Upphafsmaður "pop-up“ auglýsinga biðst afsökunar á sköpun sinni Atli Ísleifsson skrifar 18. ágúst 2014 14:59 "Pop-up“ auglýsingar geta vakið pirring fólks. Vísir/Getty Ethan Zuckerman, upphafsmaður svokallaðra „pop-up“ auglýsinga hefur beðist afsökunar á uppfinningu sinni. „Mér þykir það leitt. Ásetningur okkar var góður,“ segir Zuckerman um sköpun sína í grein í The Atlantic. Zuckerman var í teymi sem fann upp hvernig auglýsingar gátu óumbeðnar birst í sérstökum gluggum á tölvuskjá vefnotenda þegar hann starfaði hjá Tripod.com á árunum 1994 til 1999, en fyrirtækið hýsti mikinn fjölda vefsíðna á sínum tíma.Í frétt SVT kemur fram að Zuckerman segi teymið hafa prófað fjölda viðskiptalíkana, og komist að því að það sem best myndi fjármagna fyrirtækið væri líkan sem byggði á auglýsingum. Hann segir þó ýmis vandamál hafa komið upp þegar auglýsingar birtust á vefsíðum og að vatnaskil hafi orðið þegar stórt bílafyrirtæki hafi lýst yfir óánægju með að auglýsing þeirra birtist inni á klámsíðu. Zuckerman hannaði því kóða sem gerði það að verkum að auglýsingin opnaðist í nýjum glugga og skapaði þannig fjarlægð milli auglýsingar og vefsíðu. Þannig hafi „pop-up“ auglýsingar orðið til, en Zuckerman segist þó mikið sjá eftir hönnuninni í dag. Í grein SVT kemur fram að Zuckerman segi internetið hafi að vissu leyti hafa mistekist, sér í lagi þá starfsemi sem hefur tekjur sínar af auglýsingum og stýrist af því að safna upplýsingum um notandann. Sé það afleiðing af því að auglýsingar séu nú venjan þegar fjármagna á innihald og þjónustu á netinu. Zuckerman segist þó ekki hafa nein skýr svör hvernig skuli fjármagna innihald á vefnum. Hann segir þó núverandi módel vera „lélegt, gallað og niðurbrjótandi“. Hvetur hann því notendur til að hætta að nota ókeypis þjónustu sem selji upplýsingar um þá og notast frekar við þjónustu sem kostar, en sem selur ekki upplýsingar um notendur. Mest lesið Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Ethan Zuckerman, upphafsmaður svokallaðra „pop-up“ auglýsinga hefur beðist afsökunar á uppfinningu sinni. „Mér þykir það leitt. Ásetningur okkar var góður,“ segir Zuckerman um sköpun sína í grein í The Atlantic. Zuckerman var í teymi sem fann upp hvernig auglýsingar gátu óumbeðnar birst í sérstökum gluggum á tölvuskjá vefnotenda þegar hann starfaði hjá Tripod.com á árunum 1994 til 1999, en fyrirtækið hýsti mikinn fjölda vefsíðna á sínum tíma.Í frétt SVT kemur fram að Zuckerman segi teymið hafa prófað fjölda viðskiptalíkana, og komist að því að það sem best myndi fjármagna fyrirtækið væri líkan sem byggði á auglýsingum. Hann segir þó ýmis vandamál hafa komið upp þegar auglýsingar birtust á vefsíðum og að vatnaskil hafi orðið þegar stórt bílafyrirtæki hafi lýst yfir óánægju með að auglýsing þeirra birtist inni á klámsíðu. Zuckerman hannaði því kóða sem gerði það að verkum að auglýsingin opnaðist í nýjum glugga og skapaði þannig fjarlægð milli auglýsingar og vefsíðu. Þannig hafi „pop-up“ auglýsingar orðið til, en Zuckerman segist þó mikið sjá eftir hönnuninni í dag. Í grein SVT kemur fram að Zuckerman segi internetið hafi að vissu leyti hafa mistekist, sér í lagi þá starfsemi sem hefur tekjur sínar af auglýsingum og stýrist af því að safna upplýsingum um notandann. Sé það afleiðing af því að auglýsingar séu nú venjan þegar fjármagna á innihald og þjónustu á netinu. Zuckerman segist þó ekki hafa nein skýr svör hvernig skuli fjármagna innihald á vefnum. Hann segir þó núverandi módel vera „lélegt, gallað og niðurbrjótandi“. Hvetur hann því notendur til að hætta að nota ókeypis þjónustu sem selji upplýsingar um þá og notast frekar við þjónustu sem kostar, en sem selur ekki upplýsingar um notendur.
Mest lesið Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent