UFC Fight Night í kvöld Pétur Marinó Jónsson skrifar 23. ágúst 2014 22:15 Henderson og dos Anjos í vigtuninni í gær. Vísir/Getty Í kvöld fer fram UFC Fight Night: Henderson vs. dos Anjos í Oklahoma í Bandaríkjunum. Bardagakvöldið er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst kl 2. Í aðalbardaganum mætast þeir Ben Henderson og Rafael dos Anjos í áhugaverðum bardaga í léttvigt. Henderson er fyrrum UFC meistari en tapaði titlinum til Anthony Pettis í ágúst í fyrra. Þetta var annað tap Henderson gegn Pettis en í bæði skiptin hefur hann misst titil sinn til Pettis - fyrst í WEC og svo í UFC í fyrra. Síðan Anthony Pettis tók titilinn af Henderson í ágúst í fyrra hefur hann ekki enn varið belti sitt. Á sama tíma er Henderson að taka sinn þriðja bardaga síðan hann tapaði gegn Pettis. Henderson er í erfiðri stöðu þar sem það verður erfitt fyrir hann að sannfæra UFC um að gefa sér annað tækifæri á beltinu á meðan Pettis er meistari. Hann þyrfti helst að sigra alla fimm bestu bardagamenn heims til þess að geta átt von á öðrum titilbardaga, svo lengi sem Pettis sé meistari. Til þess að geta hugsað um að titilinn þarf Henderson fyrst að sigra Rafael dos Anjos. Þessi 29 ára gamli Brasilíumaður átti framan af stakkaskiptan feril í UFC þangað til hann komst á fimm bardaga sigurgöngu. Sigurgöngunni lauk í fyrra en hann er engu að síður í fimmta sæti á styrkleikalista UFC í léttvigtinni. Hann var í upphafi þekktur fyrir að hafa ógnarsterkt jiu-jitsu (svart belti) en hefur nú bætt fleiri vopnum í vopnabúrið. Hann er með gott box og beitir skrokkhöggunum vel – nokkuð sem er undarlega óalgengt í MMA. Aftur á móti hefur hann bætt sig mest í fellunum og það hefur gert gæfumuninn fyrir hann. Ben Henderson hefur oftar en einu sinni sigrað bardaga eftir umdeilda dómaraákvörðun og hefur mikla reynslu úr fimm lotu bardögum. Það gæti gert gæfumuninn hér í kvöld. Hann hefur þó verið að vinna í að klára bardaga sína og hengdi Rustam Khabilov í 4. lotu í hans síðasta bardaga. Fari bardaginn allar fimm loturnar má búast við sigri Henderson. Það yrðu þó ekki auðveldar fimm lotur þar sem dos Anjos er frábær bardagamaður og gæti hæglega náð Henderson í uppgjafartak. Aðrir bardagar kvöldsins eru: Veltivigt: Mike Pyle gegn Jordan MeinMillivigt: Francis Carmont gegn Thales LeitesFjaðurvigt*: Max Holloway gegn Clay CollardLéttvigt: James Vick gegn Valmir LazaroFjaðurvigt: Chas Skelly gegn Tom Niinimäki*Bardaginn átti upphaflega að fara fram í fjaðurvigt (145 pund) en verður háður í „catchweight“ (149 pund) þar sem Collard kom inn með aðeins viku fyrirvara. MMA Mest lesið Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Fótbolti Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Körfubolti Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Fótbolti Dagskráin í dag: VARsjáin, Lokasóknin, íslenskur körfubolti og margt fleira Sport Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: VARsjáin, Lokasóknin, íslenskur körfubolti og margt fleira Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Hágrét eftir heimsmeistaratitil Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Hárið í hættu hjá United manninum Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Rakel Sara vann tvenn verðlaun á Norður-Evrópumótinu Sjá meira
Í kvöld fer fram UFC Fight Night: Henderson vs. dos Anjos í Oklahoma í Bandaríkjunum. Bardagakvöldið er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst kl 2. Í aðalbardaganum mætast þeir Ben Henderson og Rafael dos Anjos í áhugaverðum bardaga í léttvigt. Henderson er fyrrum UFC meistari en tapaði titlinum til Anthony Pettis í ágúst í fyrra. Þetta var annað tap Henderson gegn Pettis en í bæði skiptin hefur hann misst titil sinn til Pettis - fyrst í WEC og svo í UFC í fyrra. Síðan Anthony Pettis tók titilinn af Henderson í ágúst í fyrra hefur hann ekki enn varið belti sitt. Á sama tíma er Henderson að taka sinn þriðja bardaga síðan hann tapaði gegn Pettis. Henderson er í erfiðri stöðu þar sem það verður erfitt fyrir hann að sannfæra UFC um að gefa sér annað tækifæri á beltinu á meðan Pettis er meistari. Hann þyrfti helst að sigra alla fimm bestu bardagamenn heims til þess að geta átt von á öðrum titilbardaga, svo lengi sem Pettis sé meistari. Til þess að geta hugsað um að titilinn þarf Henderson fyrst að sigra Rafael dos Anjos. Þessi 29 ára gamli Brasilíumaður átti framan af stakkaskiptan feril í UFC þangað til hann komst á fimm bardaga sigurgöngu. Sigurgöngunni lauk í fyrra en hann er engu að síður í fimmta sæti á styrkleikalista UFC í léttvigtinni. Hann var í upphafi þekktur fyrir að hafa ógnarsterkt jiu-jitsu (svart belti) en hefur nú bætt fleiri vopnum í vopnabúrið. Hann er með gott box og beitir skrokkhöggunum vel – nokkuð sem er undarlega óalgengt í MMA. Aftur á móti hefur hann bætt sig mest í fellunum og það hefur gert gæfumuninn fyrir hann. Ben Henderson hefur oftar en einu sinni sigrað bardaga eftir umdeilda dómaraákvörðun og hefur mikla reynslu úr fimm lotu bardögum. Það gæti gert gæfumuninn hér í kvöld. Hann hefur þó verið að vinna í að klára bardaga sína og hengdi Rustam Khabilov í 4. lotu í hans síðasta bardaga. Fari bardaginn allar fimm loturnar má búast við sigri Henderson. Það yrðu þó ekki auðveldar fimm lotur þar sem dos Anjos er frábær bardagamaður og gæti hæglega náð Henderson í uppgjafartak. Aðrir bardagar kvöldsins eru: Veltivigt: Mike Pyle gegn Jordan MeinMillivigt: Francis Carmont gegn Thales LeitesFjaðurvigt*: Max Holloway gegn Clay CollardLéttvigt: James Vick gegn Valmir LazaroFjaðurvigt: Chas Skelly gegn Tom Niinimäki*Bardaginn átti upphaflega að fara fram í fjaðurvigt (145 pund) en verður háður í „catchweight“ (149 pund) þar sem Collard kom inn með aðeins viku fyrirvara.
MMA Mest lesið Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Fótbolti Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Körfubolti Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Fótbolti Dagskráin í dag: VARsjáin, Lokasóknin, íslenskur körfubolti og margt fleira Sport Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: VARsjáin, Lokasóknin, íslenskur körfubolti og margt fleira Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Hágrét eftir heimsmeistaratitil Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Hárið í hættu hjá United manninum Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Rakel Sara vann tvenn verðlaun á Norður-Evrópumótinu Sjá meira