Íslenski boltinn

Hafsteinn: Ég bauð upp á þetta

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Hafsteinn Briem í leik gegn Víkingi fyrr í sumar.
Hafsteinn Briem í leik gegn Víkingi fyrr í sumar. vísir/daníel
„Ég var að líta á þetta áðan, ég var í sjokki þegar dómarinn stoppaði þetta ekki en hann sá þetta ekki nægilega vel enda sneri hann baki í þetta,“ sagði Hafsteinn Briem þegar Vísir heyrði í honum um fyrsta mark Breiðabliks í gær.

Árni kom Blikum 1-0 yfir eftir misskilning hjá Hafsteini og Denis Cardaklijasem má sjá hér.

„Ég ætlaði bara að pikka rétt í boltann svo Denis gæti tekið aukaspyrnuna en ég hefði augljóslega átt að láta það vera. Þegar ég leit á dómarann eftir að ég hafði snert boltann sá ég að hann sneri baki í atburðarrásina og sá þetta ekki. Svo þegar hann snýr sér við þá eru þeir komnir með boltann og hann heldur að þeir hafi unnið hann,“ sagði Hafsteinn og viðurkenndi að hann gæti ekki sakast út í ákvörðun dómarans.

„Ég bauð vissulega upp á þetta en ég hefði aldrei tekið aukaspyrnuna svona með sóknarmanninn minn svona ofan í mér.“


Tengdar fréttir

Sjáðu umdeilt mark Árna | Myndband

Árni Vilhjálmsson kom Breiðablik yfir í gær með vægast sagt skrautlegu marki en leikmenn Fram voru afar óánægðir þegar dómari leiksins dæmdi markið gilt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×