Hafði ekki hugmynd um að hann ætti fullt af milljónum Kjartan Atli Kjartansson skrifar 13. ágúst 2014 13:00 Eiríkur Jónsson hefur haldið úti vefsíðunni eirikurjonsson.is í á þriðja ár. „Ég hafði ekki hugmynd um að ég ætti allt í einu sautján milljónir,“ segir Eiríkur Jónsson um hlut sinn í vefsíðunni eirikurjonsson.is. Í kvöldfréttum RÚV í gærkvöldi kom fram að sextíu prósenta hlutur í vefsíðunni, sem er í eigu Þorsteins Guðnasonar eins eiganda DV ehf, væri metinn tæpar 26 milljónir króna. Eiríkur á sjálfur fjörutíu prósenta hlut í vefsíðunni og því ætti hans hlutur að vera um 17 milljóna virði og síðan í heild sinni því metin á 43 milljónir króna. Í frétt RÚV kom enn fremur fram að Þorsteinn hafi notað sinn hlut sinn í eirikurjonsson.is til þess að greiða fyrir kaup á hlut í DV ehf. Hlutur Þorsteins í DV kostaði fjórtán milljónir króna og greiddi hann tíu milljónir í reiðufé og hafi hlutur hans í eirikurjonsson.is þá verið metinn á fjórar milljónir króna. Þorsteinn segist svo hafa notað sömu aðferðafræði til þess að reikna út verðmæti eirikurjonsson.is og notuð er til þess að reikna út virði DV.is. Þannig hafi hann fengið út að 60% hlutur sinn væri 26 milljóna króna virði. Það þyrfti þó ekki að endurspegla raunverulegt virði síðunnar.Hægt að reikna allt Í samtali við Vísi segir Eiríkur Jónsson að hægt sé að fá út allar niðurstöður sem menn vilja, þetta fari allt eftir reikniformúlunum. „Þarna eru notaðar sömu reiknikúnstir og notaðar eru til að reikna út virði annarra fjölmiðla. Þetta er sett inn í einhverja formúlu, sem allir nota virðist vera, og þá er þetta niðurstaðan. Ég hef aldrei komið nálægt þessu. Ég veit í raun ekkert meira um þetta.“ Hann bætir við: „Það er hægt að reikna allan andskotann. Það er hægt að reikna ríkisbúskapinn alveg upp úr öllu valdi. Það fer bara eftir því hvernig menn reikna. Ég veit ekkert um hvernig menn gerðu það. Ég hef aldrei reiknað þetta út.“ Eiríkur hafði ekki áður heyrt að sextíu prósenta hlutur í síðunni væri 26 milljóna króna virði. „Nei,nei ég hef aldrei heyrt þetta. Enda eru það einhverjir aðilar úti í bæ sem eiga þetta og þetta er matið á því. Þannig að þau fjörutíu prósent sem ég á eftir eru þá sautján milljóna króna virði,“ segir hann. Vísir sagði frá því í mars fyrir tveimur árum að vefur Eiríks væri kominn í loftið. Þá sagði fjölmiðlamaðurinn reyndi: „Þetta er nýr vefur sem byggir á löngum ferli mínum. Ég hef verið að blogga á Eyjunni með 35 til 40 þúsund lesendur á viku og þetta byggir á því. En það verður meira á síðunni og þetta verður nýstárlega sett upp." Þá kom fram að fjársterkir aðilar hefðu komið að stofnun hlutafélagsins Eiríkur Jónsson ehf. Þessir aðilar fengu sextíu prósenta hlut í hlutafélaginu og hélt Eiríkur eftir fjörutíu prósentum. Eiríkur bætir því nú við að hlutur hans í vefnum sé til sölu á sautján. „Hann er til sölu. Verður seldur alveg á staðnum fyrir þessa upphæð.“ Uppfært klukkan 14:01:Upphaflega stóð að 60% hlutur Þorsteins Guðnasonar hafi verið metinn á 43 milljónir, en það rétta er að vefsíðan í heild sinni var metin á þá upphæð. Þannig skiptast 43 milljónirnar sem vefsíðan er metin á (út frá ákveðnum forsendum) á milli félags í eigu Þorsteins annars vegar (26 milljónir) og Eiríks Jónssonar hins vegar (17 milljónir). Haft var samband við Eirík Jónsson og fréttinni breytt til að leiðrétta þennan misskilning. Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
„Ég hafði ekki hugmynd um að ég ætti allt í einu sautján milljónir,“ segir Eiríkur Jónsson um hlut sinn í vefsíðunni eirikurjonsson.is. Í kvöldfréttum RÚV í gærkvöldi kom fram að sextíu prósenta hlutur í vefsíðunni, sem er í eigu Þorsteins Guðnasonar eins eiganda DV ehf, væri metinn tæpar 26 milljónir króna. Eiríkur á sjálfur fjörutíu prósenta hlut í vefsíðunni og því ætti hans hlutur að vera um 17 milljóna virði og síðan í heild sinni því metin á 43 milljónir króna. Í frétt RÚV kom enn fremur fram að Þorsteinn hafi notað sinn hlut sinn í eirikurjonsson.is til þess að greiða fyrir kaup á hlut í DV ehf. Hlutur Þorsteins í DV kostaði fjórtán milljónir króna og greiddi hann tíu milljónir í reiðufé og hafi hlutur hans í eirikurjonsson.is þá verið metinn á fjórar milljónir króna. Þorsteinn segist svo hafa notað sömu aðferðafræði til þess að reikna út verðmæti eirikurjonsson.is og notuð er til þess að reikna út virði DV.is. Þannig hafi hann fengið út að 60% hlutur sinn væri 26 milljóna króna virði. Það þyrfti þó ekki að endurspegla raunverulegt virði síðunnar.Hægt að reikna allt Í samtali við Vísi segir Eiríkur Jónsson að hægt sé að fá út allar niðurstöður sem menn vilja, þetta fari allt eftir reikniformúlunum. „Þarna eru notaðar sömu reiknikúnstir og notaðar eru til að reikna út virði annarra fjölmiðla. Þetta er sett inn í einhverja formúlu, sem allir nota virðist vera, og þá er þetta niðurstaðan. Ég hef aldrei komið nálægt þessu. Ég veit í raun ekkert meira um þetta.“ Hann bætir við: „Það er hægt að reikna allan andskotann. Það er hægt að reikna ríkisbúskapinn alveg upp úr öllu valdi. Það fer bara eftir því hvernig menn reikna. Ég veit ekkert um hvernig menn gerðu það. Ég hef aldrei reiknað þetta út.“ Eiríkur hafði ekki áður heyrt að sextíu prósenta hlutur í síðunni væri 26 milljóna króna virði. „Nei,nei ég hef aldrei heyrt þetta. Enda eru það einhverjir aðilar úti í bæ sem eiga þetta og þetta er matið á því. Þannig að þau fjörutíu prósent sem ég á eftir eru þá sautján milljóna króna virði,“ segir hann. Vísir sagði frá því í mars fyrir tveimur árum að vefur Eiríks væri kominn í loftið. Þá sagði fjölmiðlamaðurinn reyndi: „Þetta er nýr vefur sem byggir á löngum ferli mínum. Ég hef verið að blogga á Eyjunni með 35 til 40 þúsund lesendur á viku og þetta byggir á því. En það verður meira á síðunni og þetta verður nýstárlega sett upp." Þá kom fram að fjársterkir aðilar hefðu komið að stofnun hlutafélagsins Eiríkur Jónsson ehf. Þessir aðilar fengu sextíu prósenta hlut í hlutafélaginu og hélt Eiríkur eftir fjörutíu prósentum. Eiríkur bætir því nú við að hlutur hans í vefnum sé til sölu á sautján. „Hann er til sölu. Verður seldur alveg á staðnum fyrir þessa upphæð.“ Uppfært klukkan 14:01:Upphaflega stóð að 60% hlutur Þorsteins Guðnasonar hafi verið metinn á 43 milljónir, en það rétta er að vefsíðan í heild sinni var metin á þá upphæð. Þannig skiptast 43 milljónirnar sem vefsíðan er metin á (út frá ákveðnum forsendum) á milli félags í eigu Þorsteins annars vegar (26 milljónir) og Eiríks Jónssonar hins vegar (17 milljónir). Haft var samband við Eirík Jónsson og fréttinni breytt til að leiðrétta þennan misskilning.
Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira