Eldgosin orðin sjö frá upphafi jarðhræringa Svavar Hávarðsson skrifar 10. september 2014 07:00 Á þremur vikum hefur kvika sjö sinnum náð upp á yfirborð - og því eru eldgosin sjö. Fréttablaðið/Auðunn „Þessi atburðarás fer að krefjast þess að talað sé um elda, líkt og talað er um Kröfluelda eða Skaftárelda. Við erum með mikla eldvirkni á ákveðnu svæði sem kemur og fer. Við höfum þegar sjö atvik þar sem kvika hefur komið upp á yfirborð jarðar,“ segir Björn Oddsson, jarðeðlisfræðingur og verkefnastjóri hjá Almannavörnum. „Sérstaklega á þetta við ef umbrotin halda áfram næstu misserin.“ Í yfirlitsflugi vísindamanna á sunnudag sást þriðji sigketillinn í Dyngjujökli, aðeins um þrjá kílómetra frá sporði jökulsins. Fyrir höfðu sést þrír sigkatlar; tveir í Dyngjujökli síðustu daga og sá fyrsti, eða fyrstu, mun sunnar í jöklinum fyrir suðaustan Grímsvötn. Þá eru ótalin eldgosin utan jökuls. Örgosið fyrsta í Holuhrauni; annað gosið sem stendur enn yfir af krafti, og síðan sprungan þar fyrir sunnan sem nú er kulnuð. Björn segir, og á því þurfi að hnykkja vegna áhuga fólks að fara til að skoða eldsumbrotin, að eldgosin sjö séu aðeins hluti af miklu stærri atburðarás. „Þetta spannar allan norðvestur hluta Vatnajökuls. Á síðustu dögum höfum við séð sigið í Bárðabungu upp á allt að 20 metra og nýjan sigketil í Dyngjujökli. Eldgos er uppi í Holuhrauni. Við þetta bætist framrás berggangsins með miklum jarðhræringum því fylgjandi. Fólk horfir mjög til þessa fallega eldgoss, sem þó getur reynst mjög hættulegt þeim sem staddir eru nálægt því. En váin á svæðinu er miklu meiri, eins og rætt var um áður en eldgosin hófust utan jökuls,“ segir Björn og vísar til hættu á eldgosi undir jökli og flóðahættu því tengdu. „Kannski er þetta tímaspursmál hvenær þessir litlu atburðir undir Dyngjujökli verði af þeirri stærðargráðu að þeir bræði sig upp úr jöklinum,“ segir Björn. Í ljósi þess að sigkatlarnir eru orðnir fjórir, hið minnsta, má spyrja hvert fer vatnið. Björn segir það koma til greina að bráðin úr Dyngjujökli renni út í Jökulsá á Fjöllum án þess að þess verði sérstaklega vart. Áin er vatnsmikil og rennur undan jöklinum í mörgum kvíslum á tugkílómetra löngu svæði. „Fræðilega getur verið að vatnið renni þar fram, án þess að við verðum þess vör, því magnið er það lítið.“ Fjárlagafrumvarp 2015 Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira
„Þessi atburðarás fer að krefjast þess að talað sé um elda, líkt og talað er um Kröfluelda eða Skaftárelda. Við erum með mikla eldvirkni á ákveðnu svæði sem kemur og fer. Við höfum þegar sjö atvik þar sem kvika hefur komið upp á yfirborð jarðar,“ segir Björn Oddsson, jarðeðlisfræðingur og verkefnastjóri hjá Almannavörnum. „Sérstaklega á þetta við ef umbrotin halda áfram næstu misserin.“ Í yfirlitsflugi vísindamanna á sunnudag sást þriðji sigketillinn í Dyngjujökli, aðeins um þrjá kílómetra frá sporði jökulsins. Fyrir höfðu sést þrír sigkatlar; tveir í Dyngjujökli síðustu daga og sá fyrsti, eða fyrstu, mun sunnar í jöklinum fyrir suðaustan Grímsvötn. Þá eru ótalin eldgosin utan jökuls. Örgosið fyrsta í Holuhrauni; annað gosið sem stendur enn yfir af krafti, og síðan sprungan þar fyrir sunnan sem nú er kulnuð. Björn segir, og á því þurfi að hnykkja vegna áhuga fólks að fara til að skoða eldsumbrotin, að eldgosin sjö séu aðeins hluti af miklu stærri atburðarás. „Þetta spannar allan norðvestur hluta Vatnajökuls. Á síðustu dögum höfum við séð sigið í Bárðabungu upp á allt að 20 metra og nýjan sigketil í Dyngjujökli. Eldgos er uppi í Holuhrauni. Við þetta bætist framrás berggangsins með miklum jarðhræringum því fylgjandi. Fólk horfir mjög til þessa fallega eldgoss, sem þó getur reynst mjög hættulegt þeim sem staddir eru nálægt því. En váin á svæðinu er miklu meiri, eins og rætt var um áður en eldgosin hófust utan jökuls,“ segir Björn og vísar til hættu á eldgosi undir jökli og flóðahættu því tengdu. „Kannski er þetta tímaspursmál hvenær þessir litlu atburðir undir Dyngjujökli verði af þeirri stærðargráðu að þeir bræði sig upp úr jöklinum,“ segir Björn. Í ljósi þess að sigkatlarnir eru orðnir fjórir, hið minnsta, má spyrja hvert fer vatnið. Björn segir það koma til greina að bráðin úr Dyngjujökli renni út í Jökulsá á Fjöllum án þess að þess verði sérstaklega vart. Áin er vatnsmikil og rennur undan jöklinum í mörgum kvíslum á tugkílómetra löngu svæði. „Fræðilega getur verið að vatnið renni þar fram, án þess að við verðum þess vör, því magnið er það lítið.“
Fjárlagafrumvarp 2015 Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira