Umfjöllun, viðtöl, myndir og einkunnir: Víkingur - ÍBV 1-2 | ÍBV skaust upp úr fallsæti Kristinn Páll Teitsson á Víkingsvelli skrifar 18. ágúst 2014 16:04 Eyjamenn fagna marki Arnars Braga Bergssonar í kvöld. vísir/Andri marinó ÍBV vann mikilvægan og sannfærandi sigur á Víking í Fossvoginum í kvöld en leiknum lauk með 2-1 sigri ÍBV. Með sigrinum skýst ÍBV upp í 8. sæti um tíma. Leikurinn var gríðarlega þýðingarmikill fyrir Eyjamenn en þeir eru í harðri baráttu um sæti sitt í Pepsi-deildinni við Fylki, Fram, Fjölni og Breiðablik. Jafnt var á með liðunum í upphafi leiks en ef eitthvað var voru heimamenn örlítið sterkari. Skyndisóknir ÍBV voru hinsvegar gríðarlega hættulegar og kom fyrsta mark leiksins upp úr einni slíkri. Boltinn barst þá á Þórarin Inga Valdimarsson í skyndisókn og renndi hann boltanum á Ian Jeffs sem stakk sér inn fyrir varnarmenn Víkings og lyfti boltanum yfir Ingvar Þór Kale í marki Víkings.Arnar Bragi Bergsson bætti við öðru marki ÍBV í upphafi seinni hálfleiks með marki í skrautlegri kantinum. Eftir góða skyndisókn reyndi hann fyrirgjöf sem fór hinsvegar beint í fjærhornið. Heppnin með Arnari og ÍBV var skyndilega komið með 2-0 forskot. Heimamenn náðu að minnka muninn þegar fimm mínútur voru til leiksloka þegar boltinn fór af Matt Garner, varnarmanni ÍBV og í netið eftir hættulega fyrirgjöf Michael Maynard Abnett. Leikmenn Víkings reyndu að setja meiri pressu á ÍBV undir lok leiksins en tókst ekki að skapa sér færi og lauk leiknum því með 2-1 sigri Eyjamanna. Með sigrinum skýst ÍBV upp í 8. sætið með 17 stig um tíma en sigurinn gæti verið gríðarlega þýðingarmikill þegar uppi er staðið í byrjun október.Michael Abnett horfir á eftir boltanum í netið hjá ÍBV.vísir/Andri marinóAndri: Þurfum að spila svona í öllum leikjum „Þetta eru heldur betur mikilvæg stig, við erum búnir að vera að spila mun betur undanfarnar vikur,“ sagði Andri Ólafsson, leikmaður ÍBV, eftir leikinn. „Við breyttum leikáætluninni um daginn. Við þurftum að gera okkur grein fyrir því að við værum í botnbaráttunni og þar þarf maður að verja markið sitt fyrst og fremst.“ Skyndisóknir Eyjamanna voru eitraðar í leiknum og komu bæði mörk ÍBV upp úr skyndisóknum. „Leikplanið gekk frábærlega í dag fyrir utan fyrstu 20 mínútur leiksins. Við vorum lélegir og stressaðir á bolta í upphafi en eftir það gekk okkur vel að skapa færi.“ Arnar Bragi Bergsson skoraði sigurmarkið með fyrirgjöf sem hafnaði í fjærhorninu. „Þetta var klárlega skot, það eru miklu meiri gæði í honum Arnari heldur en þetta. Annars var þetta ein léleg fyrirgjöf.“ Með sigrinum skaust ÍBV upp í 8. sætið um tíma. „Ef við náum að spila svona þá hef ég fulla trú á því að við náum að halda okkur uppi en við þurfum að spila svona í öllum leikjum, ekki bara af og til.“Kiddi Magg á ferðinni í kvöld.vísir/Andri marinóKristinn: Þetta verður kapphlaup það sem eftir er „Þetta er hundfúlt, við bjuggumst við því að þeir myndu liggja til baka eins og þeir gerðu,“ sagði Kristinn Magnússon, leikmaður Víkings, svekktur eftir leikinn. „Þegar þeir ná markinu eftir klaufaleg mistök hjá okkur fór leikurnar upp í hendur þeirra. Þá gátu þeir legið til baka og það var kannski full mikil örvænting hjá okkur.“ Þrátt fyrir fína kafla í leiknum gekk heimamönnum illa að skapa sér færi í kvöld á Víkingsvelli. „Þeir múruðu vel fyrir en við hefðum kannski átt að nýta kantana betur og teygja á þeim. Þeir voru vel þéttir og markvörðurinn þeirra var vakandi á línunni og fyrir vikið var þetta svolítið þungur leikur.“ Víkingur situr enn í 4. sæti, fimm stigum á undan Val í Evrópusætinu þegar sex leikir eru eftir af tímabilinu. „Við þurfum að mæta einbeittari í þessa leiki sem eftir eru þar sem þetta verða allir 50/50 leikir. Við ætluðum okkur að komast í betri stöðu upp á Evrópusætið en okkur gengur illa að stinga þá af og þetta verður kapphlaup það sem eftir er.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Enski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Íslenski boltinn Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Körfubolti „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Fótbolti Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Fótbolti „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Enski boltinn Fleiri fréttir Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Sjá meira
