Upphafsmaður "pop-up“ auglýsinga biðst afsökunar á sköpun sinni Atli Ísleifsson skrifar 18. ágúst 2014 14:59 "Pop-up“ auglýsingar geta vakið pirring fólks. Vísir/Getty Ethan Zuckerman, upphafsmaður svokallaðra „pop-up“ auglýsinga hefur beðist afsökunar á uppfinningu sinni. „Mér þykir það leitt. Ásetningur okkar var góður,“ segir Zuckerman um sköpun sína í grein í The Atlantic. Zuckerman var í teymi sem fann upp hvernig auglýsingar gátu óumbeðnar birst í sérstökum gluggum á tölvuskjá vefnotenda þegar hann starfaði hjá Tripod.com á árunum 1994 til 1999, en fyrirtækið hýsti mikinn fjölda vefsíðna á sínum tíma.Í frétt SVT kemur fram að Zuckerman segi teymið hafa prófað fjölda viðskiptalíkana, og komist að því að það sem best myndi fjármagna fyrirtækið væri líkan sem byggði á auglýsingum. Hann segir þó ýmis vandamál hafa komið upp þegar auglýsingar birtust á vefsíðum og að vatnaskil hafi orðið þegar stórt bílafyrirtæki hafi lýst yfir óánægju með að auglýsing þeirra birtist inni á klámsíðu. Zuckerman hannaði því kóða sem gerði það að verkum að auglýsingin opnaðist í nýjum glugga og skapaði þannig fjarlægð milli auglýsingar og vefsíðu. Þannig hafi „pop-up“ auglýsingar orðið til, en Zuckerman segist þó mikið sjá eftir hönnuninni í dag. Í grein SVT kemur fram að Zuckerman segi internetið hafi að vissu leyti hafa mistekist, sér í lagi þá starfsemi sem hefur tekjur sínar af auglýsingum og stýrist af því að safna upplýsingum um notandann. Sé það afleiðing af því að auglýsingar séu nú venjan þegar fjármagna á innihald og þjónustu á netinu. Zuckerman segist þó ekki hafa nein skýr svör hvernig skuli fjármagna innihald á vefnum. Hann segir þó núverandi módel vera „lélegt, gallað og niðurbrjótandi“. Hvetur hann því notendur til að hætta að nota ókeypis þjónustu sem selji upplýsingar um þá og notast frekar við þjónustu sem kostar, en sem selur ekki upplýsingar um notendur. Mest lesið Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Ethan Zuckerman, upphafsmaður svokallaðra „pop-up“ auglýsinga hefur beðist afsökunar á uppfinningu sinni. „Mér þykir það leitt. Ásetningur okkar var góður,“ segir Zuckerman um sköpun sína í grein í The Atlantic. Zuckerman var í teymi sem fann upp hvernig auglýsingar gátu óumbeðnar birst í sérstökum gluggum á tölvuskjá vefnotenda þegar hann starfaði hjá Tripod.com á árunum 1994 til 1999, en fyrirtækið hýsti mikinn fjölda vefsíðna á sínum tíma.Í frétt SVT kemur fram að Zuckerman segi teymið hafa prófað fjölda viðskiptalíkana, og komist að því að það sem best myndi fjármagna fyrirtækið væri líkan sem byggði á auglýsingum. Hann segir þó ýmis vandamál hafa komið upp þegar auglýsingar birtust á vefsíðum og að vatnaskil hafi orðið þegar stórt bílafyrirtæki hafi lýst yfir óánægju með að auglýsing þeirra birtist inni á klámsíðu. Zuckerman hannaði því kóða sem gerði það að verkum að auglýsingin opnaðist í nýjum glugga og skapaði þannig fjarlægð milli auglýsingar og vefsíðu. Þannig hafi „pop-up“ auglýsingar orðið til, en Zuckerman segist þó mikið sjá eftir hönnuninni í dag. Í grein SVT kemur fram að Zuckerman segi internetið hafi að vissu leyti hafa mistekist, sér í lagi þá starfsemi sem hefur tekjur sínar af auglýsingum og stýrist af því að safna upplýsingum um notandann. Sé það afleiðing af því að auglýsingar séu nú venjan þegar fjármagna á innihald og þjónustu á netinu. Zuckerman segist þó ekki hafa nein skýr svör hvernig skuli fjármagna innihald á vefnum. Hann segir þó núverandi módel vera „lélegt, gallað og niðurbrjótandi“. Hvetur hann því notendur til að hætta að nota ókeypis þjónustu sem selji upplýsingar um þá og notast frekar við þjónustu sem kostar, en sem selur ekki upplýsingar um notendur.
Mest lesið Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira