Enski boltinn

Meintur níðingur í heimaleikjabann í Eyjum

Óskar Hrafn Þorvaldsson skrifar
Óskar Örn Ólafsson, formaður knattspyrnudeildar ÍBV, sést hér lengst til vinstri þegar Sigurður Ragnar Eyjólfsson var ráðinn þjálfari liðsins síðastliðið haust.
Óskar Örn Ólafsson, formaður knattspyrnudeildar ÍBV, sést hér lengst til vinstri þegar Sigurður Ragnar Eyjólfsson var ráðinn þjálfari liðsins síðastliðið haust. Vísir/Óskar
Óskar Örn Ólafsson, formaður knattspyrnudeildar ÍBV, segir að einstaklingur, sem grunaður er um kynþáttaníð í garð KR-ingsins Farid Zato í leik félaganna 31. júlí síðastliðinn, hafi ekki mætt á leik liðsins gegn FH á sunnudaginn.

Ætla má af orðum Óskars að einstaklingurinn hafi verið í heimaleikjabanni vegna háttalags síns en Óskar segir að frekari aðgerðir í málinu séu á ís þar til aganefnd KSÍ hefur úrskurðað í málinu seinna í dag.

„Við erum búnir að ganga frá þessu máli af okkar hálfu gagnvart þeim einstaklingi sem átti þarna í hlut. Starfsmaður okkar stóð við hliðina á honum og heyrði allt,“ segir Óskar Örn í samtali við Vísi.

Hann segist vera spenntur yfir því að sjá skýrslu dómaranna og bíður eftir úrskurði aganefndar KSÍ.

„Við viljum sjá hvað er í skýrslu dómaranna. Við vitum hvað gerðist og viljum sjá hvort skýrsla þeirra samræmist þeim upplýsingum sem við höfum um málið,“ segir Óskar Örn.

Eins og Vísir greindi frá í morgun þá á ÍBV yfir höfði sér 150 þúsund króna sekt vegna þessa atviks.


Tengdar fréttir

Brynjar Gauti: Fæ gult spjald fyrir að láta sparka í mig

Brynjar Gauti Guðjónsson var óánægður með að Kjartan Henry Finnbogason skyldi sleppa með gult spjald þegar hann sparkaði í Brynjar. Kjartan var hinsvegar ekki á sömu buxunum og taldi að Gunnar Jarl hefði leyst atvikið á réttan hátt.

Verða vonandi tólfti leikmaður liðsins

KR hefur hent ÍBV úr bikarnum þrisvar sinnum á síðustu fjórum árum. Nú mætast liðin á ný í Eyjum. Matt Garner segir bikarinn hafa bjargað tímabilinu.

Trúin getur flutt fjöll

Stjarnan heldur Evrópuævintýri sínu áfram í kvöld þegar það mætir pólska liðinu Lech Poznan. Atli Jóhannsson segir Garðbæinga hafa engu að tapa, en sér þó veikleika á Poznan-liðinu sem má nýta. Stuðningsmenn beggja liða þykja frábærir og verður spennandi að sjá stemminguna á vellinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×