Fylkir aftur á sigurbraut Kristinn Páll Teitsson skrifar 14. ágúst 2014 16:35 Fylkisstúlkur fagna hér marki fyrr í sumar. Vísir/Daníel Fylkir vann nokkuð náðugan 3-0 sigur á ÍBV í Pepsi-deild kvenna í kvöld. Sigurinn var sá fyrsti hjá Fylkisliðinu í síðustu þremur leikjum. Gestirnir úr Vestmannaeyjum byrjuðu leikinn betur og náðu Fylkiskonur óvænt forskotinu eftir tólf mínútna leik þegar Ruth Þórðar Þórðardóttir skoraði fyrsta mark leiksins. Ruth, sem átti góðan leik á miðjunni hjá þeim appelsínugulu, smellhitti boltann þá langt utan teigs og hafnaði hann efst í markhorninu. Stórbrotið mark! Fylkiskonur voru sterkari aðilinn og gekk gestunum frá Eyjum illa að skapa sér færi. Shaneka Gordon fékk úr litlu að moða og annar lykilmaður liðsins, Vesna Smiljkovic, átti erfitt uppdráttar. Munar um minna hjá þeim hvítklæddu. Markadrottningin 33 ára, Anna Björg Björnsdóttir, gerði síðan endanlega út um leikinn í seinni hálfleik með tveimur mörkum á aðeins fimm mínútum. Mörkin voru keimlík þar sem framherjinn lúrði á fjærstöng og setti boltann í netið eftir klaufagang í vörn ÍBV. Saga Huld Helgadóttir, miðvörður ÍBV, lék sinn síðasta leik fyrir Eyjakonur í bili en þessi 23 árs gamli miðvörður er á leiðinni til Svíþjóðar í nám. Með sigrinum skaust Fylkir tímabundið hið minnsta upp í 3. sæti en ÍBV situr áfram í 7. sæti. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Handbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Fleiri fréttir Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Sjá meira
Fylkir vann nokkuð náðugan 3-0 sigur á ÍBV í Pepsi-deild kvenna í kvöld. Sigurinn var sá fyrsti hjá Fylkisliðinu í síðustu þremur leikjum. Gestirnir úr Vestmannaeyjum byrjuðu leikinn betur og náðu Fylkiskonur óvænt forskotinu eftir tólf mínútna leik þegar Ruth Þórðar Þórðardóttir skoraði fyrsta mark leiksins. Ruth, sem átti góðan leik á miðjunni hjá þeim appelsínugulu, smellhitti boltann þá langt utan teigs og hafnaði hann efst í markhorninu. Stórbrotið mark! Fylkiskonur voru sterkari aðilinn og gekk gestunum frá Eyjum illa að skapa sér færi. Shaneka Gordon fékk úr litlu að moða og annar lykilmaður liðsins, Vesna Smiljkovic, átti erfitt uppdráttar. Munar um minna hjá þeim hvítklæddu. Markadrottningin 33 ára, Anna Björg Björnsdóttir, gerði síðan endanlega út um leikinn í seinni hálfleik með tveimur mörkum á aðeins fimm mínútum. Mörkin voru keimlík þar sem framherjinn lúrði á fjærstöng og setti boltann í netið eftir klaufagang í vörn ÍBV. Saga Huld Helgadóttir, miðvörður ÍBV, lék sinn síðasta leik fyrir Eyjakonur í bili en þessi 23 árs gamli miðvörður er á leiðinni til Svíþjóðar í nám. Með sigrinum skaust Fylkir tímabundið hið minnsta upp í 3. sæti en ÍBV situr áfram í 7. sæti.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Handbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Fleiri fréttir Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Sjá meira