ÍBV vann mikilvægan og sannfærandi sigur á Víking í Fossvoginum í kvöld en leiknum lauk með 2-1 sigri ÍBV. Með sigrinum skýst ÍBV upp í 8. sæti um tíma. Leikurinn var gríðarlega þýðingarmikill fyrir Eyjamenn en þeir eru í harðri baráttu um sæti sitt í Pepsi-deildinni við Fylki, Fram, Fjölni og Breiðablik. Jafnt var á með liðunum í upphafi leiks en ef eitthvað var voru heimamenn örlítið sterkari. Skyndisóknir ÍBV voru hinsvegar gríðarlega hættulegar og kom fyrsta mark leiksins upp úr einni slíkri. Boltinn barst þá á Þórarin Inga Valdimarsson í skyndisókn og renndi hann boltanum á Ian Jeffs sem stakk sér inn fyrir varnarmenn Víkings og lyfti boltanum yfir Ingvar Þór Kale í marki Víkings.Arnar Bragi Bergsson bætti við öðru marki ÍBV í upphafi seinni hálfleiks með marki í skrautlegri kantinum. Eftir góða skyndisókn reyndi hann fyrirgjöf sem fór hinsvegar beint í fjærhornið. Heppnin með Arnari og ÍBV var skyndilega komið með 2-0 forskot. Heimamenn náðu að minnka muninn þegar fimm mínútur voru til leiksloka þegar boltinn fór af Matt Garner, varnarmanni ÍBV og í netið eftir hættulega fyrirgjöf Michael Maynard Abnett. Leikmenn Víkings reyndu að setja meiri pressu á ÍBV undir lok leiksins en tókst ekki að skapa sér færi og lauk leiknum því með 2-1 sigri Eyjamanna. Með sigrinum skýst ÍBV upp í 8. sætið með 17 stig um tíma en sigurinn gæti verið gríðarlega þýðingarmikill þegar uppi er staðið í byrjun október.Michael Abnett horfir á eftir boltanum í netið hjá ÍBV.vísir/Andri marinóAndri: Þurfum að spila svona í öllum leikjum „Þetta eru heldur betur mikilvæg stig, við erum búnir að vera að spila mun betur undanfarnar vikur,“ sagði Andri Ólafsson, leikmaður ÍBV, eftir leikinn. „Við breyttum leikáætluninni um daginn. Við þurftum að gera okkur grein fyrir því að við værum í botnbaráttunni og þar þarf maður að verja markið sitt fyrst og fremst.“ Skyndisóknir Eyjamanna voru eitraðar í leiknum og komu bæði mörk ÍBV upp úr skyndisóknum. „Leikplanið gekk frábærlega í dag fyrir utan fyrstu 20 mínútur leiksins. Við vorum lélegir og stressaðir á bolta í upphafi en eftir það gekk okkur vel að skapa færi.“ Arnar Bragi Bergsson skoraði sigurmarkið með fyrirgjöf sem hafnaði í fjærhorninu. „Þetta var klárlega skot, það eru miklu meiri gæði í honum Arnari heldur en þetta. Annars var þetta ein léleg fyrirgjöf.“ Með sigrinum skaust ÍBV upp í 8. sætið um tíma. „Ef við náum að spila svona þá hef ég fulla trú á því að við náum að halda okkur uppi en við þurfum að spila svona í öllum leikjum, ekki bara af og til.“Kiddi Magg á ferðinni í kvöld.vísir/Andri marinóKristinn: Þetta verður kapphlaup það sem eftir er „Þetta er hundfúlt, við bjuggumst við því að þeir myndu liggja til baka eins og þeir gerðu,“ sagði Kristinn Magnússon, leikmaður Víkings, svekktur eftir leikinn. „Þegar þeir ná markinu eftir klaufaleg mistök hjá okkur fór leikurnar upp í hendur þeirra. Þá gátu þeir legið til baka og það var kannski full mikil örvænting hjá okkur.“ Þrátt fyrir fína kafla í leiknum gekk heimamönnum illa að skapa sér færi í kvöld á Víkingsvelli. „Þeir múruðu vel fyrir en við hefðum kannski átt að nýta kantana betur og teygja á þeim. Þeir voru vel þéttir og markvörðurinn þeirra var vakandi á línunni og fyrir vikið var þetta svolítið þungur leikur.“ Víkingur situr enn í 4. sæti, fimm stigum á undan Val í Evrópusætinu þegar sex leikir eru eftir af tímabilinu. „Við þurfum að mæta einbeittari í þessa leiki sem eftir eru þar sem þetta verða allir 50/50 leikir. Við ætluðum okkur að komast í betri stöðu upp á Evrópusætið en okkur gengur illa að stinga þá af og þetta verður kapphlaup það sem eftir er.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Enski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Íslenski boltinn Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Körfubolti „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Fótbolti Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Fótbolti „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Enski boltinn Fleiri fréttir Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Sjá meira