Vigdís vill hækka VSK á ferðaþjónustuna Heimir Már Pétursson skrifar 21. ágúst 2014 13:42 Vigdís Hauksdóttir Vísir/GVA Formaður fjárlaganefndar segir bráðnauðsynlegt að útrýma undanþágum í virðisaukakerfinu og vill hækka virðisaukaskatt á ferðaþjónustuna. Hins vegar eigi ekki að hækka virðisaukaskatt á matvæli. Í drögum að fjárlagafrumvarpi Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra er gert ráð fyrir töluverðum breytingum á virðisaukaskattskerfinu. Í dag eru tvö þrep í virðisaukaskatti 24,5 prósent og 7 prósent. Lang flestar vörur og þjónusta heyra undir hærra skattþrepið en matvara, bækur, tímarit, afnotagjöld að fjölmiðlum, sala á orku, gisting og fleira heyra undir lægra þrepið og þá er ýmislegt undanþegið virðisaukaskatti. Fjármálaráðherra hefur sagst vilja einfalda kerfið, með lækkun efra þrepsins, hækkun neðra þrepsins og fækkun undanþága. Það myndi þýða að skattur á matvöru myndi hækka. Karl Garðarsson þingmaður Framsóknarflokksins lýsti andstöðu sinni við það í fréttum Bylgjunnar í gær að virðisaukaskattur á matvæli yrði hækkaður. Vigdís Hauksdóttir formaður fjárlaganefndar tekur undir þetta og segir Framsóknarmenn standa vörð um matarskatt í lægra þrepi. „Ég tel ekki vænlegt að hækka skattinn og flækja bótakerfið frekar með einhverri aðkomu ríkisins að því að færa til fjármagn til efnaminni fjölskyldna. Ég tel að við eigum að standa vörð um þennan 7 prósenta skatt,“ segir Vigdís. Líka vegna þess að matarskatturinn skili sér mjög vel þar sem undanskot á honum séu mjög erfið. Á sama tíma og efra þrep skattsins verði lækkað eigi að fella niður undanþágur frá skattinum. „Það er náttúrlega alveg bráðnauðsynlegt að útrýma nánast öllum undanþágum í virðisaukaskattskerfinu, því þær eru bara barn síns tíma,“ segir Vigdís. Hún tekur undir með Karli Garðarssyni og segist vilja að virðisaukaskatturinn verði hækkaður í ferðaþjónustunni og undanþágum þar fækkað eins og fyrri ríkisstjórn hafði áformað en núverandi stjórn féll frá að framkvæma. „Ég talaði á móti því að hækka virðisaukaskattinn á síðasta kjörtímabili. En þegar ég hef skoðað þessi skattamál betur núna síðustu mánuði, er ég eiginlega komin á þá skoðun að við ættum að hækka virðisaukaskattinn á ferðaþjónustuna vegna þess að nú er velta ferðaþjónustunnar orðin meiri en sjávarútvegsins. Ferðaþjónustan er komin af brauðfótum,“ segir Vigdís. Því séu forsendur fyrir því að hafa ferðaþjónustuna í lægra þrepinu brostnar. „Þannig að nú er orðið tímabært að sá stuðningur sem ríkisvaldið veitti þessari atvinnugrein á sínum tíma skili sér nú í ríkissjóð með hækkaðri prósentu,“ segir Vigdís Hauksdóttir. Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Formaður fjárlaganefndar segir bráðnauðsynlegt að útrýma undanþágum í virðisaukakerfinu og vill hækka virðisaukaskatt á ferðaþjónustuna. Hins vegar eigi ekki að hækka virðisaukaskatt á matvæli. Í drögum að fjárlagafrumvarpi Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra er gert ráð fyrir töluverðum breytingum á virðisaukaskattskerfinu. Í dag eru tvö þrep í virðisaukaskatti 24,5 prósent og 7 prósent. Lang flestar vörur og þjónusta heyra undir hærra skattþrepið en matvara, bækur, tímarit, afnotagjöld að fjölmiðlum, sala á orku, gisting og fleira heyra undir lægra þrepið og þá er ýmislegt undanþegið virðisaukaskatti. Fjármálaráðherra hefur sagst vilja einfalda kerfið, með lækkun efra þrepsins, hækkun neðra þrepsins og fækkun undanþága. Það myndi þýða að skattur á matvöru myndi hækka. Karl Garðarsson þingmaður Framsóknarflokksins lýsti andstöðu sinni við það í fréttum Bylgjunnar í gær að virðisaukaskattur á matvæli yrði hækkaður. Vigdís Hauksdóttir formaður fjárlaganefndar tekur undir þetta og segir Framsóknarmenn standa vörð um matarskatt í lægra þrepi. „Ég tel ekki vænlegt að hækka skattinn og flækja bótakerfið frekar með einhverri aðkomu ríkisins að því að færa til fjármagn til efnaminni fjölskyldna. Ég tel að við eigum að standa vörð um þennan 7 prósenta skatt,“ segir Vigdís. Líka vegna þess að matarskatturinn skili sér mjög vel þar sem undanskot á honum séu mjög erfið. Á sama tíma og efra þrep skattsins verði lækkað eigi að fella niður undanþágur frá skattinum. „Það er náttúrlega alveg bráðnauðsynlegt að útrýma nánast öllum undanþágum í virðisaukaskattskerfinu, því þær eru bara barn síns tíma,“ segir Vigdís. Hún tekur undir með Karli Garðarssyni og segist vilja að virðisaukaskatturinn verði hækkaður í ferðaþjónustunni og undanþágum þar fækkað eins og fyrri ríkisstjórn hafði áformað en núverandi stjórn féll frá að framkvæma. „Ég talaði á móti því að hækka virðisaukaskattinn á síðasta kjörtímabili. En þegar ég hef skoðað þessi skattamál betur núna síðustu mánuði, er ég eiginlega komin á þá skoðun að við ættum að hækka virðisaukaskattinn á ferðaþjónustuna vegna þess að nú er velta ferðaþjónustunnar orðin meiri en sjávarútvegsins. Ferðaþjónustan er komin af brauðfótum,“ segir Vigdís. Því séu forsendur fyrir því að hafa ferðaþjónustuna í lægra þrepinu brostnar. „Þannig að nú er orðið tímabært að sá stuðningur sem ríkisvaldið veitti þessari atvinnugrein á sínum tíma skili sér nú í ríkissjóð með hækkaðri prósentu,“ segir Vigdís Hauksdóttir.
Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira