Gæti orðið stærsta gos í áratugi Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 9. september 2014 23:06 Vísir/Auðunn Líkur eru taldar á að gos muni hefjast í Bárðarbungu vegna viðvarandi sigs í öskjunni að sögn Magnúsar Tuma Guðmundssonar, jarðeðlisfræðings. Sig í öskjunni er þó ekki mikið enn sem komið er, eða um það bil 20 metrar. Hann segir ómögulegt að segja til um hvort gos muni hefjast í Bárðarbungu, en fari svo, verði gosið það stærsta í áratugi. „Þegar öskjur eru farnar að síga þá verðum við að reikna með þeim möguleika að það gæti komið verulegt gos. Stærra en það sem við höfum séð á síðustu áratugum. Öskjusig eru ekki algeng fyrirbæri og þeim fylgja oft veruleg eldgos.,“ segir Magnús Tumi. Hann segir að hægt sé að líta á þetta á þrenna vegu. „Í fyrsta lagi að þetta sig hætti fljótlega og gosið í Holuhrauni fjari út. Í öðru lagi að sigið verði töluvert mikið, nokkuð hundruð metrar jafnvel, og á meðan þá sigi kvikan undan Bárðarbungu og gosið í Holuhrauni haldi áfram. Það er hætt við að ef svo færi þá yrði þetta verulega mikið, langvinnt gos. Nú þriðja sviðsmyndin er kannski verst. Það er að kvikan finni sér leið upp í öskjuna, öskjubrotið og gos byrji innan öskjunnar. Það gæti valdið verulegu jökulhlaupi.“ Ekkert lát er á gosinu í Holuhrauni og samkvæmt gögnum frá Ármanni Höskuldssyni eldfjallafræðingi og rannsóknarhóp hans hefur hraunið lengst um einn kílómetra síðastliðinn sólarhring, en lengdist um rúma 500 metra sólarhringinn þar á undan. Samkvæmt jarðvísindastofnun Háskóla Íslands var ekki unnt að mæla hraunjaðarinn þar sem hann liggur að Jökulsá á Fjöllum og ekki hægt að meta flatarmálsbreytingar að svo stöddu. Innlegg frá Jarðvísindastofnun Háskólans. Bárðarbunga Mest lesið „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira
Líkur eru taldar á að gos muni hefjast í Bárðarbungu vegna viðvarandi sigs í öskjunni að sögn Magnúsar Tuma Guðmundssonar, jarðeðlisfræðings. Sig í öskjunni er þó ekki mikið enn sem komið er, eða um það bil 20 metrar. Hann segir ómögulegt að segja til um hvort gos muni hefjast í Bárðarbungu, en fari svo, verði gosið það stærsta í áratugi. „Þegar öskjur eru farnar að síga þá verðum við að reikna með þeim möguleika að það gæti komið verulegt gos. Stærra en það sem við höfum séð á síðustu áratugum. Öskjusig eru ekki algeng fyrirbæri og þeim fylgja oft veruleg eldgos.,“ segir Magnús Tumi. Hann segir að hægt sé að líta á þetta á þrenna vegu. „Í fyrsta lagi að þetta sig hætti fljótlega og gosið í Holuhrauni fjari út. Í öðru lagi að sigið verði töluvert mikið, nokkuð hundruð metrar jafnvel, og á meðan þá sigi kvikan undan Bárðarbungu og gosið í Holuhrauni haldi áfram. Það er hætt við að ef svo færi þá yrði þetta verulega mikið, langvinnt gos. Nú þriðja sviðsmyndin er kannski verst. Það er að kvikan finni sér leið upp í öskjuna, öskjubrotið og gos byrji innan öskjunnar. Það gæti valdið verulegu jökulhlaupi.“ Ekkert lát er á gosinu í Holuhrauni og samkvæmt gögnum frá Ármanni Höskuldssyni eldfjallafræðingi og rannsóknarhóp hans hefur hraunið lengst um einn kílómetra síðastliðinn sólarhring, en lengdist um rúma 500 metra sólarhringinn þar á undan. Samkvæmt jarðvísindastofnun Háskóla Íslands var ekki unnt að mæla hraunjaðarinn þar sem hann liggur að Jökulsá á Fjöllum og ekki hægt að meta flatarmálsbreytingar að svo stöddu. Innlegg frá Jarðvísindastofnun Háskólans.
Bárðarbunga Mest lesið „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira