Skjálfti sem mældist 5.3 hefur ekki haft áhrif á gosóróa Sveinn Arnarsson skrifar 24. ágúst 2014 01:43 Skjálftinn sem reið yfir rétt eftir miðnætti, 5.3 að stærð, hefur ekki haft áhrif á gosóróa í Bárðarbungu Vísir/Ómar Ragnarsson Rétt eftir miðnætti reið yfir öflugur skjálfti í Bárðarbungu. Skjálftinn er mældur 5.3 stig og er hann sá öflugasti sem mælst hefur, síðan óróans í Bárðarbungu var fyrst vart fyrir um viku síðan. Þegar upphafið að síðustu eldgosum í jöklinum hafa verið rifjuð upp í tengslum við þann óróa sem nú hefur staðið yfir í Bárðarbungu, er að skjálfti að þessari stærð hefur komið gosi af stað. Gjálpargosið árið 1996, hófst með jarðskjálfta að þeirri stærð. Það gos stóð yfir í um tvær vikur. Ingi Þorleifur Bjarnason, jarðskjálfta- og jarðeðlisfræðingur á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands, telur að skjálfti af slíkri stærð geti orðið það sem tendri neistann í Bárðarbungu. Hann sagði í viðtali við Kristján Má Unnarsson í kvöldfréttum Stöðvar 2 á föstudaginn að skjálfti yfir fimm ætti að setja menn í algera viðbragðsstöðu. Gunnar B. Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur á Veðurstofu íslands, segir þennan jarðskjálfta vera fyrsta skjálfann af þessari stærðargráðu sem mælist í Bárðarbungu síðan í Gjálpargosinu árið 1996. Fræðingar Veðurstofunnar hafa verið að túlka þessa skjálfta í öskjunni sjálfri á þá vegu að hún sé að aðlagast því að kvika sé að streyma inn í þennan langa berggang sem hefur teygt sig næstum 40 kílómetra í norðaustur, undir Dyngjujökul. Því er um þrýstingslækkun að ræða beint undir Bárðarbungu. Þessi túlkun er því ekki á sömu vegu og túlkun Inga Þorleif Bjarnasonar. Veðurstofan vill meina að þessar samgengishreyfingar í sjálfri öskju Bárðarbungu muni ekki hafa mikil áhrif á gosóróa. „Þessi skjálfti hefur ekki haft nein áhrif á gosóróa á svæðinu. Það er ekkert á okkar mælum sem gefur til kynna að þessi skjálfti sé einvher upptaktur af hugsanlegu eldgosi. Þó er ekki hægt að slá neinu föstu. Við munum bíða og sjá og fylgjast með," segir Gunnar B. Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur, í samtali við Fréttablaðið. Bárðarbunga Tengdar fréttir Verður fimm stiga skjálfti rásmerki Bárðarbungu? Kröftugur jarðskjálfti í Bárðarbungu um 5 á Richter var það sem hleypti af Gjálpargosinu í Vatnajökli árð 1996. 17. ágúst 2014 12:30 The largest earthquake yet A magnitude 5.3 earthquake has occurred in the Bárðarbunga caldera at 5 km depth at 00:09. It is the strongest event measured since the onset of the seismic crisis at Bárðarbunga. 24. ágúst 2014 00:48 Gjálpargosið þurfti nærri tvo daga til að bræða jökulinn Gjálpargosið í Vatnajökli árið 1996 er síðasta eldgosið sem rakið er til Bárðarbungu. 23. ágúst 2014 17:45 Skjálfti yfir fimm stig gæti ræst eldfjallið Almannavarnir telja ennþá hættu á eldgosi frá Bárðarbungu og þótt ekkert bendi enn til þess að kvika sé á leið til yfirborðs hefur ógnin frá eldfjallinu sífellt víðtækari áhrif á samfélagið. 22. ágúst 2014 21:30 Hamfarir þegar eldgos bræðir þykkt jökulfarg Hamfarahlaup niður Jökulsá á Fjöllum vegna eldgoss í Bárðarbungu gæti orðið tífalt meðalrennsli Ölfusár, að mati Helga Björnssonar jöklafræðings. 19. ágúst 2014 11:45 Sá stærsti til þessa Jarðskjálfti að stærð 5,3 stig reið yfir við Bárðarbungu laust eftir miðnætti. Skjálftinn mældist á 5 kílómetra dýpi. 24. ágúst 2014 00:46 Skjálftar í Bárðarbungu kerfisbundið vanmetnir Veðurstofan vanmat stærð jarðskjálfta fyrstu dagana í skjálftahrinunni í Bárðarbungu. 22. ágúst 2014 12:30 Telur goslíkur aukast eftir því sem hrinan dregst á langinn Líkur á eldgosi aukast eftir því sem atburðarásin í Bárðarbungu dregst á langinn, að mati Magnúsar Tuma Guðmundssonar prófessors. 21. ágúst 2014 19:45 Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Rétt eftir miðnætti reið yfir öflugur skjálfti í Bárðarbungu. Skjálftinn er mældur 5.3 stig og er hann sá öflugasti sem mælst hefur, síðan óróans í Bárðarbungu var fyrst vart fyrir um viku síðan. Þegar upphafið að síðustu eldgosum í jöklinum hafa verið rifjuð upp í tengslum við þann óróa sem nú hefur staðið yfir í Bárðarbungu, er að skjálfti að þessari stærð hefur komið gosi af stað. Gjálpargosið árið 1996, hófst með jarðskjálfta að þeirri stærð. Það gos stóð yfir í um tvær vikur. Ingi Þorleifur Bjarnason, jarðskjálfta- og jarðeðlisfræðingur á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands, telur að skjálfti af slíkri stærð geti orðið það sem tendri neistann í Bárðarbungu. Hann sagði í viðtali við Kristján Má Unnarsson í kvöldfréttum Stöðvar 2 á föstudaginn að skjálfti yfir fimm ætti að setja menn í algera viðbragðsstöðu. Gunnar B. Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur á Veðurstofu íslands, segir þennan jarðskjálfta vera fyrsta skjálfann af þessari stærðargráðu sem mælist í Bárðarbungu síðan í Gjálpargosinu árið 1996. Fræðingar Veðurstofunnar hafa verið að túlka þessa skjálfta í öskjunni sjálfri á þá vegu að hún sé að aðlagast því að kvika sé að streyma inn í þennan langa berggang sem hefur teygt sig næstum 40 kílómetra í norðaustur, undir Dyngjujökul. Því er um þrýstingslækkun að ræða beint undir Bárðarbungu. Þessi túlkun er því ekki á sömu vegu og túlkun Inga Þorleif Bjarnasonar. Veðurstofan vill meina að þessar samgengishreyfingar í sjálfri öskju Bárðarbungu muni ekki hafa mikil áhrif á gosóróa. „Þessi skjálfti hefur ekki haft nein áhrif á gosóróa á svæðinu. Það er ekkert á okkar mælum sem gefur til kynna að þessi skjálfti sé einvher upptaktur af hugsanlegu eldgosi. Þó er ekki hægt að slá neinu föstu. Við munum bíða og sjá og fylgjast með," segir Gunnar B. Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur, í samtali við Fréttablaðið.
Bárðarbunga Tengdar fréttir Verður fimm stiga skjálfti rásmerki Bárðarbungu? Kröftugur jarðskjálfti í Bárðarbungu um 5 á Richter var það sem hleypti af Gjálpargosinu í Vatnajökli árð 1996. 17. ágúst 2014 12:30 The largest earthquake yet A magnitude 5.3 earthquake has occurred in the Bárðarbunga caldera at 5 km depth at 00:09. It is the strongest event measured since the onset of the seismic crisis at Bárðarbunga. 24. ágúst 2014 00:48 Gjálpargosið þurfti nærri tvo daga til að bræða jökulinn Gjálpargosið í Vatnajökli árið 1996 er síðasta eldgosið sem rakið er til Bárðarbungu. 23. ágúst 2014 17:45 Skjálfti yfir fimm stig gæti ræst eldfjallið Almannavarnir telja ennþá hættu á eldgosi frá Bárðarbungu og þótt ekkert bendi enn til þess að kvika sé á leið til yfirborðs hefur ógnin frá eldfjallinu sífellt víðtækari áhrif á samfélagið. 22. ágúst 2014 21:30 Hamfarir þegar eldgos bræðir þykkt jökulfarg Hamfarahlaup niður Jökulsá á Fjöllum vegna eldgoss í Bárðarbungu gæti orðið tífalt meðalrennsli Ölfusár, að mati Helga Björnssonar jöklafræðings. 19. ágúst 2014 11:45 Sá stærsti til þessa Jarðskjálfti að stærð 5,3 stig reið yfir við Bárðarbungu laust eftir miðnætti. Skjálftinn mældist á 5 kílómetra dýpi. 24. ágúst 2014 00:46 Skjálftar í Bárðarbungu kerfisbundið vanmetnir Veðurstofan vanmat stærð jarðskjálfta fyrstu dagana í skjálftahrinunni í Bárðarbungu. 22. ágúst 2014 12:30 Telur goslíkur aukast eftir því sem hrinan dregst á langinn Líkur á eldgosi aukast eftir því sem atburðarásin í Bárðarbungu dregst á langinn, að mati Magnúsar Tuma Guðmundssonar prófessors. 21. ágúst 2014 19:45 Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Verður fimm stiga skjálfti rásmerki Bárðarbungu? Kröftugur jarðskjálfti í Bárðarbungu um 5 á Richter var það sem hleypti af Gjálpargosinu í Vatnajökli árð 1996. 17. ágúst 2014 12:30
The largest earthquake yet A magnitude 5.3 earthquake has occurred in the Bárðarbunga caldera at 5 km depth at 00:09. It is the strongest event measured since the onset of the seismic crisis at Bárðarbunga. 24. ágúst 2014 00:48
Gjálpargosið þurfti nærri tvo daga til að bræða jökulinn Gjálpargosið í Vatnajökli árið 1996 er síðasta eldgosið sem rakið er til Bárðarbungu. 23. ágúst 2014 17:45
Skjálfti yfir fimm stig gæti ræst eldfjallið Almannavarnir telja ennþá hættu á eldgosi frá Bárðarbungu og þótt ekkert bendi enn til þess að kvika sé á leið til yfirborðs hefur ógnin frá eldfjallinu sífellt víðtækari áhrif á samfélagið. 22. ágúst 2014 21:30
Hamfarir þegar eldgos bræðir þykkt jökulfarg Hamfarahlaup niður Jökulsá á Fjöllum vegna eldgoss í Bárðarbungu gæti orðið tífalt meðalrennsli Ölfusár, að mati Helga Björnssonar jöklafræðings. 19. ágúst 2014 11:45
Sá stærsti til þessa Jarðskjálfti að stærð 5,3 stig reið yfir við Bárðarbungu laust eftir miðnætti. Skjálftinn mældist á 5 kílómetra dýpi. 24. ágúst 2014 00:46
Skjálftar í Bárðarbungu kerfisbundið vanmetnir Veðurstofan vanmat stærð jarðskjálfta fyrstu dagana í skjálftahrinunni í Bárðarbungu. 22. ágúst 2014 12:30
Telur goslíkur aukast eftir því sem hrinan dregst á langinn Líkur á eldgosi aukast eftir því sem atburðarásin í Bárðarbungu dregst á langinn, að mati Magnúsar Tuma Guðmundssonar prófessors. 21. ágúst 2014 19:45