldatryggingum. Í gær kvað dómstóll í New York síðan upp úrskurð þess efnis að argentínska ríkið verði að halda áfram viðræðum við kröfuhafa sína þrátt fyrir yfirlýsingu um greiðslufall.Fjárfesta í ríkjum þar sem neyð ríkir Hrægammasjóðirnir sem eiga kröfu á argentínska ríkið eru í mörgum tilvikum þeir sömu og hafa keypt skuldabréf föllnu bankanna hér á Íslandi á hrakvirði.Þar má nefna sjóðinn Elliott Management sem sérhæfir sig í að fjárfesta í ríkjum sem glíma við neyð eða standa frammi fyrir greiðsluþroti. Hrægammasjóðir af þessu tagi hafa komið sér þægilega fyrir á Íslandi en það er samt grundvallarmunur á stöðu Íslands og Argentínu því í tilfelli Argentínu eiga vogunarsjóðirnir kröfur á argentínska ríkið en hér á landi eiga þeir aðallega kröfur á fjármálafyrirtæki í slitum. Þeir eru því ekki að fara að banka upp á í fjármálaráðuneytinu við Arnarhvol í fyrirsjáanlegri framtíð.
Tengdar fréttir Argentínska ríkið í greiðsluþrot í annað sinn Ríkissjóður Argentínu stendur ekki undir greiðslum af skuldabréfum sínum. 31. júlí 2014 11:00 Argentínumenn kusu greiðsluþrot frekar en nauðsamninga Þorvaldur Gylfason segir ólíklegt en ekki útilokað að Íslendingar geti lent í sömu stöðu. 1. ágúst 2014 06:00 Argentínumenn nálægt öðru greiðslufalli Efnahagsmálaráðherra Argentínu heldur samningaviðræðum sínum við erlenda fjárfesta áfram í dag í síðustu tilraun sinni til að forða landinu frá greiðslufalli. 30. júlí 2014 10:22 Mest lesið Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Argentínska ríkið í greiðsluþrot í annað sinn Ríkissjóður Argentínu stendur ekki undir greiðslum af skuldabréfum sínum. 31. júlí 2014 11:00
Argentínumenn kusu greiðsluþrot frekar en nauðsamninga Þorvaldur Gylfason segir ólíklegt en ekki útilokað að Íslendingar geti lent í sömu stöðu. 1. ágúst 2014 06:00
Argentínumenn nálægt öðru greiðslufalli Efnahagsmálaráðherra Argentínu heldur samningaviðræðum sínum við erlenda fjárfesta áfram í dag í síðustu tilraun sinni til að forða landinu frá greiðslufalli. 30. júlí 2014 10:22
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent